Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 18
 Hún er fátœk greifynja og hann milljónamœringur. Þa3 gerist margt kátlegt þegar hún felur sig í káet- unni hans og kemst þannig sem laumufarþegi til Bandaríkjanna. En auSvitað uppgötvar hann allt sam- an og verður hinn versti. . Sofia skrúfar frá sjarmanum, og þá er erfitt að bráSna ekki. Myndin end- ar i sœlu og gleSi, sykri og rjóma, hjónabandi og auðœfum. Úti í horni situr Ooona O’Neill með handritið á hnjánum. Hún hjálpar manni sínum, hughreystir hann ef illa gengur, fylgist með hverju smáatriði. Stundum horfast þau í augu án orða. Þau skilja hvort annað. AÐ er skrítið að sjá Sofiu Loren í rækjubleikum karlmannsnáttfötum og alltof stórum inniskóm af Marlon Brando. Og ekki er síður skrítið að horfa á hana og Chaplin saman. Hún hlustar með lotn- ingu á hvert orð af hans vörum, minnir á duglega skólatelpu sem vonast eftir hrósi kennarans. Aldursmunur þeirra er næstum fimmtíu ár, og þau eiga ólíka fortíð að baki sér. Bæði hafa þau komizt upp á ir nú uppáhaldsleikkonan mín?‘ spyr hann á morgnana og klappar mér á öxlina, þann- ig að mér hlýnar um hjartaræturnar. Það er gott að vinna undir hans stjórn. En fyrst var ég kviðin, svo taugaóstyrk og feimin, að mér tókst ekki að sleppa mér lausri og vera eðlileg í leiknum. Þá varð mér ljóst, að hann var sjálfur dálítið vand- ræðalegur og taugaóstyrkur, og um leið hvarf minn eigin ótti. Auðvitað var hann bara að leika á mig, og hann kunni réttu tökin. „Hann er gerólíkur De Sica og sumum amerísku leikstjórunum sem faðma mann að sér, hlæja og gera að gamni sínu, rjúka upp í vonzku og slá manni ofsalega gull- hamra til skiptis. Chaplin er nú einu sinni Englendingur. Hann er að vissu leyti ópersónulegur. En maður lærir ósköpin öll af að vinna með honum. Hann kann þetta allt upp á sína tíu fingur. Og hann er vitur og lifsreyndur. „Krafturinn í honum er alveg ótrúlegur. Þó að hann sé kominn undir áttrætt er eins og hann verði aldrei þreyttur. Á kvöld- in þegar við hin erum orðin steinuppgef- in, alveg eins og undnar tuskur, er hann sprellandi af lífi. Og hann tekur eftir öllu í kringum sig, ekkert fer framhjá honum. „Hann notar sömu aðferð og De Sica við leikstjórn: leikur allt sjálfur, sýnir manni nákvæmlega hvernig hann vill, að maður tali og hreyfi sig. Mér finnst það Stundum snýr hann upp á sig, og þá verSur hún að sleikja það úr honum. Og þegar hann er orSinn a3 bráSnu smjöri setur hún upp hundshaus í staSinn. Chaplin leikur allar senurnar fíjáHur og sýnir hverja hrcyfingu og hvert svipbrigði eins og hann víH hafa þa8. Soiia og Marlon hlusta á hann me8 lotningu og veyna svo a3 líkja eftir. En þa3 hefur löngum þótt erfitt a3 Hkja títir gamla Chariie.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.