Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 2
CRCTTISOHRH í RÖGGVATEPPIÐ RÖGGVAHNÝTING TÖMSTUNDAIÐJA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Loksins getið þér fengið keypt efni í íslenzkt röggvateppi (ryateppi). 100% íslenzkt ullar garn (Grettisgarn), botn 75x140 cm, munstur, nálar og trélisti, allt í einum poka MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Sölustaðir: Gefjun-lðunn Kirkjustræti SlS Austurstræti og kaupfélögin. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI Blaðamannskonan var úti að ganga með lítilli dóttur sinni. Þá sjá þær manninn hennar á gangstéttinni hin- um megin við götuna, og litla telpan bendir og segir: — Mamma, þarna er mað- urinn, sem sefur á sófanum heima á hverjum sunnudegi. —v— Gvendur á Langsíðu hef- ur varpað akkerum í friðarhöfn hjónabandsins, og nokkrum vikum síðar fæðir konan honum myndarlegt sveinbarn. Nokkrum dögum síðar hittir presturinn hann á förnum vegi og segir: — Ég heyri sagt, að þú hafir eignazt barn, Guð- mundur. Var það ekki í fyrsta lagi? — O, seisei nei. Strákur- inn er stór og digur og alveg fullburða. — Þér dansið ágætlega, ungfrú Klængs. — Því miður get ég ekki sagt það sama um yður. — Jú, það gætuð þér, ef þér væruð jafnleikin í að ljúga og ég er. —v— — Þú verður að afsaka, góði vinur. Ég kyssti konuna þína í misgripum í myrkrinu í gærkvöldi. — Æ, minnstu ekki á það. Mér varð það sama á núna fyrir skömmu. —v— Gústi á Leirubakka og ná- granni hans eru að tala um gin- og klaufaveikina og Gústi segir: — Þessi gin- og klaufaveiki getur nú ekki verið eins slæm og þeir segja í blöðunum. Að minnsta kosti var það ekki í mínu ungdæmi. Þá var ég alltaf með gin- og klaufaveiki á hverjum sunnudagsmorgni eftir skröllin á laugardags- kvöldunum. — Við vitum öll, að jörð- in er hnöttótt, sagði kenn- arinn. — Heyrðu Lárus, mundir þú geta gengið kring um hnöttinn? — Nei, ómögulega. Ég snerist um öklann fyrir hálf- um mánuði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.