Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 47
Búöijtgui'inn Framh. af bls. 45. — Vegna þess, sagði Michael óðamála, — að þér hafið látið Bridget hafa hann. Og það er þess vegna ... en ég skil ekki vel. .. ég á við. . . Heyrðu mig nú, hvað var það eiginlega, sem gerðist? Poirot brosti til hans. — Komið með mér inn í bókastofuna, sagði hann, — og lítið út um gluggann, þá skal ég sýna ykkur nokkuð, sem ef til vill mun bregða ljósi yfir ráðgátuna. Hann gekk á undan, og hin fylgdu honum eftir. — Litið sem snöggvast aftur á morðstaðinn, sagði hann og benti út um gluggann. Allir viðstaddir gripu and- ann á lofti í einu. Það lá ekk- ert lík í snjónum, þar sáust engin önnur merki um sorgar- leikinn en traðkaður snjór. — Var þetta allt saman draumur? spurði Colin skelk- aður. — Ég ... hefur einhver fjarlægt hana? — Aha! sagði Poirot — Ráð- gátan um hið horfna lík, ha? Hann kinkaði kolli hægt nokkr- um sinnum, og það var kímni- glampi í augum hans. — Monsieur Poirot, þér er- uð... þér hafið ekki, hæ þið, hann hefur verið að gabba okk- ur allan tímann! Augu Poirot glömpuðu enn meira. — Það er satt barnið mitt, ég setti líka ofurlítinn jólaleik á svið. Ég vissi um samsærið ykkar, og svo útbjó ég mitt eigið mótsamsæri. Aha, þarna er Mademoiselle Bridget. Yður hefur ekki orðið meint af dvöl yðar í snjónum, vona ég? Bridget hafði komið inn í stofuna í þessu. Hún var klædd þykku pilsi og ullarpeysu. Hún hló glaðlega — Það amar ekk- ert að mér, Monsieur Poirot, tókst mér sæmilega upp? Mig verkjar enn í handlegginn eftir bindið, sem ég varð að vefja svo fast um hann. — Þér voruð afbragð, vma mín, sagði Poirot. — En nú skulum við gefa hinum hlut- deild í leyndarmálinu, Jæja, í gærkvöldi fór ég á fund Made- moiselle Bridget. Ég sagði henni, að mér væri kunnugt um fyrirætlun ykkar og spurði hana, hvort hún vildi vera mér hjálpleg við að leika dá- lítið hlutverk. Og hún leysti það af hendi með sóma. Hún bjó sporin til með skóm Lee- Wortleys. FALKI NN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.