Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 32
Stjörnur Framhald af bls. 16. Hér á landi er Volkswqgen tvímælalaust vinsælasti, eftirsóttasti og mest seldi bill- inn, enda er hann vandaður og sígildur bíll, en ekkert tízkufyrirbæri. Volkswagen er því örugg fjárfesting og í hærra end- ursöluverði en nokkur annar bíll. Sætin í Volkswagen eru vönduð og vel löguð. — Sæta-lögun og hæð er rétt fyrir hvern sem er. Framsætin eru stillan- leg bæði á baki og á sjálfu sætinu. Þannig að eftir langa ökuferð eruð þér óþreyttur, því að þér getið breytt um stöðu sætis og baks, yður til hagræðis og þæginda í akstri. Og ennfremur eru framsætin með öryggislæsingu. Peters. Úr því mun framtíðin skera, og enn er of snemmt fyrir mig að segja, hvort ég myndi breyta eins, ef ég fengi tækifærið aftur. ALEC GUINNESS: • Ég hefði átt að ~k ganga í herinn. Mér hafa orðið á tvenn mikil mistök í lífinu. Hin fyrri voru að ég gerðist kvikmyndaleik- ari. Allt mælti með því, að ég gæti komizt til mannvirðinga innan hersins, og ég veit, að mér hefði fallið það vel. Hin seinni voru þau, að ég skyldi láta dáleiðast af skrímsli sem gengur undir nafninu „kvik- mynd" og ákveða að yfirgefa leikhúsið. Sé það álitið geð- veiki að starfa við leikhús, þá er vinna við kvikmyndir eitt- hvað ennþá verra. Mér er kvik- myndaleikur hreinar pynting- ar. En stæði ég á krossgötum og ætti að velja á ný, er ég hrædd- ur um, að ég myndi gera ná- kvæmlega sömu villuna aftur. Því að óneitanlega er ánægju- legt að vera óánægður með sjálfan sig, en ánægður með vitleysurnar, sem maður hefur gert... KIM NOVAK: • Ég gifti mig ~k of seint. Mestu mistök mín voru að fresta sífellt að giftast. Ég gat einfaldlega ekki hugsað mér hjúskap. Mér fannst mér líða svo prýðilega svona laus og liðug, en ég hefði átt að gera mér grein fyrir því fyrr, að til eru menn eins og Richard mað- urinn minn. Þá hefði ég verið hamingjusöm miklu lengur. En tíminn, sem „fór til spillis", var samt nauðsynlegur til þess að mér auðnaðist að finna slíkan mann, eins og þann sem ég elska. Ætti ég því kost á að velja aftur, held ég að ég veldi hinn langa biðtíma. LANA TURNER: •k Ég eyðilagði líf -k dóttur íuiiiiiar. Sjái ég eftir nokkru, er það það, sem ég gerði á hluta Cheryl dóttur minnar. Ég hef ekki hugsað mér að fara út í smáatriði varðandi það rauna- lega tímabil ævi minnar, en ég ásaka sjálfa mig stöðugt um að hafa verið svo slæm móðir að reyna ekki að skilja hina»s ungu dóttur mína. Og ég veitfl að mér er ómögulegt að dæmajj hana fyrir það, sem hún gerðL! Mér hefur ekki hlotnazt friður síðan þá, og það er sjálfsagt réttlátt. Ætti ég þess kost að velja á ný, veit ég, að ég myndi hugsa meira um barnið mitt, leggja meira á mig fyrir hana, vegna; þess að börn eru móttækileg og auðsærð. Og þegar móðirir gleymir æðstu köllun sinni móðurástinni — þá geta hræði* legustu atburðir orðið. SUSAN HAYWARD: ~k Ég var stjarna bæði •k heima og opinberlega. Mestu mistök mín eru, að ég hef alltaf verið of áhugasöm um frarha minn og það svo, að; mér varð að síðustu ómögulegt að umgangast mína nánustul' Stjarnan á léreftinu og stjarn-^ an í einkalífinu hafa valdið mér mörgum erfiðleikum. Nú, þegar ég er ekki stjarna; lengur, bæði vegna aldursinsí og vegna annarra stjarna, líð-? ur mér að sumu leyti beturJ Það er eins og ég hafi komizt í samband við sjálfa mig. En ég veit ekki, hvort ég hefði gott af nýju tækifæri, vegná, þess að hefði ég ekki gert þau mistök, sem ég gerði í lífi mínu, hefði ég sjálfsagt gert einhver önnur engu betri í annars kon- ar lífi. Lífið er blanda af góðu og illu, heimskulegum og gáfu- legum gjörðum, þannig að mén sýnist til einskis að sýta það,í sem maður hefur gert. MARLON BRANDO: • Ég hefði ekki átt ~k að vera faðir. Ég get ásakað sjálfan mig ur skort á ábyrgðartilfinningu og um að virða að vettugi hinar gullnu lífernisreglur. Það er of mikil spilling, siðspilling 0£ spilling yfirleitt í öllu, sem ég tek mér fyrir hendur. Mér þyk--- ir of vænt um sjálfan mig og of lítið um aðra, og auðvitað hefði maður eins og ég ekki átt að verða faðir. Það voru mín miklu mistök. Það er einmitt það, sem ég mundi reyna að forðast, ef ég ætti þess kost að byrja á nýjan leik. Það er að segja ef ég fengi þá ekki meira stolt og meiri siðferðisstyrk f vöggu- gjöi MONTGOMERY CLIFT: T*r Ég er of 'k sjálfselskur. Gallinn við mig er sá, að ég Framh. á bls. 34. 32 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.