Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 24
WffiS LJÓSM BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Skömmu eftir að Ella Fitzgerald söng fyrir hálftómu húsi í kvikmyndasal Háskólahs efndi Pétur Pétursson, fyrr- verandi útvarpsþulur, núv. „agent" fyrir íslenzka skemmtikrafta, til eins konar kabaretts í Austurbæjarbíói og þar var ekki messufall, enda miðaverð mjög sanngjarnt. Þeir, sem komu þarna fram í sviðsljósið, voru allir af íslenzku bergi brotnir. Fyrstur reið á vaðið Karl Guðmunds- son hin gamalkunna eftirherma, og setti hann fund skoðanalausra gáfu- manna. Síðan túlkaði hann raddir fund- armanna með skemmtilegu látbragði á þann hátt, sem Karl er frægur fyrir. Karl var ekki einn um að flytja eftir- hermur, því þrír komu til viðbótar, og er svo að sjá, að um auðugan garð sé að gresja í þessum efnum. Sérstaklega vil ég minnast á 18 ára bráðefnilegan pilt, Vilhjálm Gíslason, sem gerði mikla lukku með sínum bráð- ISIÆNZKUR KABARETT í AUSTUR- BÆJARBÍÓI snjöllu raddstælingum. Mér var tjáð, að hann hefði aðeins komið fram tvisvar eða þrisvar áður opinberlega, og er því þessi frammistaða hans þeim mun eftir- tektarverðari. Ekki má gleyma hinum vinsæla Karli Einarssyni, en hann flutti sitt efni af festu og öryggi. Sérstaklega vakti það athygli, er hann brá fyrir sig rödd okkar vinsæla leikara, Árna Tryggva- sonar. Sú túlkun var frábær, enda fékk hann að launum ákafan hlátur og dynj- andi lófaklapp. Síðastur í þessum kvartett kom „sá með skeggið" Jón Gunnlaugsson, og túlkaði raddir margra valinkunnra manna á bráðskemmtilegan hátt. Jón er líka góður söngmaður, og lét hann sig ekki muna um að bregða fyrir sig rödd Guðmundar Jónssonar. Þá komu þarna fram Ómar Ragnars- son, Savanna tríóið, Heimir og Jónas og fleiri. Lestina rak svo hinn mjög Meðfylgjandi mynd af Vilhjálmi Gísla- syni er tekin í Austurbæjarbíói. svo vinsæli sextett frá Akranesi, Dúmbó og Steini, sem sannaði snilli sína eins og oft áður. Það ber að þakka Pétri Péturssyni fyrir þetta lofsverða fram- tak sitt í frekar einhliða skemmtana- lífi höfuðstaðarins. Landið er Bandaríkin. Staðurinn er næturklúbbur og klukkan er 12 á miðnætti. Það er nýbúið að kynna skemmti- atriðið. Algjör þögn ríkir, og eftirvæntingin liggur í loftinu. Síðan kveða við áköf fagnaðarlæti, er blökkustúlkurnar þrjár, sem eru orðnar heimsfrægar undir nafninu Supremes, koma fram í sviðsljósið og byrja að syngja lagið I hear a symphony. Þær vinna hug allra viðstaddra með fáguðum söng og þokkafullri sviðsframkomu. Dian, Mary og Florence, allar sem ein. Þær kynntust fyrst í gagnfræðaskóla, og þar var tríóið stofnað. Söngkennari skólans var hrifinn af þessu uppá- tæki þeirra og leiðbeindi þeim eftir megni á kvöldin eftir að skólanum lauk. Þær voru fullar áhuga og æfðu svo til hvert einasta kvöld. En kunningjar þeirra hristu höfuðið yfir þessari „vitleysu". sem hafði gripið þær. En elja þeirra og áhugi á söngnum bar fljótlega árangur því söngkehnar- inn, velunnari þeirra, kom þeim á samning hjá hljóm- plötuútgáfunni TAMBA — MOWTON. Til að byrja með voru þær nafnlausar, eins konar aðstoðartríó, sem lét heyra í sér í fjarlægð, á meðan viðkomandi söngstjarna túlkaði lagið. Loks kom þó að því, að þær sungu inn á sína fyrstu plötu, en það var einmitt lagið Where did our love go? og þar með voru þær ekki lengur óþekkt tríó, því lagið komst í efsta sæti vinsældalistans, bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi. Síðan kom lagið Baby love, sem komst einnig í efsta sætið í U.S.A. Stop in the name of love sló einnig í gegn og komst einnig í efsta sæti í Bretlandi. I hear a symphony skipaði einnig efsta sætið í heimalandi þeirra, og nýjasta lagið þeirra, My world is empty without you, er ofarlega á listanum, þegar þetta er skrifað. Lagasmiðirnir frægu Holland og Dozir hafa samið öll lögin þeirra, og þykja þeir afburðagóðir á þessu sviði. Það hefur m. a. komið til tals að þeir semdu fyrir The Beatles. Stúlkurnar hafa ferðazt víða og haldið söngskemmtanir, m. a. í Englandi og Þýzkalandi. Spurningunni, hvort þetta væri ekki erfitt svöruðu þær: Nei, alls ekki. Við finnum aldrei til þreytu. Líf okkar er fullt af svo mörgu óvæntu og ánægjulegu, að við gleym- um hreinlega að hvíla okkur. Fagnaðarlæti fólksins er okkar eina hvíld. Dian er höfuðpaurinn i tríóinu og aðalsöngvarinn. Hún hefur látið hafa eftir sér, að ef hinar tvær hætti, þá myndi hún halda áfram og þá sem einsöngvari, og að flestra áliti liggur henni sú leið opin. 24 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.