Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 20
langbezta að'íerðin, þá er engin óvissa með heitt eða misskilningur. Áður en við byrj- uðum á þessari mynd sá hann alíar hinar tindinn og eru dáð og virt af milljónum hvort á sínu sviði. En hvernig vinna þau saman? Eru þau orðin vinir? „Vinir? Það er óviðeigandi orð í þessu sambandi," segir Sofia. „Mér geðjast mjög vel að Chaplin, enda er hann einstaklega nærgætinn og elskulegur maður. Hann er ekki með neina uppgerð eða látalæti, en hann er hlýr og vingjarnlegur. ’Hvað seg- myndirnar mínar. surnar oftar en einu sinni. Hann þekkir mína leiktækni jafnvel betur en ég sjálf. „Ég hélt, að það yrði afskaplega fjörugt í kringum hann, tómir brandarar og svo- leiðis, en það er nú eitthvað annað. Meðan hann er að vinna er hann grafalvarlegur, strangur og kröfuharður. Það er ekkert grin að gera gamanmyndir, 'þótt það hljómi kannski eins og þversögn. Og þessi mynd hefur mikla þýðingu fyrir Chaplin, enn meiri en fyrir okkur hin. Hann langar að skapa fagurt ástarævintýri, einfalda, ógleymanlega mynd. Ef til vill verður þetta hans svanasöngur.“ AÐ á vel við, að Sofia leiki í ástar- ævintýri, því að nú eru vandamál hennar og Carlos Ponti loksins leyst. Þau eru gift í annað sinn, og þessi gifting verð- ur ekki gerð ógild eins og hin fyrri. „Jú. vitanlega er ég ánægð en hjóna- bandið breytir engu. Carlo hefur verið, er og verður eini maðurinn í mínu lífi. Mér finnst ég ekkert meira gift honum núna en áður þótt lagalega og trúarlega séð höfum við búið saman ógift ’lifað í synd‘ öll þessi ár.“ Hvað um Marlon Brando, hið mikla kvennagull, hefur hann ekkert raskað ró hennar? Nei, nei, Sofia hlær bara. Hún segist ekki þekkja hann neitt persónu- )ega, þó að þau leiki saman í kvikmynd. Finnst henni hann fallegur eða Ijótur? Hún segist ekkert hafa gert sér grein fyrir því. En Peter O’Toole finnst henni falleg- ur. Já, og stórkostlegur leikari, auðsjáan- lega skapstór. Það væri gaman að leika á móti honum einhvern tíma. Annars er hún yfirleitt ekki hrifin af ungum brezk- um leikurum. þeir falla ekki í hennar smekk. En Chaplin? Hafa aldrei orðið árekstr- ar milli þeirra? Engar deilur, aldrei skipt- ar skoðanir? Hefur allt gengið eins og í sögu? „Ég ætla að vona, að það verði ekki neinir árekstrar eða óþægindi úr þessu íremur en hingað til. Þegar ég treysti leik- stjóranum og finn, að hann veit hvað hann er að gera. læt ég hann ráða- Ef ég er ekki ánægð tala ég hreinskilnislega um það, en ég hef aldrei rifizt við neinn leik- stjóra. Við Chaplin höfum ákveðið kerfi: fyrst leik ég senuna eins og mér finnst hún eigi að vera svo leik ég hana eins og hann vill hafa hana, og á endanum kom- um við okkur saman um meðalveginn. Þannig erum við bæði ánægð." Eigi að síður er spenna í andrúmsloft- inu. Marlon Brando hefur aldrei þótt auð- veldur i umgengni. og nú er hann með magasár ofan á allt annað. Sofia Loren er reynd ieikkona sem kann sitt fag, hún er samvinnuþýð og lipur, en hún lætur engan vaða ofan i sig, hún er heimsfræg stjarna sem meira að segja hefur unníð Oscarinn, og vald v» nnar virða