Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 8
Margrét prinsessa og Snowdon lá ur gengu í salinn ... ÖSKUBUSKA í ÓMEGIN Thomas Jackson Cole er sendisveinn í New York og nú á dögunum, þegar Margrét Bretaprinsessa var þar á ferS, lenti hann í eins konar öskuhuskuævin- týri, þó úrslitin yrðu ekki beinlínis í samræmi þar við. Honum barst í hend- ur boðskort á hátíðlegan dansleik, sem halda átti prinsessunni til heiðurs. Að vísu var hér um mistök að ræða, því boðskortið var stílað á einhverja frú Stritch, en með því að Tommy hafði lengi verið einlægur aðdáandi prinsess- unnar ákvað hann að nota það sjálfur. Hann ætlaði að fjarlægja nafn frúarinn- ar af kortinu og setja sitt í staðinn, en þegar hann var í þann veginn að hefj- ast handa fékk hann bakþanka og hans betri maðúr fór með sigur af hólmi- Hann gekk'á fund frúarinnar og létti á hjarta sínu um leið og . hann skilaði kortinu. Hann trúði henni m. a. fyrir því að hánn hefði verið þúinn að galla sig upp fyrir samkvæmið og það hefði ekki kostað svo lítinn skilding fyrir hann fátækan búðarsendil. Frúin sagði prinsessunni söguna og hún ákvað að senda Tommy alvöruboðskort. Nú hefði maður haldið að allt gengi að óskum þar eftir. En endir sögunnar er dálítið grátbroslegur. Tommy fór í.sitt fínasta púss og mætti á staðnum með fína fólk- Thomas Cole sendisveinn leið í ómegin. inu. Svo kom að því að prinsessan og maður hennar, Snowdon lávarðúr, gengu í salinn og tóku til við að heilsa upp á gestina. Þegar kom að Tommy, tók Margrét í höndina á honum og á- varpaði hann kumpánlega, kallaði hann meira að segja Tommy. Þá leið yfir söguhetjuna okkar og það varð að bera hann út í bíl. Þegar hann raknaði úr rotinu, gekk hann um eins og í leiðslu og endurtók í sífellu: „Hún kallaði mig Tonr.my ...“ DATT 15 METRA Fæstir gætu sagt frá hvernig þeim hafi liðið í fimmtán metra falli út um glugga, ég tala nú ekki um, ef þeir hefðu komið niður á höfuðið. En strákurinn á myndinni, sem er svissneskur og aðeins hálfs annars árs gæti sem hægast sagt mönn- um ýmislegt um það, ef hann væri dálítið eldri. Hann datt sem sé út um gluggann, sem merktur er á mynd- inni og kom niður á höfuðið í húsagarðin- um. Hann reis strax upp á hnén eftir fallið og háöskraði, þegar móðir hans kom aðvíf- andi. Hann var fluttur á sjúkrahús og lækn- unum til hinnar mestu furðu kom í ljós að hann hafði ekki feng- ið á sig skrámu, eða beðið á nokkurn hátt tjón af fallinu. * 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.