Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 27

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 27
s hvort eð er ekki aðhafzt neitt, fyrr en karlarnir koma með sandpokana. Marianne beit á vörina. Það var lán, að Ulf skyldi snúa baki að henni. Hann gekk á undan og ruddi þeim braut gegnum kjarrið. Hún hefði ekki getað gefið honum skýringu á hlátur- mildi sinni, þar sem hún stafaði eingöngu af því, að hann skyldi segja „við“ og „okkur“ og eiga með því við sjálfan sig og hana. Hún þurfti ekki að miðla neinum af því... ekki einu sinni Louise. Á gafli gömlu myllunnar var hurð með klunnalegum heima- smíðuðum lömum og þungri ryðgaðri járnslá, sem var þrædd upp á lykkju í veggnum og fest með tréfleyg. Ulf losaði tréfleyg- inn úr, kippti síðan upp fúinni hurðinni og gekk inn. Marianne fylgdi honum eftir. Blár himinn og angi af hvítu skýi sáust gegn- um opið í þakinu. Undir stóru, járnvörðu hjóli lágu tveir gríðar- stórir kvarnarsteinar. Niðurbrot- in vatnsrenna lá út að gati í veggnum. Marianne fann, að það greip hana einhver uggur. Niðurníðsl- an hafði fengið á sig einhvern andúðarfullan hátiðablæ. Dauð- ir hiutirnir áttu enn bæði líf og mál... Hvað eruð þið að gera hér, þið sem eruð lifandi? Látið okkur í friði. Við unnum margt dagsverkið áður en þið fæddust. Þess vegna eruð þið forvitin um okkar hagi. Þið viljið vita, hvern- ig hér var umhorfs áður, þegar kvarnarsteinarnir og hjólið sner- ust. Þið viljið vita, hvers konar ökutæki stóðu hér fyrir utan, hvers konar menn það voru, sem báru inn kálfskinnsekkina með korni, hvað þeir ræddu um jarð- veg og uppskeru, um eiginkonur og börn, meðan við möluðum fyrir þá mjölið. Hvað kemur það ykkur við? Þið fáið ekkert að vita. Brátt mun ykkar hjól einn- ig stöðvast. Þið deyið og fallið í gleymsku og hafið til einskis lifað. Hvers vegna imyndið þið ykkur, að eingöngu ykkar líf skipti máli? Það gerir það ekki Farið leiðar ykkar og ónáðið okkur ekki lengur... Marianne fékk skyndilega löngun til að segja Ulf frá bíl- slysinu, dóminum og — að hún hefði hitt herra Vilhelmsson og að Hákon hefði skrifað henni að... Hún leit skelkuð til dyra. — Við skulum koma aftur út í sólskinið, sagði hún. Það er svo... dularfullt hérna inni. Bæði dautt og lifandi í senn. Ulf kom út á eftir henni. Hann lokaði dyrunum og þræddi járn- slána aftur upp á lykkjuna. Marianne bjóst nærri því við, að hurðin myndi fljúga upp aftur, áður en hann gæti rekið fleyginn niður. Hún horfði undrandi og hálf óttaslegin upp eftir þessum ævagamla kofa. Henni fannst eins og hann hefði ætlað að ginna hana til einhvers. — Heldurðu að Tolvmans Olof hafi komið hingað og malað korn, þegar hann var ungur? spurði hún dálítið óstyrk. Ulf hló. — Já, ef til vill sner- ist hjólið sína síðustu hringi, þegar hann var barn. Mér varð einnig hugsað til hans, þegar ég stóð þarna inni. — Hvað heldur þú að hann hafi átt við með samlíkingu sinni á silfri og tini hérna um daginn? Ulf stóð fast hjá henni. Drætt- irnir í andliti hans dýpkuðu. — Ég held ég viti það, sagði hann lágt. — Hvað var það þá? — Þetta hérna. Hann dró hana inn í fang sitt og hélt hand- leggjunum fast utan um hana. —Þú færð aldrei að fara frá Malingsfors .. ég elska þig Marianne. Hún fann varir hans við sín- ar. Ulf... elskaði hana? Hann þrýsti henni að sér. Það var ang- ist í faðmlagi hans... hann kyssti eyru hennar, háls hennar. Marianne var sem lömuð. Hún átti því ekki að venjast að vera hamingjusöm ... hún fann nærri eingöngu til undrunar. Gerði sér varla ljóst, að Ulf hafði sagt að hann elskaði hana. Samt sá hún orðin fyrir sér ... eins og skrift, sem hún gæti ekki lesið. Hjarta hennar barðist með þung- um, hröðum slögum, og tárin brutust fram á milli augnhár- anna og runnu niður gagnaug- un. Hann kyssti þau burt. Eins og gegnum skugga birt- ist henni allt í einu andlit Lou- ise. Bersöglisroðinn í vöngum hennar. Kaldhæðnisleg orð Há- konar hljómuðu i eyrum henn- ar... Hún fann til sviða í hjartanu. Þannig hafði Ulf kysst hana einu sinni áður ... eins og hann væri gripinn örvæntingu. Samt hafði hann snúið aftur til Louise. Marianne reif sig af honum. Á þessu augnabliki hefði hún getað slegið hann utanundir. — Hvernig dirfistu að segja, að þú elskir mig? Ég veit, að þú ... og Louise ... ég hef and- styggð á þér. Heyrirðu það? Andstyggð... Hún skalf