Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 10
Þau eru systkin — en þau elskast eins og maður og kona. Þau eiga saman barn. Sak- laus urðu þau sek. Nú geta þau aðeins hitzt með leynd. Lögin segja: Enginn veit, hvort Per Krister Hög- ström hittir systur sína enn með leynd. En í kaupstaðnum Gávle í Sviþjóð vita allir að Ulla-Britt og Per Krister vona að eftir tvö ár geti hann fengið her- bergi í íbúð Ullu-Britt: Þá getum við búið saman ásamt syni okkar — eins og fjölskylda. Eins og fjölskylda. En þau verða aldrei fjölskylda. Því að Per Krister og Ulla-Britt eiga sameiginlega foreldra —• þau eru systkin. .,Ég sver, að ég vissi það ekki. En nú er ekkert hægt að gera. Ég elska Ullu-Britt, og hún elskar mig.“ Saga þessara systkina er einkennileg. í Svíþjóð eru hundruð bæja og þorpa. Per Krister átti heima í Stokkhólmi og stundaði atvinnu sína þar. Einn góðan veðurdag — árið 1963 — langaði hann að skipta um starf. í dagblöðunum sá hann auglýsingu frá efnaverksmiðju í Gávle, sem er í um það bil 200 kíló- metra fjarlægð frá Stokkhólmi. Per Krister sótti um stöðuna, sem auglýst var, og fékk hana. Per Krister fluttist til Gávle. í Gávle eru um 80 þúsund íbúar, þar af um helmingur kvenfólk. Nokkrum vikum eftir komu sína var Per Krister á göngu um hinn litla bæ og kom þá auga á stúlku, sem honum leizt vel á. Hann mælti til hennar nokkrum orðum — rétt eins og ungir menn gera um víða veröld. Og Ullu-Britt leizt einnig vel á Per Krister. Að vísu bjó hún með öðrum manni, en sagði skilið við hann og tók saman við Per Kristér. Ári síðar lýsti hún því yfir, að hún væri með barni. Þau ákváðu að giftast. En fyrst varð Ulla-Britt að láta skrá sig sem ógifta móður, og hún tilkynnti, að faðir barnsins héti Per Krister Hög- ström. Enginn gaf því gaum, þótt þau bæru sama eftirnafn. Högström er ámóta al- gengt eftirnafn og Jónsson á íslandi. í FANGELSI. Þau hlökkuðu til að eignast barn sitt og spöruðu ailt, sem þau framast gátu, til þess að geta gifzt sem allra fyrst. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.