Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 40

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 40
Fyrir 400,00 krónur á mánuði getið þér eignazt stóru ALFRÆÐIORDABÓKIIMA NORDISK KOIMVERSATIOIMS LEKSIKOIM sem nú kemur út að nýju á svo ótrúlega lágu verði ásamt svo hagstæðum greiðsluskilmál- um, að allir hafa efni á að eignast hana. Verkið samanstendur af: stórum bindum í skrautlegasta bandi, sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500 síður, innbundið í ekta „Fablea", prýtt 22 karata gulli og búið ekta gullsniði. I bókina rita um 150 þekktustu vísindamenn og ritsnillingar Danmerkur. Stór rafmagnaður ljóshnöttur með ca. 5000 borga- og staða- nöfnum, fljótum, fjöllum, haf- djúpum, hafstraumum o. s. frv. fylgir bókinni, en það er hlut- ur sem hvert heimili þarf að eignast. Auk þess er slíkur ljós- hnöttur vegna hinn fögru lita hin mesta stofuprýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konvers- ation Leksikon fylgist ætíð með tímanum og Því verður að sjálfsögðu framhald á þess- ari útgáfu. Verð alls verksins er aðeins kr. 5.900,00, ljóshnötturinn inni- falinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við móttöku bókarinnar skulu greiddar kr. 700,00 en siðan kr. 400,00 mánaðarlega, unz verkið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefinn 10% af- sláttur, kr. 590,00. Bókabúð NORÐRA Hafnarstræti 4, sími 14281. Undirrit.sem er 21 árs og fjárráða, óskar að gerast kaup- andi að Nordisk Konversation Leksikon — með afborgunum — gegn staðgreiðslu. Dags........... Nafn Heimili Sími aðdráttaraflið milli sólarinnar og fylgihnatta hennar. 2. Samband er á milli þyngd- araflsins og segulsviðanna. í umræðum um hið geysi- lega þyngdarafl í geimnum, sagði Igor Sikorsky, að ef að- drátt'arafls gætti ekki, þyrfti stálkaðal um 8000 mílur á þykkt til þess að halda jörð- inni á braut hennar um sólina. Sem betur fer fyrir leit okk- ar að andþyngdaraflinu, er að- dráttarafl jarðarinnar á hluti, staðsetta á jörðu niðri eða í venjulegri flughæð, tiltölulega lítið. Af því leiðir, að sú orka, sem þyrfti til að afnema það, yrði hlutfallslega lítil — ef að- ferð yrði fundin til þess. Með mismunandi hlífum get- um við varið okkur fyrir hita, ljósi og hljóðbylgjum. En enn sem komið er hefur engin leið fundizt til að skapa þyngdar- aflshlíf. Sumir vísindamenn halda því enn fram, að hug- myndin um þyngdaraflshlíf „jaðri við vitfirringu". En margir neita að staðhæfa að þessi möguleiki sé gjörsamlega óhugsandi. Nota fljúgandi diskarnir þyngdaraflshlíf? í því skyni að komast eftir þessu hefur flug- herinn hafið ítrekaðar tilraun- ir í þá átt að handsama fljúg- andi disk. Ef við gætum náð einum þeirra niður á jörðina, óskemmdum er mögulegt að það gæti stytt okkur leið í Þyngdaraflsrannsóknum okkar og sparað okkur margra ára hægfara og leiðinlegt vísinda- legt strit. Fram að þessu hafa margir flugmenn hersins reynt að reka fljúgandi disk niður á jörðina, án árangurs. En nú t hefur flugherinn fengið ástæðu , til þess að gera sér nýjar von- f ir, byggðar á nýlegri aukningu á lágflugi og skyndilendingu fljúgandi diska. Að kvöldi hins 12. janúar 1965 skall hurð nærri hælum hjá starfsmanni einum í sam- bandslögreglunni. Hann var á leið til Blaine flughersstöðvar,- innar í Washington í embættis- bifreið sinni, þegar fljúgandi diskur, um 30 fet í þvermál, geystist niður að bíl hans. Á síðasta augnabliki breytti flug- diskurinn um stefnu nærri þráðbeint upp, og forðaði frá árekstri. Þegar lögreglumaður- inn stökk út úr bílnum, sá hann flugdiskinn hanga í lausu lofti yfir höfði sér. Á næsta andartaki þaut hann upp í ský- in á mikilli fer. Skömmu síðar sást flugdiskurinn — eða annar af líkri gerð — lenda í akri 40 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.