Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 21
' DRAUGASKIP í IMORÐURSJÓ A Draugaskipið Ondo fast í sandinum úti fyrir Cuxhaven. Komið að mannauðu flakinu. Við 52 gráðu slagsíðu verð- ur hvert skref að hálfgerðu glæfrafyrir- tæki. Ondo-ævintýr- ið er á enda. Eggers skip- stjóri (til hægri) er kominn að sækja frétta- mennina, sem gistu Ondo í nokkra daga. Eigandi flaks- ins er bjart- sýnn, en fram að þessu hef- ur ekkert skip losnað ár Fuglasandi, sem hann hefur á annað horð klófest. Skipsrotturnar hafa ekki enn yfirgef- ið þetta 5000 tonna flutningaskip, sem marar í sjávarborðinu eins og risasjó- dýr, sem hefur orðið afvelta. Þann 6. desember 1961 strandaði brezka flutn- ingaskipið Ondo á hinum illræmda „Fuglasandi" úti fyrir Cuxhaven. „Eftir ár verður sandurinn búinn að gleypa það,“ spáðu sérfræðingarnir þá. En Ondo sökk ekki, það helzt enn ofan- sjávar. „Afturgöngur þriggja sjómanna gæta skipsins. Það mun ekki grafast í sand- inn,“ hvísla hinir hjátrúarfullu á strönd- inni. Engbruch skipstjóri og tveir há- setar drukknuðu, þegar þeir gerðu til- raun til þess að koma Ondo á meira dýpi. „Skipsálfurinn er enn í dallinum. Það heyrast í því stunur og andvörp um nætur. Stundum heyrist m. a. s. einhver hlæja.“ segja fiskimennirnir. Tveir fréttamenn tóku sér ferð á hendur út í þetta draugaskip og bjuggu þar í nokkra daga. Þeir sáu ekki skips- álfinn, en þeir sáu merki þess að sjó- ræningjar höfðu verið þarna á ferðinni. Á Ondo hefur verið rænt og ruplað. í skjóli þoku og náttmyrkurs hafa sjó- ræningjar farið um borð og látið greip- ar sópa, stolið þar hreint öllu sem ekki var rígnaglfast. Þetta brezka flutninga- skip sem var að koma með kakófarm frá Afríku er þó engan veginn forsjár- laust rekald. Björgunarfyrirtæki Wulfs keypti skipið fyrir 550.000,00 kr. af tryggingarfélagi eigandans. „Hann kemur honum aldrei á flot aftur,“ segja sérfræðingarnir, en þeim hefur þegar skjátlazt í einni spá sinni varðandi Ondo, svo að — hver veit? Eitt er víst. að ef björgunin tekst kem- ur hún til með að borga sig og það allvel. Komið á flot mundi Ondo vera yfir 60 milljóna virði. Fram að þessu hefur skipið þó legið yfirgefið á sama staðnum í Norðursjó, rétt fyrir norðan eyjuna Neuwerk. Margir fiskimenn hrökkva í kút, þegar þeir heyra skyndilega hvellan skræk eða tramp margra fóta berast til sín frá Ondo. Sjávarfallastraumar gera það að verkum, að Ondo virðist hið lífleg- asta. Vatnið, sem streymir inn eða foss- ar út úr skipinu, þegar flæðir að því eða fjarar frá því, veldur því að hurð- ir ískra ámátlega á hjörum og tunnurn- ar í lestinni byltast utan í veggina. 21 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.