Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 21
skil. Ykkur langaði til að leika ofurlítið á mig. — Það var ef til vill heimsku- legt af okkur, sagði Colin, — en... en þér eruð ekki raun- verulega reiður, er það, Mon- sieur Poirot? Komdu nú, Bridg- et, kallaði hann. — Stattu upp. Þú hlýtur að vera gegnfrosin. En veran í snjónum hreyfði sig ekki. — Þetta er merkilegt, sagði Poirot. — Hún virðist ekki heyra til þín. Hann leit íhug- andi af einu á annað. — Þetta er leikur, segið þið? Eruð þið vissir um það? — Já, vitanlega, svaraði Co- lin dálítið skömmustulegur. — Við... við meintum ekkert illt með því. — Hvers vegna stendur þá Mademoiselle Bridget ekki á fætur? — Ég skil ekkert í því. — Stattu upp, Bridget, sagði Sara óþplinmóð. — Liggðu ekki þarna lengur eins og flón. Poirot benti Desmond að koma til sín. — Lee-Wortley. Gjörið svo vel að koma hingað. Desmond gekk til hans. — Þreifið á slagæð hennar. — Ég finn enga slagæð ... Hann starði á Poirot. — Hand- leggurinn á henni er alveg stirður. Drottinn minn góður, hún er í raun og veru dáin. Poirot kinkaði kolli. — Já, hún er dáin, sagði hann. — Ein- hver hefur breytt þessum skop- leik í sorgarleik. — En hver? — Hér sjást fótspor liggja að líkinu og frá því aftur. Fót- spor, sem líkjast í einu og öllu þeim, sem þér gerðuð rétt í þessu, þegar þér genguð til mín. Desmond Lee-Wortley sneri sér harkalega við. — Guð al- máttugur! Eruð þér að ákæra mig? MIG? Þér hljótið að vera brjálaður! Hvers vegna í ósköp- unum ætti ég að myrða þessa stýlku? — Ja, — hvers vegna? Það væri gaman að vita . . . Látum okkur sjá ... Hann beygði sig niður og opnaði varlega krepptan hnefa stúlkunnar. Desmond greip andann á lofti. Hann starði niður á hina látnu stúlku, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. í opnum lófa hennar lá stór, glitrandi rúbínsteinn. — Þetta er ólukkans steinn- inn úr búðingnum! hrópaði hann. — Er það? sagði Poirot. — Eruð þér viss um það? — Það er áreiðanlega hann. Desmond beygði sig snögg- lega og greip steininn úr hendi stúlkunnar. — Þetta hefðuð þér ekki átt að gera, sagði Poirot strangur. — Það á ekki að hreyfa við neinu. — Ég hef ekkert fært líkið úr stað, er það? Nú ríður á að ná í lögregluna eins fljótt og mögulegt er. Ég skal fara og hringja undir eins. Hann sneri sér á hæli og hljóp heim að húsinu. Sara flýtti sér til Poirots. — Ég skil ekki, hvíslaði hún, hvít í andliti. — Ég get ekki skilið það! Hún þreif í hand- legginn á Poirot. — Hvað áttuð þér við með þess um... um sporin? — Lítið sjálf. á, Mademoi- selle. Sporin, sem lágu að og frá líkinu voru hin sömu og þau, sem markazt höfðu í snjóinn við hlið Poirots. — Þér eigið við, að .. . að það hafi verið Desmond? Það kemur ekki til mála! Skyndilega heyrðu þau hljóð í bíl, sem var ræstur. Þau sneru sér við nógu snemma til að sjá bílinn hverfa niður eftir ak- brautinni með ofsahraða, og Sara bar strax kennsl á hann. — Þetta er bíll Desmonds, sagði hún. — Hann ... hann hlýtur að hafa farið til þess að sækja lögregluna í stað þess að hringja. Diana Middleton kom hlaup- andi út úr húsinu og til þeirra. — Hvað hefur komið fyrir? hrópaði hún móð og másandi. — Desmond kom æðandi inn í húsið rétt áðan. Hann sagði eitthvað um, að Bridget hefði verið drepin, og svo hljóp hann að símanum en fékk ekkert samband. Hann sagði að leiðsl- an hlyti að vera skorin sundur og ekki væri um annað að ræða en að taka bílinn og sækja lög- regluna. Hvers vegna lögregl- una? Poirot bandaði hendinni. — Bridget? Diana starði á hann. — En góðu krakkar, er þetta ekki einhvers konar gabb? Ég heyrði einhvern ávæning í gærkvöldi. Ég hélt, að þau hefðu í hyggju að leika á yður, Monsieur Poirot? — Já, sagði Poirot, — það var upprunalega ætlunin — að leika á mig. En nú skulum við 511 koma inn í húsið. Við gæt- um ofkælzt hættulega hérna úti, og við getum hvort sem er ekkert aðhafzt, fyrr en Lee- Wortley kemur aftur með lög- regluna. — En heyrið mig, sagði Colin, — við getum ekki látið Bridget liggja hér eina? — Þú getur ekki hjálpað henni með því að verða hér eftir, sagði Poirot vingjarnlega. — Komdu nú, það er hræði- legur og sorglegur atburður sem hér hefur átt sér stað, en við getum ekkert gert fyrir hana. Þau fóru inn í borðstofuna og settust kringum borðið. — Ég verð að segja ykkur dálitla sögu, sagði Poirot. — Ég get ekki sagt hana í smáatrið- um, en ég mun draga hana upp í stórum dráttum. Hún fjallar um ungan prins, sem kom hingað til landsins. Hann hafði meðferðis frægan gim- stein, sem hann ætlaði að láta setja í nýja umgjörð og gefa stúlku þeirri, sem hann átti að kvænast. En áður en svo langt var komið, var hann svo óhepp- inn að stofna til vinskapar við mjög fallega, unga stúlku. Þessi stúlka kærði sig lítið sem ekk- ert um prinsinn, en á hinn bóg- inn var hún afar hrifin af gim- steininum hans — svo hrifin, að dag nokkurn hvarf hún á brott með þennan sögulega grip, sem hafði verið í eigu ættar hans, mann fram af manni. Ungi maðurinn vissi hvorki í þennan heim né annan, eins og þið getið eflaust skilið. Fyrst og fremst varð hann að forðast hneyksli og gat þess vegna ómögulega farið til lög- reglunnar. í stað þess kom hann til mín, til Hercule Poi- rot. „Færið mér a'ftur ættar- gimsteininn minn," segir hann. Nú horfir málið þannig við, að unga stúlkan á vin, og þessi vinur hefur verið viðriðinn ýmis vafasöm fyrirtæki. Hann hefur fengizt við fjárkúgun, og hann hefur séð um sölu á skart- gripum til útlanda. Hann hef- ur ávallt verið mjög dugiegur. Hann er grunaður, en ekkert verður sannað á hann. Það berst mér til eyrna, að þessi fjölhæfi, ungi maður ætli að dvelja hérna í húsinu um jólin. Framh. á bls. 45. Colin. Diana. Bridget. FALKINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.