öll og nötraði. Það fóru kippir um andlit hennar, og hann sá, að augu hennar urðu svört, áður en þau fylltust tár- um. Armar hans féllu þunglega' niður með hliðunum. Louise. Jú, auðvitað. Hann ætlaði að kvæn- ast henni. Verða enn fastar fjötr- aður í eignarétt hennar... eins og silungur í neti. — Ég get ekki að því gert þótt ég elski þig, Marianne, sagði hann lágt. — Og samt ertu hjá Louise á nóttunni. Meira að segja eftir að við höfðum dansað saman í Falun. Fórstu einnig til hennar eftir dansinn okkar yndislega á Jónsmessunótt? Og í kvöld... í nótt? Ég ætla að fara til Ame- ríku strax og ég get, sagði hún. Ulf varð orðfall, og hann horfði á hana nokkur augnablik án þess að draga andann. Svo snerist hann á hæli og lagði af stað gegnum kjarrið. Drunurn- ar í flutningabílnum heyrðust neðan frá veginum. Tugur verka- manna kom akandi á reiðhjól- um. Hann hjálpaði þeim að draga sandpoka upp að stiflunni. Marianne fylgdi honum eftir með augunum. Ulf og einn mað- urinn frá verksmiðjunni tóku hvor í sinn enda á poka, og óðu út í straumharða ána, sem náði þeim upp fyrir hné, og fleygðu sandpokanum upp á stiflugarð- inn. Næsti poki var handlang- aður til þeirra, þeir tóku á móti honum og fleygðu honum upp. Þriðji pokinn kom, vatnið foss- aði um fætur þeirra. Ef þeir misstu fótfestuna... ef straum- urinn tæki Ulf með sér niður í iðandi hylinn ... ef hann drukkn- aði fyrir augunum á henni... hann hamaðist sem óður væri. Var hægt að elska mann og hata hann á sama tíma? Hún settist á stein og lét hökuna hvila á höndum sér. Siðari hluti vinnuflokksins kom hjólandi gegnum skóginn með skóflur á bögglaberunum, mennirnir dreifðu sér meðfram bakkanum báðum megin við stiflugarðinn og byrjuðu að stinga upp moldarhnausa, velta steinum, höggva niður tré og draga þau að. Jannis Per kom með einn farm af sandpokum í viðbót. Ulf gekk til móts við flutningabílinn. Vatnið rann úr fötum hans. Það bullaði í stíg- vélunum. — Nú er fjárinn laus á herra- garðinum, hrópaði Jannis Per. Það hefur kviknað í álmunni, sem skrifstofudaman býr i! — Hvað þá! Marianne stóð sem eldingu lostin. Henni fannst eins og Luxenvatnið ætlaði að hvolfast yfir sig. Ulf leit á hana forviða. — Hvað ertu að segja, Jannis Per? Hvernig... var... — Þegar Jansson kom aftur eftir hádegisverðinn, sá hann reyk leggja út um gluggann á svefnherberginu og hljóp því og náði í slökkvitæki á skrifstof- unni. 1 sama bili bar nokkra menn úr verksmiðjunni þarna að, og þeir komu honum til hjálpar. En íbúðin hefur orðið hart úti. Getur hugsazt, að hún hafi lagt frá sér logandi siga- rettu? — Nei, ég reyki aldrei i svefn- herberginu. Þar að auki átti ég aðeins eina eftir, og ég kveikti í henni um leið og ég gekk út. Ég er alveg handviss um það, þvi ég fleygði tóma pakkanum í pappírskörfuna. Ég hef ekki... — Er eldurinn slökktur? spurði Ulf stuttur í spuna. — Já, það er engin hætta á ferðum lengur. En herbergið er öldungis eyðilagt. Marianne hneig aftur niður á steininn. Fæturnir gátu ekki borið hana. Hvernig hafði getað kviknað eldur i svefnherbergi hennar? Hún hafði ekki komið þangað um morguninn — nema augnablik til þess að fara í síð- buxurnar. Hún hafði ekki reykt, ekki einu sinni haft öskubakka þar inni. Hvernig stóð á því, að ógæfan elti hana á þennan hátt? Hvað skyldi Ulf imynda sér um hana? Að hún væri ekki með öllum mjalla? Það var ekki fyrr en um sjö- leytið um kvöldið, sem búið var að styrkja stíflugarðinn svo mikið, að Ulf þyrði að skilja við hann. Hann ók alla leiðina heim án þess að mæla orð af vörum. Marianne langaði til að segja honum, að hún ætti ekki sök á eldsvoðanum, en hún gat ekki komið sér að þvi. En hve allt var vonlaust! Þegar þau komu heim að herragarðinum, kom Louise út úr íbúð Marianne. Hún var föl í andliti og hóstaði. Tárin runnu úr augum hennar. Gaslyktin frá slökkvitækinu barst alla leið út til þeirra. — Hvernig er um að litast inni? spurði Ulf. — Ægilegt. Það er kraftaverk, að álman öll skyldi ekki brenna til kaldra kola. Þú mátt ómögu- lega vera svona hirðulaus, Mari- anne. 1 hvert skipti sem ég hef slökkt i sígarettu, sem þú hef- HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HON NOKK- URN TÍMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HON FENGI ALDREI MANNINN SEM HON ELSKAÐI? FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.