Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 41

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 41
hfimiiis F=y—. ALMENNAR® TRYGGING rlSaBVBBaBlHmS TRYGGINGARf Pósthússtrœti 9, simi 17700 einum nálægt Blaine, þar sem hann bræddi snjóinn og sveið jarðveginn, áður en hann hóf sig aftur á loft. Þegar flug- hersmenn yfirheyrðu lögreglu- manninn, kváðust þeir hafa orðið flugdisksins varir á rat- sjárskermi, þar sem hann kom æðandi á móti bifreið hans. Þessi embættismaður, eins og mörg önnur vitni að líkum fyrirbærum, var varaður við því af yfirboðurum sínum, að láta nafns síns getið í sam- bandi við atburðinn. Þann 27. janúar 1965 sáu tveir N A S A verkfræðingar flugdisk lenda sem snöggvast nálægt Hampton, Virginia. Annað vitnið var John Nayad- ley, ofursti, fyrrverandi þotu- flugmaður í flughernum. Hitt vitnið var A. G. Crimmins, sem sá hina undarlegu vél nálgast jörðina. „Hún flaug sitt á hvað, eins og hún væri að leita eftir lendingarstað,“ sagði Crimm- ins. „Ég horfði á hana í gegn- um 20X50 kíki og sá ljósblossa. Þeir virtust vera á barminu á diski, sem snerist með miklum hraða.“ Áður en nokkur gæti komizt á staðinn, tókst diskurinn á loft aftur og hvarf von bráðar sjónum. Að meiri áherzla er nú lögð ó að elta uppi fljúgandi diska, kom greinilega í ljós í Washing- ton D. C. hinn 11. janúar 1965, þegar flughersþotur eltust við nokkra fljúgandi hluti yfir borginni. Eftirförin var stað- fest af undirhöfuðsmanni í landhernum og hópi samgöngu- málasérfræðinga innan hersins. Ef þotur hefðu verið til stað- er nálægt lendingarstöðum diskanna, hefðu þær getað þyrpzt upp á himinhvolfið og varnað flugdiskunum að kom- ast burt. En skýrslur um fyrri tilraunir til þess að handsama fljúgandi diska gefa til kynna, að slíkt muni reynast erfitt. En hvort sem við náum fljúg- andi diski eða ekki, verður leitinni að hinni hverfulu lausn haldið áfram. Sambandið milli þyngdarafls og segulsviðanna kann að reynast lykillinn að gátunni. Burkhard Heim, forstöðu- maður German Research Insti- tute of Field Physics í Gött- ingen í Þýzkalandi hefur um margra ára skeið leitað að svar- inu við leyndarmáli þyngdar- aflsins. Að lokum gerði Heim það uppskátt, að hann hefði með beinum tilraunum fundið jákvætt spor í átt að andþyngd- araflinu. Uppgötvunin benti til millibilssviðs, sem hvorki væri elektromagnetiskt né háð þyngdarlögmálinu. Heim staðhæfir, að í sam- bandi við geimflug myndi ár- angurinn verða svif í beinni stefnu, breytingar rafmagns í hreyfingarfræðilega orku og ónæmi farþega og byggingu slíkra véla fyrir áhrifum af hraðaaukningu vélarinnar, hve stórkostleg, sem hún er.“ Eftir fyrstu undrunarvið- brögðin athuguðu ýmsir vís- indamenn staðhæfingar Heims. „Aðferð hans brýtur ekki í bága við þekkt náttúrulögmál og hún er í samræmi við kenn- inguna um magn (quantum theory),“ sagði A. R. Weyl í skilgreiningu fyrir brezka tíma- ritið Aeronautics. „Ef Heim hefði á réttu að standa, mundu hinir ótrúlegu eiginleikar, er venjulega eru eignaðir hinum „dularfullu fljúgandi diskum" reynast heilbrigð eðlisfræði og raunhæf verkmenning." Starf Heims að því marki að skapa raunverulegt andþyngd- araflstæki sem notaði „sviðs- myndun“ (field inducers") hef- ur auðsjáanlega verið sett und- ir opinbert, þýzkt eftirlit. Hann hefur neitað að gera uppskátt um lykilinn að formúlu sinni. Uppgötvanir Heims ættu að geta bent til þess að þeir sem fást við rannsóknir á and- þyngdarafli kunni að finna ný vísindaleg lögmál og að starf þeirra geti ógilt gamlar kenn- ingar. Sumir vísindamenn eru þegar farnir að hafa orð á að hin fræga afstæðiskenning Ein- steins kunni að reynast gjör- samlega villandi. Lögmál New- tons hefur einnig orðið fyrir árásum. Samt sem áður notar Robert Forward, þyngdarafls- sérfræðingur Hughes Aircraft Company, Einstein kenninguna til þess að sýna fram á, að mögulegt sé að afnema þyngd- arlögmál jarðarinnar að vissu marki. Það afnám, sem fram- kvæmanlegt væri með nútíma tæknivísindum, væri þó óend- anlega lítið. Forward spáir því, að einhvern tíma, þegar tækni- vísindi okkar hafa tekið mikl- um framförum munum við vera fær um „að skapa tilbúin þyngdarsvið að vild.