Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 16
□ ■■ ■ RANDO „ÞAÐ er ekki til nema einn Chaplin, og þa3 er ekki til nema einn Brando. Já. og þegar út í það er fariS er reyndar ekki heldur til nema ein Loren. Nógu gaman aS vita hvernig gengur þegar þau þrjú leggjast á eitt". Sofia Loren hefur á réttu að standa. Það er beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá árangurinn. Og það er spennandi að fylgjast með Chaplin meðan hann stjórnar kvikmyndatökunni. Lítil] og tággrannur með snjóhvítt úfið hár, klæddur tweed- jakka og svörtum buxum. Hreyfingar hans eru snöggar, og svipbrigðin leika stöðugt um andlitið Hann er kröfuharður og læt- ur taka senurnar upp aftur og aftur þang- að til hann er ánægður Sextán sinnum verður sonur hans, Sidney, að endurtaka eitt atriðið, og enn er Chaplin þungbrýnn. Loks rýkur hann upp og leikur sjálfur senuna eins og hann vill hafa hana. Rödd- in er þýð en ákveðin, og hvössu bláu augun missa ekki af neinu Þegar hann reiðist slær hann hægri hnefanum kreppt- um i lófann á vinstri hendi og roðnár í framan. Nýjasta kvikmynd Chaplins heitir GREIFÝNJÁN FRÁ HONGKONG og er iekin ' Pinewood kvikmyndavér- inu í Bretlandi. Aðalleikendurnir eru hvorki mei.a né minna en Sofia Loren og Marlon Brando, svo a3 þess er beðið með töluverðri eitirvœntingu að sj<S útkomuna nú þegar þessi merkilega þrenning starlar saman < fyrsta sinn. Hér er Chaplin að leiðbeina Soiiu 1 gamansöma atriði. I 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.