Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 7
Þegar Komintern gaf línuna hér á árunum um auðvald og öreiga, hlýddu þeir Brynjólfur og Einar og töluðu um íslenzka auðvaldið. Það ber vott um skort á kímnigáfu hér á landi, að þessi Komintern-lína skyldi ekki vera hlegin í hel, þegar hún Íkom fram í kringum 1930. Hefði verið um eitthvert auðvald að ræða, hefði komið til blóðugra átaka á íslandi á fyrstu ár- 'um verkalýðshreyfingarinnar, vegna þess að raunverulegt auðvald er alveg eins hart í horn að taka og vel skipulögð verkalýðshreyfing. Þetta kom bezt í ljós í löndum þar sem auðvald var fyrir hendi. Fátæk þjóð eins og íslendingar sem þurfti allt að byggja, gat að vísu maldað í móinn, en henni lá allt of mikið á virkri verkalýðshreyfingu til að í þeirri andstöðu væri nokkur alvara. Alvaran færðist þá fyrst í leik- inn, þegar kommúnistar höfðu talið nokkrum fisksölum og smá- kaupmönnum trú um, að þeir væru hið íslenzka auðvald. Þann- ig voru deilurnar búnar til af aðilum, sem með aðfenginni hugmyndafræði sinni, bjuggu til eins konar auðvaldsþjóð- félag í vatnsglasi. Gegn lýðræðinu VEGNA þess að verkalýðshreyfingin á íslandi hefur þurft mörgu að sinna á undanförnum áratugum, hefur henni ekki gefizt tími til að hristá af sér þá aðila, sem í gegnum hana vilja halda -við ákveðnu ástandi í landinu með afnám núverandi stjórnskipulags að markmiði. Auðvaldsskipulagið, sem kommúnistar bjuggu til hér á landi að skipan Komintern, er enn sú vindmylla, sem kommúnistar telja mönnum trú um, að þeir þurfi að sigrast á. Það liggur svo í augum uppi, að þarna fer saman kenning Komintern um lýðræðisskipulag á vesturlöndum og sjónarmið kommúnista að endanlegur sigur sé unninn, þegar lýðræðisskipulagið sé komið í rúst og rauða ákipulagið tekið við. Krafan um það að fjöldasafntök eins og verlcalýðshreyfingin beiti gífurlegu afli sínu skynsamlega, hefur í munni kommúnista fengið nafnið auðvaldsáróður. Ííugmyndafræði þeirra gerir aðeins ráð fyrir hinni endanlegu lausn, afnámi ríkjandi stjórnskipulags, og með þá lausn í huga hafa þeir lagt kapp á að beita verkalýðshreyfingunni eins og Ijá á efnahagslífið. Þeir hafa nú uppskorið það eitt, áð framvegis verður hver íslenzk stjórn að sitja í sátt við álþjóðlegar peningastofnanir, annars er henni ekki sætt. SVART HÖFÐI SEGIR Hin nyja stétt ÞRÁTT fyrir moldvörpustarfsemina innan verkalýðshreyf- ingarinnar hefur í sátt og samlyndi tekizt að veita verka- lýðnum vaxandi hlutdeild í þjóðartekjunum. Fólkið, sem fer í kröfugöngurnar hér í Reykjavík 1. maí ár hvert, hefði hin síðari ár getað farið í þessa „göngu“ í einkabifreiðum sínum. Sumir eiga jafnvel dýrar tegundir bíla allt upp í Lincoln og Kaddilakk. Þetta er ánægjulegur vottur um velmegun. Stétt sem hóf baráttu sína á sauðskinnsskóm er orðni ný stétt, sem lifir betur en „auðvaldið“ sem Einar og Brynjólfur fundu hér á sínum tíma. Jafnvel samningarnir, sem þessi stétt er að gera ár hvert segja ekkert til um þau laun, sem nú eru í boði. Þau „auðvalds“ einkenni eru orðin á verkalýðsstéttinni, að hún lifir tíma framboðs og eftirspurnar. Á þessu vori eru verka- mönnum boðnar hundrað krónur á tímann og allt frítt, vinni þeir utanbæjar. Stórframkvæmdir í Hvalfirði, framleiðslan á Austurlandi, Straumsvíkin og Búrfell kalla á mikið fleiri verkamenn, en hér eru fyrir hendi. Tímakaupið er orðið aukaatriði. Það skiptir mestu máli að maðurinn fáist. Væntan- lega á eftir að bjóða hærra í verkamenn á þessu sumri en svarar hundrað krónum á tímann. Kannski fer kaupið innan tíðar upp í hundrað og fimmtíu krónur. Á meðan þessu fer fram heldur skrípaleikurinn áfram milli kommúnista og stjórn- arvaldanna. Nýir samningar standa yfir þegar þetta er skrif- að. Þar fer allt eftir þeim settu reglum og þeirri línu, sem Komintern gaf fyrir nær fjórum áratugum. í þessum samning- um eigast við öreigar og auðvald. Þannig hefur það alltaf verið í öllum samningum. Öreigarnir koma á bílum sínum til fundar, en auðvaldið gengur, af því að það er hrætt um hjart- að í sér, og svo verður pexað um kaup, sem enginn borgar lengur nema bær og ríki. Þetta er sjónarspil, sem furðufugl- arnir í pólitíkinni verða að hafa til að heita menn. Og það er gott dæmi um gáfnafar þeirra, að þeir skuli halda þessum leik áfram löngu eftir að öreiginn er kominn í bíl. Komintern- línan átti að eyðileggja lýðræðið. Almenningur skildi ekki þessa línu. Hins vegar sneri fátæk þjóð sér að því að koma þegjandi og hljóðalaust á hjá sér jafnræði stéttanna. Slíkt jafnræði er enn á byltingarstiginu í Rússlandi. JiaÖ er stór hópur manna sem vill fróSleik um vísindi og al- menn mál frarn settan í alþýö- legu formi, en gallinn er bara sá frá sjónarmiði blaðamanns- fns aö sá liópur er seinn að taka við sér og fara að haupa blöð. Hugsandi fólk hleypur víst ékki upp til lianda og fóta. 4-nnars þakkar Fálkinn þetta bréf þaö væri gaman að vita hvort fleiri vildu taka í sama streng og H. G.. H/leA fisk tiB Keflavíkur Góði Fálki! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég er í smávandræð- um og langar til að biðja Þig að hjálpa mér. Svoleiðis er að mig hefði langað til að fara á Þjóðhátíðina í Vestmanna- eyjum nú í sumar til að rifja upp gömul kynni. Það var ein- mitt þar sem ég kynntist kon- unni minni fyrir nokkrum ár- um. Auðvitað vil ég hafa hana með en hún er ófáanleg, segir að þar sé bara sukk og svall. Hvað á ég að gera til að fá hana til að koma? Svar: Skildu hana bara eftir. Að fara með kvenmann á Þjóð- hátiðina l Vestmannaeyjum er eins og að hafa með sér fislc til Keflavíkur á vertíðinni. Bréfaskipti Þrír ungir menn, sem þrátt fyrir víxlspor hins seinheppna, hafa bjargfasta trú á fögru mannlífi, og þá ekki sízt kynn- um við heillandi konur, óska eftir bréfaskiptum við stúlk- ur á aldrinum 18 tH 28 ára. Litla-Hrauni, Arnesáýslu. Reynir Steindórsson Emil Asgeirsson Jens Sncebjörnsson. PÖST HÖLF 14.11 FÁLKINN 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.