Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 15
uppgötvaði að hann var sömuleiðis mikill áhugamað- ur um garðyrkju og það sem eftir var leiðarinnar hlustaði ég á mjög skemmti- lega greinargerð um kjall- aragróðurhús. Afleiðingin var sú, að næsta vor rækt- aði ég mína eigin afleggj- ara með góðum árangri. í öðru lagi: Spurningar- merkið er voldugra en upphrópunarmerkið. Góður lilustandi er ekki smeykur við að viðurkenna vanþekk- ingu sína með því að spyrja spurninga. í kvöldverðarboði fyrir skömmu kom einn gestanna með svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Það er til eitt alls- herjarmeðal við öllu sem miður fer í sjónvarpinu. Neyðið þá sjónvarpsmenn, sem ábyrgir eru fyrir dag- skránni til að gera það sáma og Newton Minow gerði — sitja kyrr í stól og horfa á vitleysuna í átján klukku- stundir samfleytt.“ Þetta var ein af þessum hálfgáfuðu innantómu yfir- lýsingum, sem venjulega gera ekkert annað en undir- búa sviðið fyrir næsta kapp- hlaup til að fylla í samræðu- eyðurnar. En í þetta skipti vildi svo til að hlustandi var viðstaddur. „Hvað var það sem Minow sá?“ spurði hann. Með þessari einföldu spurningu kom hann af stað fjörugum og lærdómsríkum umræðum um álag það, sem útvarpsiðnaðurinn ætti við að búa. AF minni reynslu sem blaðamaður hefur mér fundizt að ef til vill sé engin ein aðferð áhrifaríkari til að blása lífsanda í samræður en þessi tveggja orða spurning: „Til dæmis?“ Hún gefur ræðumanni til kynna að þú hafir áhuga á því sem hann er að segja og hvetur hann jafnframt til að hverfa af grunnsævi yfir- borðslýsinga út á dýpri mið ítarlegra skýringa. Þegar hann er krafinn um smáat- riði getur opnazt heil flóð- gátt af áhugaverðum heim- ildum — sem einatt varpa ljósi á ógreinilegustu atriði. Hlustandinn verður, með öðrum orðum, oft að stjórna samræðunum. Það stafar af því, að við getum sjaldnast haldið okkur við efnið, sem við erum að tala um. Án hjálpar frá fólkinu í kring- um okkur villumst við í okk- ar eigin orðavaðli. Þú hefur morgoft orðið vitni að því sjálfur. Einhver byrjar með ákveðna og skil- merkilega yfirlýsingu eins og þessa: „Ég held að það sé aðallega þrennt, sem mæl- ir gegn þessu sjónarmiði.“ Svo bíður þú eftir mótmæl- unum þremur — en hann verður svo flæktur í mót- mælaatriði númer eitt, að hugur hans sekkur í fen óskipulegrar mælgi og kemst aldrei að númer tvö og þrjú. Góður hlustandi getur hjálpað okkur yfir þessa tor- færu. Árum saman hef ég staðið í þrætum við konu eina út af kennslumálum í skólanum okkar. Samræður okkar kafna undantekning- arlaust í ómerkilegum smá- munum varðandi samtök kennara og foreldra. Svo var það eitt kvöld nýlega, að ég heyrði hana þrátta við einn kennaranna. Sá maður er hlustandi. í hvert skipti sem hugur hennar reikaði í átt að fallgryfj- um eins og hvernig íþrótta- þjálfarinn hefði farið með son hennar í vikunni sem leið, þá lagði hann fyrir hana stillilega spurningu, sem kippti henni aftur upp á aðalþráðinn. Þar sem ég hlustaði á hann beita hlust- unarkunnáttu sinni við hana, varð mér í fyrsta skipti ljóst hvað fyrir henni hafði vakað — og ég upp- götvaði allt í einu að ég var henni alveg sammála. í samræðum gildir þessi grundvallarstaðreynd: þær eru samstarf, ekki sam- keppni. Teflið hinum skil- merkilegasta og menntað- asta samræðumanni á móti öðrum, sem ekki kann að hlusta og árangurinn verður sá sami og ef reynt væri að kasta bolta í dúnkodda. Á hinn bóginn myndi venjuleg- ur og hversdagslegur, jafn- vel tregur talandi, sem yrði fyrir hæglátri spurnarkönn- un góðs hlustanda, oft reyn- ast