Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Page 48

Fálkinn - 04.04.1966, Page 48
(tLÆSILEGT leikfang CHEVROLET TRÉBÍLL Sara tók fram í fyrir honum, óþolinmóð: — En hvað á þetta allt að þýða, Monsieur Poirot? Hvað á það að þýða að senda Desmond eftir lögreglunni? Þeir verða æfir, þegar þeir uppgötva, að þetta var aðeins spaug. Poirot hristi höfuðið vin- gjarnlega. — En mér hefur ekki eitt andartak komið til hugar, að Lee-Wortley hafi farið til að sækja lögregluna, Mademoi- selle, sagði hann. — Morð er nokkuð, sem Lee-Wortley vill ekki láta bendla sig við. Það kom á hann óðagot. Hann sá sér leik á borði að ná rúbín- steininum. Hann hrifsaði hann til sín, lét sem síminn væri í ólagi og rauk af stað í bílnum sínum undir því yfirskini, að hann ætlaði að sækja lögregl- una. Ég hef grun um, að þér munið ekki sjá mikið af hon- um í bili. Að því er mér skilst hefur hann sínar eigin aðferð- ir við að komast út úr Eng- landi. Hann á einkaflugvél, er það ekki, Mademoiselle? Sara kinkaði kolli Iú, saeði hún. — Við ætluðum 48 FÁLKINN kannski... Hún þagnaði snögg- lega. — Hann vildi fá yður til að strjúka með sér í flugvélinni, var það ekki? Það er ágæt að- ferð til að smygla gimsteini út úr landinu. Þegar maður strýk- ur með fallegri stúlku og það kemst upp, mun engum detta í hug að gruna hann einnig um smygl á sögufrægum gimsteini. Jú, mikil ósköp, það var fyrir- taks feluleikur. — Ég trúi því ekki, sagði Sara. — Ég trúi ekki einu orði af þessu. — Spyrjið þá systur hans, sagði Poirot og kinkaði kolli í áttina til einhvers fyrir aftan hana. Sara sneri sér skjótt við. Ung stúlka stóð í dyragætt- inni. Augu hennar skutu gneist- um af bræði. — Systir! sagði hún og hló þyrrkingslegum hlátri. — Þessi þorpari er ekki frekar bróðir minn en karlinn í tunglinu! Svo hann er stung- inn af, já, og lætur mig eina eftir? Það var hans hugmynd, allt saman. Það var hann, sem taldi mig á að gera það! Sagði að fyrirætlunin væri pottþétt og að þeir mundu aldrei tilkynna þjófnaðinn vegna hneykslisins. Ég gæti alltaf hótað því að segja, að Ali hefði gefið mér þennan rúbín sinn. Við Des áttum að skipta á milli okkar hagnaðinum í París — og nú er hann á bak og burt. — Hér fyrir utan bíður bíll eftir að fá að flytja yður á lögreglustöðina, Mademoiselle, sagði Poirot rólega. En Poirot átti ekki að sleppa svo auðveldlega. Þegar hann kom aftur inn í borðstofuna, eftir að hafa fylgt hinni fölsku ungfrú Lee-Worffiey út í bílinn, stóð Colin þar og beið hans. Hann hnyklaði brýrnar ein- beittur. — Segið mér, Monsieur Poirot, hvað varð um rúbíninn? Er það ætlun yðar að láta Des- mond komast undan með hann? — Eigum við að leika síð- asta töfrabragðið, Mademoi- selle Bridget, sagði Poirot. — Leitið í vinstri jakkavasa mín- um. Bridget stakk hendinni niður í vasa hans. Hún dró hana upp aftur með háværu sigurópi og hélt á lofti stórum rúbínsteini, sem ljómaði og tindraði í sól- skininu. — Nú skiljið þér, sagði Poi- rot til skýringar, — að það, sem þér hélduð á í hendinni, var aðeins eftirlíking. Ég hafði hana með mér frá London, ef ske kynni, að mér gæfist tæki- færi til þess að skipta .á þeim. Monsieur Desmond mun reyna að selja rúbíninn viðskiptasam- böndum sínum í Paris, og þá kemur í ljós, áð hann er svik- inn. Allt fer á bezta veg. Hneykslinu er afstýrt, skjól- stæðingur minn fær rúbíninn aftur. Sem sagt, allt fer vel að lokum. — En heyrið mig, Monsieur Poirot, sagði Colin og hleypti aftur brúnum. — Hvernig viss-. uð þér eiginlega um sjónleik- inn, sem við ætluðum að leika fyrir yður. Það er mitt starf að vita hluti, svaraði Hercule Poirot. — Var einhver sem sagði frá? — Nei, alls ekki. — Segið okkur það þá, Mon- sieur Poirot! Verið nú vænn. — Jæja, sjáið þið til, í fyrra- dag, eftir tedrykkjuna sat ég við gluggann í bókasafninu og hvíldi mig. Mér varð á að Framh. á bls. 50.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.