Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 47

Fálkinn - 04.04.1966, Side 47
• Biíðíitgurinn Framh. af bls. 45. — Vegna þess, sagði Michael óðamála, — að þér hafið látið Bridget hafa hann. Og það er þess vegna... en ég skil ekki vel. . . ég á við . . . Heyrðu mig nú, hvað var það eiginlega, sem gerðist? Poirot brosti til hans. — Komið með mér inn í bókastofuna, sagði hann, — og lítið út um gluggann, þá skal ég sýna ykkur nokkuð, sem ef til vill mun bregða ljósi yfir ráðgátuna. Hann gekk á undan, og hin fylgdu honum eftir. — Lítið sem snöggvast aftur á morðstaðinn, sagði hann og benti út um gluggann. Allir viðstaddir gripu and- ann á lofti í einu. Það lá ekk- ert lík í snjónum, þar sóust engin önnur merki um sorgar- leikinn en traðkaður snjór. — Var þetta allt saman draumur? spurði Colin skelk- aður. — Ég ... hefur einhver fjarlægt hana? — Aha! sagði Poirot — Ráð- gátan um hið horfna lík, ha? Hann kinkaði kolli hægt nokkr- um sinnum, og það var kímni- glampi í augum hans. — Monsieur Poirot, þér er- uð ... þér hafið ekki, hæ þið, hann hefur verið að gabba okk- ur allan tímann! Augu Poirot glömpuðu enn meira. — Það er satt barnið mitt, ég setti líka ofurlítinn jólaleik á svið. Ég vissi um samsærið ykkar, og svo útbjó ég mitt eigið mótsamsæri. Aha, þarna er Mademoiselle Bridget. Yður hefur ekki orðið meint af dvöi yðar í snjónum, vona ég? Bridget hafði komið inn í stofuna í þessu. Hún var klædd þykku pilsi og ullarpeysu. Hún hló glaðiega — Það amar ekk- ert að mér, Monsieur Poirot, tókst mér sæmilega upp? Mig verkjar enn í handlegginn eftir bindið, sem ég varð að vefja svo fast um hann. — Þér voruð afbragð, vma mín, sagði Poirot. — En nú skulum við gefa hinum hlut- deild í leyndarmálinu. Jæja, í gærkvöldi fór ég á fund Made- moiselle Bridget. Ég sagði henni, að mér væri kunnugt um fyrirætlun ykkar og spurði hana, hvort hún vildi vera mér hjálpleg við að leika dá- lítið hlutverk. Og hún leysti það af hendi með sóma. Hún bjó sporin til með skóm Lee- Wortleys. FALKINN 47

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.