Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 39
Guðni Pálsson Framh. af bls. 36. ars var mesta mildi, að ekki fór verr í „Þorskastríðinu". Bretarnir voru harðir eins og ég sagði áðan, og fyrir kom, að þeir reyndu að sigla okkur niður. Merkilegt að ekki skyldu verða meiri skemmdir úr þessu og jafnvel manndráp. Það vildi okkur til, að varðbátarn- ir voru liðlegir og gott að víkja þeim undan togurunum. En nú er ég hættur á sjónum og kominn í land. Eins og ég sagði þér um daginn, kvænt- ist ég 1918. Konan mín er Jór- unn Þórey Magnúsdóttir. Við höfum eignazt sex börn, þar af eru fimm á lífi. Svo eigum við uppeldisdóttur. Það er hverj- um og einum ómetanlegur styrkur að eiga góðan lífsföru- naut, sem stendur með manni á svo langri leið. Og kannski finnur maður það bezt, þegar komið er í land, eftir hálfa öld á hafinu. Sv. S. • Fljúgandi diskar Framh. af bls. 23. i humátt á eftir þeim. Einn hópurinn hægði þá skyndilega ferðina til jafns við sprengju- flugvélina, en jók síðan hrað- ann aftur á augabragði. Litlu flugtækin sáust þá sameinast eða fara um borð í risastórt móðurskip, sem síðan hvarf sjónum þeirra með 9000 mílna ihraða á klukkustund. Vegna hins gífurlega hraða iþyngdaraflsfarartækja verður hugmyndin sem við getum gert okkur af hugsanlegum hern- ;aðaraðgerðum framtíðarinnar ;all hrollvekjandi. Tökum til grundvallar tölu þá í skjal- ífestri frásögn frá White Sands iProving Ground, þar sem vís- andamenn úr flotanum sáu og eltu fljúgandi disk, sem flaug með 18000 mílna hraða. Svo mikill hraði gæti látið sprengjuflugvélar koma aftur ;í stað eldflauga. Árásir þyngd- arafls sprengjuflugvéla frá 'bækistöðvum nálægt meiri- háttar skotmörkum myndu að- eins taka fimm mínútur. Ef styrjöld brytist út hinum megin á hnettinum, gætu risastórar flutningavélar flutt alvopnaða herdeild — eða jafnvel heilan her — á staðinn innan 40 mín- útna. Áhrif þyngdaraflsnýtingar myndu einnig valda gjörbreyt- ingu á flugsamgöngum. Fjöl- margir vísindamenn hafa lýst hugsanlegu ferðalagi með þyngdaraflsvél á þessa lund: Segjum að þú ætlir að fljúga frá New York til London. Þú ferð um borð í stórt flugtæki, sennilega disklaga, samkvæmt þeirri vitneskju, sem nú ligg- ur fyrir. Á sæti þínu eru engin öryggisbelti — þeirra er engin þörf. Skipið hefur sig lóðrétt til flugs með ótrúlegum hraða. Þú finnur til þyngdarleysis en verður ekki var neinnar hreyfingar. Flugtækið sveigir upp í boga- dregna braut, hljóðlaust og án „hnykkja" eða áhrifa frá loft- straumum. Eftir tíu eða fimm- tán mínútur kemur London í ljós fyrir neðan þig. Það verð- ur ekkert langdregið aðflug, né heldur þarf að fleyta sér yfir húsaþök. Þú lækkar flug- ið lóðrétt og lendir. Ef umferð er mikil, stöðvar flugmaður- inn skipið í loftinu og bíður þar kyrr unz greiðzt hefur úr. Þrátt fyrir hraðann verðurðu öruggari — sérstaklega með til- liti til hinna margvíslegu loft- strauma, sem valdið hafa stjórnlausu hrapi þrýstilofts- véla. Vísindamenn nota hinar ólík- ustu aðferðir við rannsókn gátunnar um þyngdaraflið — sumar þeirra brjóta jafnvel í bága við viðurkennd náttúru- lögmál. Samkvæmt hersamningi hef- ur vísindadeild hjá háskólan- um í Detroit smíðað 4000 punda, sérstaklega gerðan rotor sem snýst með 100.000 snún- inga hraða á mínútu. Með þessu óviðjafnanlega tæki eru vísindamenn að sannprófa kenningar um geislavirkni þyngdarafls í leitinni að hugs- anlegri lausn ráðgátunnar um nýtingu aðdráttaraflsins. Flokkar frá flughernum eru iðulega í rannsóknarferðum um miðbaug og . heimskautin bæði með þyngdaraflsmæla, sem gerðir eru eftir nýjum eðlis- fræðilögmálum, til þess að flýta fyrir alþjóðlegri mælingu á aðdráttarafli jarðar. Enda þótt engar uppgötvan- ir hafi verið gerðar (nema þá í hinum allra leyndustu áætl- unum) hafa tvö mikilvæg at- riði verið staðfest. 1. Þyngdarafl jarðar • er til- tölulega lítið, samanborið við Fyrsta flokks fiá FONIX: hárþurrkan — fallegri og fljótari og hefur alla kostina: 700 W hitaelement, stig- laus hitastilling 0—80° C og nýi turbo-loftdreifar- inn skapa þægilegri og fljótari þurrkun. Hljóðlát og truflar hvorki útvarp né sjónvarp. Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjálminn má leggja saman. Auðveld upp- setning á herbergishurð, skáphurð, hillu o. fl., en einnig fást borðstativ og gólfstativ, sem líka má leggja saman. 2 falleg- ar litasamstæður, bláleit (turkis) og gulleit (beige). FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kólnar fljótt og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæii, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: króm, tópas- gult, opalblátt og kóral- rautt. FLAMINGO úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Ómissandi þeim, sem kynnzt hafa. Litir í stíl við strau- járnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er ekki síður til þæginda, því hann heldur straujárnssnúr- unni á lofti, svo að hún flæk- ist ekki fyrir. — Ábyrgð og traust varahluta- og viðgerðaþjónusta — — Sendum um allt land — FÖNIX SÍMI 2-44-20 — SUSURGATA 10 - REYKIAVlK PÖNTUN — Sendið undirrit. í póstkröfu: .. stk. FLAMINGO hárþurrka, litur: ................ kr. 1115.- .. stk. FLAMINGO borðstativ ........................ kr. 115.— .. stk. FLAMINGO gólfstativ ........................ kr, 395.- .. stk. FLAMINGO straujárn, litur: .................. kr. 495 — ^vT-v' W / 1 . stk FLAMINGO úðari, litur: ...................... kr. . stk FLAMINGO snúruhaldari ...................... kr. Nafn . . ;......................................... Heimili........................................ i 245.- 109.- Til: FÖNIX, pósthélf 1421^ Reykjavík F—13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.