sönn uppspretta áhuga- mála og þekkingar, sem eng- um hefur dottið í hug að opna. Góður hlustandi, maður- inn sem lítur ekki á f jörlegt tal einungis sem þjálfun í sjálfsbeitingu, er hinni sönnu samræðulist ómetan- leg stoð — og öllum til auk- innar ánægju, sem í kring- um hann eru. UNDARLEGIR IILUTIR FURÐULEGAR GÁFUR FLESTIR þeir sem horfa á sjónvarp, kannast við sýn- ingar fólks, sem sagt er að hafi svokallaðan „Ijós- myndaheila“ þ. e. fólk, sem rétt lítur á síður bókar eða tímarits og lýsir síðan efninu síðu fyrir síðu. Eru þetta svik, eða staðreyndir? Hinir furðulegu hæfileikar mannsheilans koma fram á margan hátt. Hinn velþekkti hæfileiki til að hverfa úr tíma og rúmi í draumum sínum. Rökhyggja sem nær svo langt, að hún getur rannsakað sjálfan hugann, hæfi- leikinn til að skilja á milli vitundar og vitundarleysis, hinn alþekkti en lítt skiljanlegi hæfileiki til að safna þekkingu og grípa til hennar og einnig að verka eins og reiknivél. Einhvers staðar í öllu þessu flókna myrkviði liggur skýringin á hinum svokölluðu „ljósmyndaheilum“, sem svo gjarna sýna sig á sjónvarpsskerminum. Hún er þarna, en til þessa hefur engum vísindamanni tekizt að koma auga á hana, nema hvað þeir vita að undirmeðvitundin gleymir litlu eða engu. Þá er aðeins eftir að skýra hæfileikann til að kalla alla þekkinguna fram úr undir- meðvitundinni og framkvæma þannig þessa furðulegu minnisleikfimi. Bezta dæmið um þennan furðulega minnishæfileika er ef til vill Elijah rabbíni frá Vilnu í Litháen. Hann leit á þetta eins og hvern annan kross, sem hann þurfti að bera. Um ævina las hann og mundi eftir einn yfirlestur tvö þúsund bindi af bókum og hann gat vitnað i blað- síðutöl og hvar á blaðsíðunni hin tilvitnuðu orð stóðu. Að hans áliti var þessi hæfileiki ekki eftirsóknarverður vegna þess að hann gat ekki gleymt neinu sem hann las. Hann sagði að þetta væri eins og að vinna í bóka- safni og hafa það heim með sér á kvöldin eftir vinnu. Hinn frægi franski stjórnmálamaður, Leon Gambetta, var búinn minnishæfileikum á borð við þá sem Elijah hafði. Gambetta gat þulið orðrétt þúsundir blaðsíðna úr verkum Victors Hugos, og hann gat haft þau yfir bæði aftur á bak og áfram, og það var sama hvar hann byrjaði í verkinu. Það var annars konar minnishæfileiki. sem gerði Harry Nelson Pillsbury kleift að vinna titilinn „töframaður skáklistarinnar". Vegna þess að hann var fær um að muna nákvæmlega stöðu allra manna á allt að tuttugu skákborðum í einu og meira en þúsund leiki aftur í tímann, gat hann teflt allt að tuttugu blindskákir í einu. Stundum gerði hann sér leik að því að spila blindandi á spil, meðan hann var að tefla, aðeins til að slaka á spennu taflmennskunnar. Mathurin Veyssiere, sem var bókavörður Px-ússakon- ungs, hafði ótrúlegt minni á hljóð. Eftir að hann hafði einu sinni heyrt setningu talaða á hvaða tungumáli sem var, gat hann haft hana eftir með réttum áherzlum og hárréttum framburði. Til að reyna hann, komu einu sinni tólf útlendingar í heimsókn og héldu ræðustúf, hver á sinni tungu. og hann hafði allar ræðurnar eftir orðrétt á öllum tólf tungumálunum strax á eftir. Hæfileikinn til að leysa flókin reikningsdæmi í hug- anum er alþekktur, og eru þeir sem honum eru búnir kallaðir „mennskar reiknivélar“. Einn slíkur var hlé- drægur ungur maður í Vermont fylki í Bandaríkjunum, Zerah Colburn að nafni. Strax, þegar hann var barn að aldri, vakti hann athygli með hæfileika sínum til að leysa flókin reikningsdæmi í huganum. Þegar hann var Framh. á bls. 38. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.