allir. Kvik- myndaverið í Pinewood er gegnsýrt af lotningu, þarna vinna menn þöglir með hnyklaðar brúnir, alvarlegir, áhyggjufull- ir. E^N hvernig er nú sjálf sagan? GREIF- -< YNJAN FRÁ HONGKONG er skelf- ing hversdagsleg ástarsaga, væmin, gaman- söm, síróp blandað hunangi, kryddað með spaugsyrðum og hlægilegum atvikum. Fá- tæka greifynjan vinnur fyrir sér sem leigu- bílstjóri í Hongkong, þráir að komast til Bandaríkjanna og byrja þar nýtt líf en á ekki fyrir fargjaldinu. Hún tekur það til bragðs að laumast um borð í stórt farþega- skip og fela sig í einni káetunni. Sú káeta tilheyrir náttúrlega amerískum milljóna- mæringi. Hann er ekki kornungur, en heldur ekki gamall, álitlegur maður, ókvæntur eða að minnsta kosti laus og liðugur, hreint ekki ógeðfelldur, töluvert eftirsóknarverður, í stuttu máli: Marlon Brando. Það gerist sitt af hverju í þess- ari káetu á leiðinni yfir hafið Fyrst er hann kuldalegur og fullur fyrirlitningar, en hún biðjandi og tilbúin að daðra við hann, síðan þveröfugt, þau gera heilmikið veður út af því hvort þeirra eigi að sofa í rúminu og hvort á dívaninum, þau segja hvort öðru skemmtilegar sögur um líf sitt, einkum minningar frá bernskunni þau hlæja dátt að samferðamanninum í næstu káetu sem heldur, að milljónamæringur- inn gangi með lausa skrúfu og sé alltaf að tala við sjálfan sig, þau eru dauð- hrædd um, að hinn sínálægi og umhyggju- sami þjónn komist að öllu saman, og þeim léttir svo þegar versta hættan er afstaðin, að þau fallast í faðma, en verða síðan vandræðaleg þegar þau ráða ekki lengur við tilfinningar sínar. Allt endar auðvitað í sælu og gleði, sykri og rjóma, hjónabandi og auðæfum. T>ÝR enginn boðskapur bak við þessa -t' léttu froðu? Ástin sem sigrar alla erfiðleika, fegurðin sem sigrar auðæfin, gömlu evrópsku töfrarnir sem sigrast á ungri amerískri einfeldni, o. frv o. frv.? Nei, nei, langt frá því, blaðafulltrúar kvik- myndaversins fyllast skelfingu þegar á slíkt er minnzt. Enginn boðskapur, ekk- ert líkingamál, engin dularfull tákn. Að- eins létt og elskuleg ástarsaga. Chaplin hefur eytt mörgum árum í að skrifa hana, fága hana, bæta og laga. Hann var iengi að leita að leikkonu í aðalhlutverkið, en það gekk ekki sem bezt, því að hann fer sárasjaldan í bíó eða leikhús og þekkir fáar leikkonur. Fyrir tveim árum sá hann nokkrar myndir í blaði og spurði vin sirín einn hvernig honum litist á þessa Talin, Thulin eða hvað hún nú héti, Ingrid væri víst skírnarnafnið, þýzk eða finnsk eða sænsk leikkona. ljóshærð. . . Vinurinn hafði sínar efasemdir, en ráðlagði honum að sjá mynd sem kölluð væri í GÆR, f DAG OG Á MORGUN. Chaplin varð yfir sig hrifinn af Sofiu Loren. Hún var svo Framh. á bls. 38. Hinn siungi Chaplin. Er hann ryk- iallið goð á stalli, eins og sumir vilja halda iram, eða er snilligáia hans enn óiölnuð? GREIFYNjAN FRÁ HONGKONG er iyrsta kvik- mynd hans eitir niu ára hlé. „J>eir héldu. að ég vœri hœttur", segir hann sjáliur. „Gleymdur og graiinn. En ég beið míns tíma. Ég er þjónn listagyðjunnar, og þegar hún kallar er ég reiðukúir.n".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.