“ Með sameiginlegum allsherj- arátökum gæti þetta orðið tölu- vert fyrr en að þeim 10 til 20 árum liðnum, sem margir vís- indamenn hafa í huga. En vandamál hefur reynzt að fá nóg af færum vísinda- mönnum til starfa á þessu sviði. Einn vísindamaður segir: „Vis- indamönnum er annt um crð- stír sinn, og margir þeirra líta enn á andþyngdarafl sem hlægilega fjarstæðu. Ef þeim væru allar staðreyndir kunnar myndu þeir vera óðfúsir að leggja fram krafta sína.“ Ótti vísindamanna á að nokkru leyti rót sína að rekja til ritskoðunar flughersins á skýrslum um fljúgandi diska. Ritskoðunarmenn flughersins gera ekki aðeins að leyna stað- reyndum heldur gera þeir lítið úr þeim, sem gefa opinberar yfirlýsingar um óþekkt flug- tæki. Einn sá, sem nýskeð varð fyrir barðinu á ritskoðuninni, er er Dempsey Bruton, yfir- maður við eftirlit gervitungla í Wallops stöð NASA í Virginia. 5. janúar 1965 sá Bruton ókennilegan, kringlóttan hlut, sem flaug með ógnarhraða í átt að stöðinni. Þegar hann hafði flogið yfir stöðina, skauzt hlut- urinn þráðbeint upp í loftið og hvarf sýnum. Með tima- lengdina til hliðsjónar — sex til níu sekúndur — og stefnur og timaákvörðun voru staðfes* af öðrum vitnum, reiknaðist Bruton til, að hraðinn hefði verið „að minnsta kosti 8000 mílur á klst. jafnvel meiri“. Flugherinn lét að því liggja að hann sýndi vankunnáttu, hafnaði skýrslunni og kvað hana ekki sönnun fyrir nein- um tæknilegum yfirburðum vélarinnar. En þrátt fyrir stefnu flug- hersins, er hreyfingin til upp- ljóstrunar leyndarmáls and- þyngdaraflsins komin vel á veg. Hún verður ekki stöðvuð úr þessu. En henni væri hægt að flýta. Við eyðum nú þegar billjónum í geimrannsóknir — kapphlaupið til tunglsins, til Mars. Beizlun þyngdaraflsins gæti flýtt fyrir okkur um mörg ár og sparað okkur óhemju fé. Þar sem yfirráð alheimsins eru í húfi er snöggt allsherjar- átak brýn nauðsyn. Við fram- leiddum kjarnasprengjuna eftir hinni tröllauknu Manhattan áætlun á ótrúlega skömmum tíma. Þörfin, nauðsynin, er jafnvel enn brýnni nú. Flug- herinn ætti að svipta leyndinni af staðreyndum um hina fljúg- andi diska, og afhenda þær vísindamönnunum, almenningi, þinginu. Þegar þjóðin hefur verið leidd í allan sannleika, mun hún styðja — jafnvel krefjast — allsherjarrannsókna á gátunni um þyngdaraflið. Því að þetta er kapphlaup, sem við þorum ekki að tapa. • Kynviliingar Framh. af bls 19. B: Finnst yður þessi tilhneig- ing til sama kyns vera yður til byrði í lífinu? M.: Já, en þó minna síðan ég hætti að vinna hjá öðrum og get ráðið mér sjálfur að öllu leyti. B.: En hvað um framtíðina? M.: í hreinskilni sagt kvíði ég ellinni mjög. Ég óttast, að þá muni ég ekki lengur geta fundið mér félaga og verði mjög einmana. Vegna þessa býst ég við, að ég muni ein- hvern tíma binda trúss við kvenmann. Ég á í áða kunn- ingjakonu, flugfreyju, er verð- ur oftast hrifin af kynvilling- um, eftir því sem hún segir sjálf. En hvort ég kvænist henni, það er allt önnur saga. Líf kynvilltra manna er óeðlilegt samkvæmt siðaskoð- unum okkar, og þeir hljóta því að einangrast að meira eða minna leyti. Þessi einangrun leiðir oft til þess, að aðstaðan gagnvart þjóðfélaginu verður fjandsamleg a. m. k. eða sljó, FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.