Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 43

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 43
telja, að þetta sé óframkvæm- anlegt. Lausn þessa máls er ekki svo einföld, að hægt sé að úti- loka kynvillta menn úr sam- félaginu. Og það hefur heldur ekki reynzt einfalt eða auð- velt að finna leið til þess að hjálpa þeim. Það sýnir saga margra þeirra, sem hafa barizt á móti kynvillunni með öllum ráðum, en beðið lægri hlut. • Marja Markan Framh. af bls. 10. Bel canto söngur er jafnan áreynslulaus „Hvað tekurðu söngnema yngsta í skólann þinn?“ „Sextán ára hefur eiginlega verið aldurslágmarkið nema því aðeins að ég finni, að nem- andinn hafi góða einbeitingar- gáfu, kunni undirstöðuatriði í músík og spili helzt á hljóð- færi. Þá hefur komið fyrir, að ég tæki yngra fólk en það. Meginatriði fyrir bæði unga nemendur og eldri er að reyna ekki um of á röddina, losa sig við spennu og áreynslu og slappa af. í ákafanum við að ná fljótt góðum árangri hættir þeim til að herða alla vöðva og stífna upp, en þá verður tónninn klemmdur og litlaus. Það er því miður útbreiddur misskilningur hér á landi, að það sé aðdáunarvert að reyna mikið á sig í söng. Kunningja- kona mín ein var að lýsa ó- nefndum íslenzkum söngvara fyrir mér og sagði með hrifn- ingu: ,Já, hann var nú alveg stórkostlegur — hann tók svo mikið á, að hann tútnaði allur út og varð eldrauður í framan.' Þessi innstilling er ekki bein- línis heppileg fyrir bel canto söngvara, því að aðal bel canto skólans er einmitt að geta sung- ið áreynslulaust jafnvel há- dramatísk verk.“ „Ertu nokkuð að undirbúa nýja nemendatónleika?“ „Nei, það vil ég ekki gera að svo stöddu, því að ég lærði af seinustu tónleikunum, að það væri of mikið átak fyrir ó- reynda nemendur að syngja fyrir fullt hús af fólki og gagn- rýnendur. Margir af þeim sem ALMENNAR<1 TRYGGINGAR" Pósthússlrœti 9, sími 17700 þá komu fram eru enn hjá mér og hafa bætt svo miklu við sig, að þeir gætu gert margfalt bet- ur núna, en ég vil heldur und- irbúa þá í kyrrþey þangað til þeir eru orðnir færir um að grípa tækifærin þegar þau gef- ast.“ Einbeitingargáfan þýðingarmest allra eiginleika „Hvað álíturðu þýðingar- mestu eiginleika sem söngvari þarf að hafa?“ „Fyrst af öllu held ég, að ég myndi nefna einbeitingargáf- una, því að án hennar kemst nemandinn aldrei langt. Hann þarf að hafa staðfestu og þolin- mæði, heimta mikið af sjálf- um sér og gefast aldrei upp. Góð heyrn er mikilvægt atriði og tilfinning fyrir rýtma. Helzt þarf hann að kunna að spila á hljóðfæri, og eins og ég sagði áðan er almenn músíkmenntun mikil nauðsyn." „Þú minnist ekkert á sjálfa röddina?" „Röddina, já. Það er of mikið talað um, að þessi eða hinn hafi góða rödd, en of lítið um, að hann sé góður söngvari. Radd- ir geta gerbreytzt með þjálfun, stækkað, sviðið, víkkað tónn- inn orðið fyllri — það er ekki nóg að hafa stóra náttúrurödd; söngvarinn verður líka að geta sent hana frá sér, og til þess þarf kunnáttu og tækni sem fæst ekki nema með langri þjálfun. Stundum hef ég náð betri árangri með þá sem hafa komið til mín með minni radd- ir en meiri einbeitingargáfu, en þegar þetta hvort tveggja fylgist að fær maður það sér- staka — afburðasöngvarann." Langur biðlisti „Hvernig finnst þér nemend- unum ganga að tileinka sér að- ferðina sem þú kennir?“ „Það gengur náttúrlega mis- fljótt og misvel eftir hæfileik- um hvers og eins. En ég hef óbifanlega trú á þessari aðferð og veit af eigin reynslu og ann- arra, að hún verkar. Ég er ald- rei hrædd við að geta ekki sann- að fyrir nemendum mínum það sem ég er að útskýra — og á- rangurinn er líka eini mæli- kvarðinn á gildi hverra'r að- ferðar.“ „Hvað hefurðu haft marga nemendur í skólanum?" „Það eru nokkrir tugir á þessum fimm árum síðan ég fór að kenna í Reykjavík. Ég kenni eins mörgum og mér finnst ég komast yfir með hægu móti, en aðsóknarinnar vegna gæti ég haft fleiri . . . þegar komin voru þrjátíu nöfn á bið- listann hætti ég alveg að skrifa niður!“ ★ ★ • Vincenzo Demetz Framh. af bls. 13. leika þeirra. Þetta eru að vísu algengir gallar á fólki, en söngvarar hafa þá í ríkara mæli en aðrir menn. Það get- ur tekið langan tíma að kynn- ast nýjum nemanda, en það er þýðingarmikið, að hann skilji mig og ég hann. Er hann of hlédrægur, þarf að hvetja hann, eða er hann of fljótfær, og þarf ég að halda aftur af honum? Hvað þarf ég að gefa honum? Hvað hefur hann frá náttúrunnar hendi? Því má aldrei hrófla við — það sem er fullkomið frá náttúrunnar hendi má aldrei snerta, hversu lítið sem það kann að vera, heldur verður maður að nota það sem grundvöll og byggja ofan á það, bæta við hér og draga frá þar, en hafa alltaf meðfædda eiginleika að leiðar- Ijósi við kennsluna. Það er ekki hægt að gera banana úr kartöflu, maður verður að leita að þessum miðpunkti hjá hverj- um nemanda þangað til maður finnur hann, og þá fyrst er maður öruggur. Vissar megin- reglur eiga við alla, en það er nauðsynlegt að hafa sveigju. Ég tek hvern nemanda sem ein- stakling ólíkan öllum öðrum og reyni að finna þá aðferð sem honum hæfir bezt. Ég hvet hann til sjálfsgagnrýni — hann þarf að læra að hugsa sjálf- stætt, finna sjálfur hvað þarfn- ast lagfæringar, hlusta hlut- laust á sína eigin rödd.“ Heimur söngvarans er sérstakt fyrirbrigði Hann baðar út höndunum og er næstum farinn að hrópa í ákefð sinni. Svo brosir hann skyndilega og róast. „Heimur söngvarans er sérstakt fyrir- brigði,“ segir hann og hallar sér aftur í stólnum. „Við erum fullir af tilfinningum, uppi í skýjunum eina stundina og niðri í dalnum þá næstu. En það er líka ómögulegt að syngja án tilfinningahita, maður verð- ur að gefa sig allan án þess að halda neinu til baka. Mér þyk- ir vænt um nemendurna mína, ég lifi mig inn í erfiðleika þeirra og sigra, og þegar þeim gengur vel gleðst ég eins og barn. Erfiðleikarnir gleymast fljótt — það eina sem máli skiptir er árangurinn.“ ★ ★ HAIlilW nVuit IJT ArshAtíðir brCðkaupsveizlur FERMINGARVEIZLUR TJARIMARBIJÐ SÍMI ODDFELI.OVVHUSINU SÍMI 19000 19100 SÍÐDEGISDRVKKJUR FUNDARHÖLD Fftl.AGSSK EMMTANIR FÁLKINN 43

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.