Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 12
Þessi mynd var tekin árið 1963. Hún er af UIIu- Britt og Per og þá vissu þau ekki að þau voru systkln. ekkert, þegar hún frétti, að UIIa-Britt systir hennár 'byggi með manni, sem héti Per Krister Högström. Hafði móðir hennar ekki fullyrt, að bróðir þeirra héti Ingimar? En Per Krister sat í varðhaldi fyrir að hafa elskað systur sína. Hann fann enga sekt hjá sér. Hann viðurkenndi fúslega, að hann elskaði UJiu-Britt. En hann sagðist ekki hafa haft hug- mynd um, að hún væri systir sín. Hinn 9. marz 1965 var kveðinn upp dómur í Gávle með mestu leynd. Daginn eftir var Per Krister frjáls maður — og harmþrunginn mað- ur. Dómurinn hafði mælt svo fyrir að: — Per Krister skyldi flytja burt úr hinni sameiginlegu íbúð þeirra systkina. — Per Krister skyldi flytjast á brott frá Gávie. — Per Krister skyldi ekki fá að hitta Ullu- Britt að minnsta kosti um þriggja ára skeið. Hann hlýddi. Hann sagði upp hinu góða starfi sínu og réðst sem verkamaður i stáliðju- veri ' um það bii 50 kílómetra fjarlægð frá Gávle. En énginn dómari getur dæmt ástina til dauða. Þau sýstkinin skrifuðu Svíakonungi bréf, þar sem þau fóru fram á, að þeim yrði veitt leyfi til að giftast. Konungurinn svaraði bréfinu ekki sjálfur, heldur fékk það í hendur dómsmála- ráðherra Og dómsmálaráðuneytið staðfesti dóm- inn i Gávle. Ævintýrið um systkinin, sem þekktust ekki, en hittust og elskuðust, er á enda Það. sem á eftir fer, er blákaldur veruleiki. Per Krister býr í einu Jeiguherbergi í Ára- sunda Hann er einmana. Hann er drykkfelldur. Hann hefur steypt sér í skuldir. Hið eina, sem raunverulega heldur i honum lífinu, er vonin um að fá aftur að búa með konunni sinni — systur sinni — þegar hin þrjú ár eru liðin. Ulla-Britt vinnur úti — hún á ekki völ á góðri stöðu Orðrómurinn fylgir henni eftir, hvert sem hún fer. Hún er líka dæmd manneskja. Hún bíður einnig eftir því, að hin þrjú ár taki enda Á nokkurra vikna fresti má Per Krister hitta barn sitt — það hafa yfirvöldin náðar- samlegast leyft honum. En móður barnsins má hann ekki hitta — ekki svo vitað sé. En á ein- hverium stað. sem engum er kunnugt um, í óra- fjarlægð frá skæðum tungum rógberanna — taka Per Krister UIla-Britt og sonur þeirra sér bessaleyfi til að vera það sem þau eru í raun og veru: fjölskylda .. tvær klukkustundir í senn. Ulla-Britt ásamt syni sínum og bróðursyni! 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.