Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 23
framtíðinni verða 10.000 mílur eða meira. Grover Loening, brautryðjandi í flug- vélaiðnaði og ráðunautur flughersins, kveður jafnvel enn fastar að orði. „Ég trúi því eindregið, að innan skamms muni maðurinn verða fær um að smíða elektromagnetiska vél, sem verkar gegn þyngdaraflinu." segir hann. Háttsettur yfirmaður hjá Bethlehem Steel, Jesse V. Honeycutt, hefur gefið okkur í skyn nokkuð af þeim árangri, sem búast má við, ef Loening hefur á réttu að standa. „Alvarlegar ráðstaf- anir eru nú gerðar til þess að finna og leysa ráðgátu þyngdarlögmálsins og að ná yfirráðum yfir afli þess... Það myndi hafa í för með sér stærri bylt- íngu í orkumálum, flutningamálum og á mörgum öðrum sviðum, en uppgötvun kjarnorkunnar," segir hann. Andþyngdarafl? Það virðist óhugs- andi. Samt er rannsóknum haldið áfram og margir ábyrgir menn trúa því, að svarið muni finnast. Og, að mínu viti, þá er það eina mögulega skýringin á frammistöðu hinna fljúg- andi diska. Það sem í húfi er, er svo stórkost- legt, að einskis má láta ófreistað. I leit sinni að vanræktum sporum hefur rannsóknarþjónusta tæknideildar flug- hersins hafið eftirgrennslanir á hundr- uðum staðfestra skýrslna um fljúgandi diska. Vonandi verða einhverjar þeirra til þess að hjálpa okkur að komast að hvernig þessum undarlegu tækjum er stjórnað. Fjórum dögum fyrir jól, árið 1964, sást kringlóttur, málmkenndur hlutur um 125 fet í þvermál, lenda sem snöggv- ast á akri einum nálægt Staunton, Virginia. Tveir Du Pont vísindamenn fóru seinna með Geiger mæla á stað- inn. „Hann var „heitur" — mjög geisla- virkur," sagði Du Pont verkfræðingur- inn Lawrence Cook í skýrslu sinni. „Við mældum hann í 45 mínútur — hann var tvímælalaust geislavirkur." I ljósaskiptunum 26. desember 1964 sást til tvéggja, stórra diska frá Ramey Air Force Base í Puerto Rico. Þegar A4D þotur geystust af stað á eftir þeim, juku diskarnir ferðina upp í ægi- legan hraða. Þeir tóku snöggar, horn- réttar beygjur — sem er ógerningur fyrir öll þekkt flugtæki — og hurfu út yfir Atlantshaf. Þann 21. marz, 1965 var Capt. Yoshiaki Inada á innanlandsflugi í Japan á Toa Airlines Convair-vél og var þá eltur af „dularfullum. sporbaugs- löguðum. lýsandi hlut." Hluturinn flaug nálægt flugvélinni og gerði fjarskipta- tæki hans óvirk og „olli mjög miklum truflunum" á sjálfvirkum leiðarvísa- tækjum hans. Einnig er verið að endurskoða eldri fyrirbæri. 1. júlí 1954 var AF F-94 — tveggja manna þotu — skotið á loft til að elta fljúgandi disk nálægt Wales- ville, New York. Þegar flugmaðurinn reyndi að nálgast hann, fylltist stjórn- klefinn af skyndilegum, óþolandi hita. flugmaðurinn og ratsjármaðurinn fleygðu sér hálf ringlaðir út í fallhlíf. Þotan lenti á götunni og varð tveim börnum og foreldrum þeirra að bana. Eins og flestir aðrir hefur þú að lík- indum tekið þyngdarafl sem sjálfsagðan hlut áður en geimferðir komu til sög- unnar. Nú er þér til dæmis kunnugt, að ein þyngdin er eðlilegt aðdráttar- afl jarðarinnar. Þetta er það, sem held- ur manni föstum á stólnum — eða, það sem meira er um vert, varnar því að snúningur jarðarinnar þeyti manni út í loftið. Þú finnur tvær eða þrjár þyngdir í Tivoli-rennibraut eða í æf- ingaflugvél — það er þó aðeins smjör- þefurinn af því, sem geimfararnir verða að þola, þegar eldflaug er skotið á loft. QN þyngdaraflið veldur ýmsum erfiðleikum og kostnaði, sem við leið- um sjaldan hugann að. Flugvéla og eldflauga- framleiðendur verða að búa tæki sín þungum vélum og gífurlegu magni af eldsneyti til þess eins að vinna bug á þyngdarafl- inu. Við byggingu húsa, brúa og á hundruð aðra vegu verkar þyngdarafl- ið á athafnir okkar og eykur biljónum við kostnaðinn. Beizlun þyngdaraflsins myndi minnka eða binda endi á mörg þessara vanda- mála. Hvenær getum við átt von á andþyngdaraflinu? Sumir vísindamenn segja, að það geti tekið langan tíma. Aðrir halda að mögu- leiki sé á skyndilegri lausn gátunnar. Ef það rætist, verður árangurinn ævin- týralegur. í fyrsta lagi er augljóst, að geim- ferðatilraunir okkar myndu taka stór stökk fram á við. f stað hinna eyðslu- sömu nútíma eldflauga gætum við byggt geymskip, sem væru jafnokar fljúgandi diskanna í hraða og stjórn- hæfni. Með svo fullkomin geimskip gæt- um við farið skyndiferðir til tunglsins og stjarnanna. Alexander de Seversky sagði fyrir skömmu. að „þegar næg orka er fyrir hendi munum við ferðast í geimnum með stöðugum hraðaaukningum — og hömlum. Ef við förum fyrri helming leiðarinnar með vaxandi hraða og drög- um úr honum niður í eitt þyngdarafl eða 32.2 feta fallhraða á sekúndu, síðari helminginn. komumst við til tunglsins á þremur og hálfri klukkustund, til Venusar á 36 stundum, Mars á tveim sólarhringum og Júpíters á sex sólar- hringum." Samkvæmt ummælum Oberths, þýzka eðlisfræðingsins Burkhard Heim og annarra vísindamanna, mun nýting þyngdaraflsins (gravity control) gera geimskipunum fært að ná jafnvel enn meiri hraða en þetta. Með svo full- komnum vélum gætum við kannað ná- læg sólkerfi heilli öld eða meira á undan nútímaáætlunum. Með notkun móðurskipa, sem flytja í sér tæki til styttri könnunarferða, gæt- um við rannsakað plánetu til hlítar — annað hvort með fjarstýrðum tækjum eða beinni athugun — áður en gerð væri tilraun til lendingar. Margar skýrslur eru til þar sem sagt er frá stórum fljúgandi hlutum, sem senda út frá sér aðra minni, að því er virðist til nánari rannsókna á yfirborði jarðar, og heimta þá til sín aftur með miklum hraða og nákvæmni. f einu slíku tilviki (skýrslan er frá yfirmanni í rannsóknardeild flughers- ins) sá áhöfn AF B-29 sprengjuflug- vélar hóp af smáum flugdiskum sem flugu með 5240 mílna hraða, og hélt Framh. á.bls. 39. FALKI NN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.