Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 50

Fálkinn - 04.04.1966, Side 50
&i^miaetye\n4ut! HAGTRYGGING býður góiuiii ökumönnum hagkvæmustu kjörin Æfðir og gætnir ökumenn tryggja hjá HAGTRYGGING HF. Iðgjöld flokkuð eftir ökuhæfni Einnig bjóðum við yðnr eltirtaldar tryggingar: BRUNATRYGGINGAR GLERTRYGGINGAR HEIMILISTRYGGINGAR INNBÚSTRYGGINGAR VATNSSKAÐATRYGGINGAR Hagtryggings(í \ AðalsJcrifstofa - Bolholti k ■ Reykjavík - Sími 3-85-80 (3línur) ^HL I* Uí • Búðingurinn Framh. aí bls. 48. blunda, og þegar ég vaknaði aftur, voruð þið að ræða fyrir- 50 FÁLKINN ætlun ykkar rétt fyrir utan gluggann, sem var hálfopinn. — Var það allt? hrópaði Colin. —- Mjög svo einfalt! — Já, var það ekki? sagði Poirot og brosti. — Jæja þá, sagði Miehael, — þá vitum við þó loksins allt. — Gerum við það? tautaði Poirot við sjálfan sig. — Ég geri það ekki, ég, sem lít á það sem skyldu mína að vita allt. Hann gekk fram í forsalinn og hristi um leið höfuðið hægt. Líklega í tuttugasta skipti dró hann upp úr vasa sínum þvæld- an pappírsmiða. „Borðið ekki af plómubúðingnum. Sá, sem vill yður vel.“ Poirot hristi aftur höfuðið. Hann, sem gat ráðið allar gát- ur, gat enga skýringu fundið á þessu. Allt í einu var hann vakinn upp af hugleiðingum sínum af undarlegu, hálfkæfðu hljóði. Hann leit í skyndi niður fyrir sig. Á gólfinu lá stúlku- tetur á hnjánum, sópandi í óða- önn með fægikúst og skúffu og klædd rósóttri svuntu. Hún starði á bréfið í höndum hans, stórum, óttaslegnum augum. — Ó, sir, sagði hún með and- köfum. — Ó, sir, verið nú vænn, sir. , — Og hver ert þú, barnið gott? spurði Poirot vingjarn- lega. — Annie Bater, sir. Ég kem hingað til þess að hjálpa frú Ross. Ég meinti ekkert illt með þessu, sir. Ég . .. ég gerði það aðeins sem greiða við yður, sir. Ljós rann upp fyrir Poirot. Hann hélt þvældum bréfmið- anum á lofti. — Varst það þú, sem skrifaðir þetta, Annie? — Ég meinti ekkert illt með því, sir. Það sver ég. — Nei, auðvitað ekki, Annie. Hann brosti til hennar. — En segðu mér nú frá því. Hvers vegna skrifaðir þú það? — Jæja, það voru þessi skötuhjú, sir. Lee-Wortley og systir hans. Þótt ég tryði því nú reyndar aldrei, að hún væri systir hans. Því trúði ekkert okkar. Og hún var ekki hætis hót veik. Það gat hver maður séð. Okkur fannst öllum, að þar gæti ekki verið hreint mjöl í pokanum. Ég skal segja yður eins og var, sir. Ég var í bað- herberginu hennar og var að hengja upp hrein handklæði, og ég hlustaði við dyrnar. Hann var inni hjá henni og ég gat heyrt hvert orð. „Þessi leynilögreglumaður," sagði hann, „þessi náungi, Poi- rot, sem kemur hingað. Við verðum að gera eitthvað í þvj. Við verðum að losa okkur við hann eins fljótt og mögulegt er.“ Og svo bætti hann við með þannig málróm, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds: „Hvar léztu það?“ Og hún svaraði: „í búðinginn.“ Æ, sir, og þá var það, sem mér datt í hug að skrifa að- vörun til yðar. Og það gerði ég svo og lagði hana við höfða- lagið yðar, þar sem þér mynduð finna hana, þegar þér færuð að sofa. Poirot horfði á hana stundar- korn alvarlegur í bragði. — Þú sérð of margar saka- málamyndir, Annie, sagði hann

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.