Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 14
LISTIN AÐ HLUSTA Eftir James IVatan Miller ER ég fyrir skömmu heimsótti apabúrið í Bronx dýragarðin- um í New York, greip mig sú undar- lega tilfinning, sem Frakkar kalla déjá vu. Einhvers staðar fyrir ekki ýkjalöngu hafði ég verið hlutaðeigandi í öðrum atburði, mjög svipuðum. Hvar var það? Ég lokaði augunum og lét áhrif um- hverfisins síast inn í vitund mína: mollulegt herbergið, iðandi þröngin, óstöðvandi gasprið í öpunum — hver og einn þvaðrandi viðstöðu- laust, enginn sinnti öðrum í neinu, enginn hlustaði. Enginn hlustaði! Nú mundi ég það. Kokkteil-veizlan í vikunni sem leið. Yfirfullt herbergið. Ærandi andlaust blaðrið, þar sem enginn sagði neitt í raun og veru og enginn var að hlusta á það hvort sem var. Aparnir hafa engu að tapa. En fólkið greiðir dýru verði; í rannsóknum, sem nýlega voru gerðar á al- menningsáliti kom það fram að í sinnuleysi okkar um að hlusta hver á annan, felst bæði orsök og einkenni ým- issa hinna alvarlegustu per- sónulegu vandamála okkar. „Fólk talar hvert fram hjá öðru,“ segir Louis Harris, sem gerði athuganirnar. „Feður tala fyrir daufum eyrum- sona sinna, dætur daufheyrast við mæðrum sínum, tal kennara fer fyrir ofan garð og neðan hjá nem- endum.“ Því hefur verið haldið fram að samræðulist nú á dögum sé keppnisíþrótt, og sé sá þátttakandi sem íyrstur verður til að draga andann úrskurðaður hlust- andi. Við missum svo mikils. Að gefa-og-þiggja í samræð- um er með ánægjulegri og uppbyggilegri andlegum at- höfnum, sem við eigum völ á. Eins og námið er það fræð- andi. Eins og ferðalög víkk- ar það sjóndeildarhringinn. Eins og vináttan nærir það sálina. En til þess verða menn að vera fúsir til að hafa til skiptis á hendi hlut- verk ræðumannsins og hlust- andans, ennfremur verða báðir að gefa sér „melting- arhié“ öðru hvoru. í flestum ping-pong sam- tölum nútimans finnast hvergi siík hlé, ekkert bil á miUi lokaorða eins aðilans og bægslagangi einhvers „hlustandans" til að koma sinni ár fyrir borð. Við gef- um hugum okkar varla nokkurt tækifæri til að ann- ast nauðsynlega niðurröðun á því sem inn kemur: eða undirbúning á því sem út á að fara sem svar. Við lítum á öll hlé í samræðunum sem vandræðaþagnir, hættu- merki um það að fólki sé farið að leiðast eða að skort- ur sé orðinn á umræðuefni. Því er rokið til að fylla í eyðurnar og úr þessu verð- ur eitt allsherjar kapphlaup um orðið. Horfið á hina svokölluðu „hlustendur“ í samræðum og þið munuð oft geta séð óþol þeirra. Þeir minna mig á Labrador veiðihundinn minn, þegar ég fleygi staf fyrir hann og segi honum síðan að „sitja“. Við þá skip- un stirðnar hann upp eins og stytta en trýnið og aftur- fæturnir titra af eftirvænt- ingu. Við skipunina um að „hlaupa!" þýtur hann af stað eins og byssubrenndur. Hversu oft hef ég ekki séð þennan svip hundsins spegl- ast hjá litlum hóp „hlust- enda“! Það er lítil furða þótt svo mörg samtöl renni úr reip- unum eða stikli fram og aftur um umræðuefni eins og héri, sem hleypur yfir akur. Þar sem enginn fylg- ' ist með efninu í því sem verið er að segja, renna sam- ræðurnar út um greipar þeirra eins og sandur. Upp á síðkastið hef ég reynt að rekja spor sam- ræðnanna og sporbreytingar í ýmsar áttir. í eitt skipti tókst mér að ráða í hugsan- ir tveggja „hlustenda“, sem ég ætla að kalla „X“ og „Y“, meðan „A“ hafði orðið. Þær urðu sem hér segir: A: Mjög athyglisvert. Eft- ir að fyrirætlun Druidanna með þessa fáránlegu kletta- hrúgu hjá Stonehenge hefur verið hulin ráðgáta í alda- raðir, er nú prófessor nokk- ur hjá M. I. T. loksins búinn að leysa hana. X (hugsar): „Druidar. Fornar menningarþjóðir. Gott. Þá get ég komizt að með ferðalagið mitt til Asíu.“ Y (hugsar): „M. I. T. Það er í Cambridge. Ég ætla að segja frá því þegar við Henry rifumst við lögreglu- þjóninn á Harvard torgi.“ Og viti menn, óðara og A þurfti að anda eg þághaði til þess í hálfa sekúndu, voru X og Y komnir í kapp- hlaup að eyðunni. X sigraði: „Já, þessar fornu menning- arþjóðir eru vissulega dular- fullar. í fyrra þegar við Margaret vorum í Cambo- díu, heimsóttum við Angkor Vat, og ...“ Og svo héldum við áfram, frá Cambodíu, til eintals um ágæti frönsku póstþjónust- unnar, komum loks að at- burðinum á Harvard torg- inu — og svo framvegis, og svo framvegis allt kvöldið á enda. í rauninni þarf ekki annað til andlegra samskipta en að geta hlustað með athygli. Og íhugull hlustandi þarf ekki að vera gáfaðri en við hinir. Hann veit einfaldlega að raunverulegar samræður eru mönnum tækifæri til að læra eitthvað um hvorn ann- an og af hvorum öðrum. Af þessari grundvallarstað- reynd spretta vissar samtals- reglur, sem flestir góðir hlustendur fara eftir, vísvit- andi eða ósjálfrátt. í fyrsta lagi: Til er ekk- ert sem heitir ónýtar sam- ræður, svo framarlega sem menn vita eftir hverju þeir eiga að hlusta. Athugull hlustandi leggur ekki alltaf eyra sitt eftir því sem fólk heldur sig vera að segja. Stundum hlustar hann eftir því sem fólk ljóstrar upp um sjálft sig óafvitandi á meðan það talar. Þannig get- ur hann dregið ályktanir af samtali jafnvel þótt hinn að- ilinn fari með eintómt fleip- ur. Stundum getur hlust- andinn einnig tínt upp éitt og eitt gullkorn, sem slæðist óvart inn í leiðinlegt og andlaust tal. Það var til dæmis í flug- ferð í fyrravetur, að ég sat við hliðina á sölumanni sem talaði þindarlaust um við- skipti sín: fluor Ijósaperur. Hann útlistaði fyrir mér vandamál sín í sambandi við járnvörukaupmenn og fram- leiðendur og athygli mín fór að reika. Þar kom þó að að hún festist í lauslegum um- mælum hans um vöru, sem hann ætti í erfiðleikum með selja: ljósaperu, sem kæmi í stað sólarljóss við ræktun blóma innanhúss. Þar sem mér höfðu mis- tekizt allar tilraunir mínar til að rækta jurtir í dagstofu- glugga mínum, spurði ég hann um Ijósaperuna. Ég 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.