Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 54

Fálkinn - 04.04.1966, Side 54
PÁSKAEGG PÁSKAEGG PÁSKAEGG Egojakaka búin til. Páskaegg hafa frá fornu fari, bæði af Egyptum og Rómverjum, verið notuð til að fagna komu vorsins, jafnt í hina ýmsu rétti og sem borð- skraut. Siður þessi var seinna meir viðurkenndur af þeim kristnu þegar þeir fögnuðu upprisunni. Það hefur því verið siður að skreyta páska- borðið með gáska. Það er úr nógu að velja, gulir túlipanar og krók- usar, kjúklingar. máluð litskrúðug páskaegg og lítil hvít páskalömb. Allt sem vekur fögnuð hjá ungum sem öldnum. Þar sem þið notið mikið af eggj- um rétt fyrir páskana, er sjálfsagt að geyma skurnið og nota það til að skreyta borðið. Takið himnuna innan úr skurninu meðan hún er enn blaut og geymið þau svo, þar til þau eru orðin nógu mörg. Leggið þau síðan í volgt vatn, sem litað hefur verið með ávaxtalit, þá dregur hið þurra skurn litinn í sig. Hægt er að fá hvaða lit sem er svo er gott að líma lítinn gardínu- hring á skurnið, svo að það geti stað- ið á borðinu. í skurnið getur verið fallegt að stinga dúnmjúkum bóm- ullarunga eða gróðursetja í það blómstrandi vetrargosa eða önnur smáblóm. Eggjaréttir Stór skál með venjulegum soðn- um eggjum, helzt lituðum, skipar heiðurssess á páskaborðinu. En það er líka skemmtilegt að bera fram margvíslega eggjarétti, og hér fáið þið uppskriftir að nokkrum. Eggjaköku eða omelettu er auðvelt að búa til, er ljúffeng að borða og svo er hægt að breyta henni á ýmsa vegu, þar eð fyllingarnar geta verið svo ólíkar. Svo veitir eggjakaka okkur ágætt tækifæri til að færa okkur í nyt alla afganga á góðan og hollan hátt. Búið aldrei til eggjaköku úr fleirum en 3—4 eggj- um í einu, það er mun auðveldara að útbúa 2 minni eggjakökur en 1 stóra. Notið um 1 msk. af smjöri í 3—4 egg. Pannan þarf að vera þykk smjörið látið á hana, og þegar það er bráðið (á að hylja alla pönnuna) og farið að hitna dálítið er eggja- hræran, sem þeytt hefur verið lítil- lega sundur með ögn af salti og pipar, hellt á pönnuna. Eggin látin stífna augnablik áður en farið er að stinga í eggjakökuna gaffli og pannan jafnframt hrist dálítið, svo að eggjakakan festist ekki við. Þegar eggjakakan er hlaupin er hún brotin í þrennt, látin bíða augnablik á pönnunni, sem ekki má standa á heitri hellunni. Rennt yfir á heitt fat og er fallegt að smyrja eggja- kökuna með bræddu smjöri, þá gljá- ir hún betur. f ostaeggjaköku er rifnum osti um 2 msk. blandað saman við eggja- hræruna áður en hún er steikt. í sveppalauk eða skinkucmelettu er smjörsteiktum sveppum eða lauk eða þá steiktum bitum dreift yfir eggjakökuna, rétt áður en hún er brotin saman. Eggjakökur eru einnig góðar með alls konar jafningum, eins og t. d. sveppaj afningi, grænmetis j af ningi, rækjujafningi, kjötjafningi og svo mætti lengi telja. Þá er eggjakakan fullsteikt helmingnum rennt yfir á heitt fat, heitum jafningnum hellt yfir og eggjakakan brotin yfir. Borið strax fram. Bóndaeggjakaka 5 egg 5 msk. rjómi nál. 200 g soðnar kartöflur 2- 3 msk. saxaður laukur 3- 4 vínarpylsur eða annar reyktur kjöt- afgangur 50 g smjör Tómatar, graslaukur. Kartöflur og pylsur skornar í sneiðar, steikt lauslega í smjörinu á pönnunni ásamt laúknum. Eggin 54 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.