Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 31

Fálkinn - 04.04.1966, Qupperneq 31
ur í Eyjum. Að morgni þriðja dags frá því við komum til Eyja, fer ég upp í eldhús og sé þá, hvar dúfan situr á eld- húsborðinu. Það var gat aftan á eldhúsinu, notað til þess að rétta matinn út um, þegar skip- ið var á síldveiðum, og þar hafði hún komizt inn. Dúfan var gæf, og ég tók hana upp og skoðaði hana. Þá sá ég, að bréfmiði var utan um annan fótinn. Ég tók miðann af og sá þá, að þetta var dulmáls- skeyti. Ég náði í pappakassa, lét fuglinn þar í og fór síðan með hvort tveggja, skeytið og dúfuna til brezka hersins í Vestmannaeyjum. Þeir símuðu strax til Reykjavíkur og fengu brátt þær upplýsingar, að dúf- an væri frá flugvél, sem hefði farizt fyrir sunnan land. Ég lenti í heilmiklum yfirheyrsl- um hjá Bretunum vegna þessa, en þeir sögðu, að í flugvélinni, sem fórst hefðu verið tvær dúf- ur, en hin kom ekki fram. Lík- lega hefur slysið verið nýskeð, þegar við fórum þarna hjá. — Hvort ég hafi séð kaf- báta? Nei, ég varð aldrei var við neitt. Það eina sem angr- aði mann, var þegar Bretarnir voru að stöðva okkur úti á miðju hafi og segja, að þetta mættum við ekki fara. Ég sagði þeim, að ég sneri ekki við. til þess hefðum við ekki eldsneyti. Þeir yrðu þá að draga skipið. Auðvitað máttu þeir ekki vera að því og fóru, en við héldum áfram okkár leið. Stundum skeðu hörmungarnar ekki fjarri okkur. Ég var til dæmis á útleið, þegar Reykjaborgm var skotin niður og á heimleið, þegar Pétursey hvarf. Rétt áður varð Fróði fyrir árás. Ég fór 46 ferðir yfir hafið á stríðs- árunum, þar af 34 ferðir sem skipstjóri. — Hvort ég hafi verið slæm- ur á taugum? Nei, ekki enn þann dag í dag. Ég hugsaði aldrei um hættuna. Eina skipt- ið sem ég sá kafbát öll stríðs árin, vorum við að fara inn í höfnina í Vestmannaeyjum. Hann kom upp með Eyjunum að sunnanverðu. Mér sýndist þetta vera Englendingur. ★ VIÐ BJÖRGUÐUM SAMA MANNINUM TVISVAR — Ég sagði þér ekki frá því þegar við á Belgaum björguð- um þýzkri skútu hér fyrir sunnan land. Það var árið 1920. Við vorum þá að fiska á Sel- vogsbankanum og komið versta veður. Við komum auga á segl- skip, sem var auðsýnilega í sjávarháska. Þórarinn lét hætta að fiska og hélt að skipinu. Skútan var með saltfarm og á leið til Reykjavíkur. Þeir höfðu fengið ólag, skipstjórann og tvo aðra tekið fyrir borð, og þeir voru aðeins þrír eftir á skipinu og réðu ekki við neitt. Við settum í þá annan trollvír- inn og drógum skútuna alla leið til Reykjavíkur. Það var sama ár, sem við á Belgaum vorum að fiska á Breiðafirði. Halldór Guðmundsson var skip- stjóri þennan túr. Einn daginn rauk hann upp á suðvestan Við sáum nokkra báta koma niður, og þeir voru komnir lengst út. Ætluðu að hleypa inn í Stykkishólm eða inn á Grund- arfjörð, en réðu ekki við neitt fyrir ofsanum. Við vorum að toga út af Ólafsvík. Annar tog- ari frá sama félagi, Yokohama, var þarna líka. Skipstjórinn hét Jóakim, en stýrimaður var Einar Olgeirsson, bróðir Þór- arins. Við fórum til bátanna, sem komu til hlés svo við náð- um mönnunum um borð. Við tókum áhafnir af þrem bátum, tuttugu og sjö manns alls. Einn formannanna var Guðmundur Guðmundsson frá Rifi. Yoko- hama kom með tvo báta til hafnar. Ég man hvað mér þótti vond lyktin af skinnklæðum bátasjómannanna, þegar þeir komu í hitann. Þeir voru allir í skinnklæðum. Olíugallarnir komu ekki fyrr en síðar hjá þeim. Fjórum árum síðar, ég var þá stýrimaður á Belgaum vorum við á leið vestur. Höfð- um verið í Bugtinni, en þar var ekkert að hafa. Þegar við komum að Öndverðarnesi, sá- um við bát með rifin segl. Það var brezkur togari á undan okkur, en hann þorði ekki að eiga við bátinn. Þannig stóð á, að þessi togari hafði verið tekinn fyrir landhelgisbrot við Vestmannaeyjar. Hann hafði verið kærður þar, en ekki náðst. Bátur frá Eyjum hafði stundum selt togaramönnum lúðu. Þessi bátur hafði dag nokkurn komið með lúðu, og þegar hann kom aftur daginn eftir og enginn maðui sást á þilfari, utan einn sem stóð í aðgerð, þótti togaramönnum ekkert að óttast. En þegar hann lagði að, þusti hópur embættis- manna í einkennisklæðum um borð, bæjarfógetinn i Vest- mannaeyjum, Sigurður Sig- urðsson í broddi fylkingar. Þeir tóku togarann, fóru með hann til Eyja, og þar' var hann dæmdur. Þeir þorðu því ekk- ert að eiga við þennan bát, sem við sáum við Öndverðar- nes, en létu okkur vita af hon- um. Þórarinn Olgeirsson lét þegar breyta stefnu, og við fór- um til móts við bátinn. Þarna var þá kominn gamli kunn- ingi okkar, hann Guðmundur á Rifi. Hann var að hrekja til hafs, því það var komið suð- austan rok. Við tókum þá um borð — þeir voru niu á bátn- um — settum hann aftan í og sigldum með Þá í landvar. Þeir voru orðnir talsvert hraktir, en hresstust fljótt. Ég man, að elzti maðurinn á bátnum var sextugur en sá yngsti sextán ára. Það var kominn sjór í bát- inn og talsvert af fiskinum far- ið fyrir borð. Áður en við skildum við þá, lét Þórarinn Þetta var á fyrsta degi „Þorska- stríðsins" fyrir Austfjörðum. Ljósmynd: Oddur Ólafsson. 31 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.