Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 22
Lars Stenfeldt hafði þegar ákveðið að segja eins lítið og mögulegt væri. Hoffmann var „eldfimur". Eitt óvarlegt orð gæti komið af stað sprengingu. Að lokum hóf Hoffmann sjálf- ur atlöguna. Hann hafði stjórn á rö(jd sinni en áreynslan var auðheyrð í málrómnum: — Við höfum verið samstarfsmenn i nokkur ár, Lars. Góðir kunningj- ar sömuleiðis. Samvinna okkar hefur verið með ágætum. Saman höfum við framkvæmt upp- skurði, sem þú hefðir ekki getað lært af hvaða prófessorsdurgi sem væri. Eða hvað...“ Stenfeldt svaraði ekki. Hann horfði á litla aðventukransinn sem lá í gluggakistunni. Það var vel gert af starfsliðinu að reyna að prýða og skapa jóla- legt umhverfi á sjúkrahúsinu. En hérna inni í skrifstofu Hoff- manns virtist litli grenisveigur- Inn með þrem óbrunnum kert- um og einu hálfbrunnu, allt að því hlægilegur. — Þú hefur ekkert að segja þér til málsbóta, héit Hoffmann áfram særður. Þú veizt eins vel og ég að sundurþykkja hefur orðið á milli okkar og þú þegir bara...! Hann brýndi raustina og reiðin sauð upp úr: Hvers konar náungi ertu eiginlega? — Þú hefur kynnt þér próf- skírteini og aðrar upplýsingar varðandi mig, sagði Stenfeldt. Allt sem er umfram það kemur þér ekki við. Þetta var snögg gagnárás. Hoffmann þurfti nokkrar sek- úndur til að gera sér ljóst að hann var ekki einungis að skamma undirmann sinn heldur var hann flæktur í alvarlegt ná- vígi. — Til hamingju! sagði hann og brosti kuldalega. Loksins byrjarðu að lifna við! Stenfeldt fann til lamandi and- úðar. — Það er tilgangslaust að standa í deilu núna, sagði hann þreyttur. Ég legg til að við lát- um það bíða. — Nei! þrumaði Hoffmann. Fari það kolbrennt, hver held- urðu að ég sé! Hve lengi held- urðu að ég ætli að sætta mig við nöldrið i þér? Ég vil hafa vinnufrið á deildinni, en þú rótar öllu upp íyrir mér. — Ég hef ekki nöldrað i nein- um, sagði Stenfeldt Þetta var visvitandi ögrun. Nú hlyti Hoffmann að leiða tal- ið að myndinni af honum ung- um, sem hangið hafði á veggn- um í herbergi Stenfeldts i nokkr- ar vikur, þar til hann reif hana í tætlur í augnabliksleiða yfir hinum ógeðfellda leik. — En Hoffmann sá við gildrunni og forðaðist hana. Hann þagði stundarkorn. Er hann tók aftur til máls. var röddin óvenju vin- gjarnleg: — Lars, þú hefur átt erfitt ár. Það má nærri því segja að þú búir á sjúkrahúsinu. Þú þyrftir að taka þér almennilegt írí. Lars Stenfeldt horfði þrjózku- lega á aðventukransinn og barð- ist við löngunina til að kveikja á öllum fjórum kertunum svo þessi utanveltulegi krans gæti sem fyrst lokið hlutverki sínu. — Þú ert orðinn á eftir í rannsóknum þínum, sagði Hoff- mann. En vísindamannseðlið er of ríkt í þér til þess að þú getir gefizt upp. Ég þekki það — það er ómannieg áreynsla að safna gögnum í doktorsritgerð og gegna jafnframt þreytandi læknisstörfum. Hoffmann túlkaði þögn undir- manns síns sem merki um áhuga. — Ungi vinur, héit hann áfram, við skulum leysa þetta vandamál svo allir aðilar megi vel við una. Ég er einhleypur og ég hef safnað nokkrum auði, sem ég hef í raun og veru enga þörf fyrir. Ég á enga erfingja. Ekki einu sinni neina vini. En ég hef þig. Ef til vill ekki sem vin — því getur enginn ráðið nema þú. En sem skjólstæðing. Þú átt að gera það sem ég hafði hvorki tíma né krafta til að gera. Lars — setjum nú svo að ég vilji fá að veita þér einkafjár- styrk til eins árs fyrst um sinn. Þú getur tekið þér frí, helgað þig rannsóknum eingöngu. — Nei, þökk fyrir! Það varð grafarþögn. Blóðið þaut fram í andlit Hoffmanns. En enn einu sinni tókst honum að hemja eldfjallið innra með sér. Hann sagði með framandi, vélrænum raddblæ: — Þú vilt þá ekki semja frið? — Maður verður nú líklega fyrst að viðurkenna að maður eigi i ófriði til þess að hægt sé að semja frið. Ég viðurkenni ekki neitt slíkt. Hoffmann sat lengi án þess að gefa frá sér hljóð. Að lokum stóð hann á fætur og klæddi sig í frakkann. Stenfelat dró andann léttar. Óveðrinu virtist hafa slotað í þetta skipti. Þá sagði Hoffmann allt í einu: — Svaraðu mér að minnsta kosti einu — hvers vegna vinn- ur þú að því að eyðileggja mig? Er það staða mín, sem yfir- læknir, sem þú girnist? Ef svo er skal ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þér að fá hana, strax og þú hefur lokið við doktorsritgerð þína. vÉg myndi ekki hafa neitt á móti því að draga mig í hlé. En ég vil ekki falia fyrir þá sök að nánasti starfsmaður minn leggur snöru um hálsinn á mér. Stenfeldt gekk yfir herbergið út að glugganum og leit út. Desembernóttin var dimm og regnvot og borgarljósin lýstu dauflega gegnum móðuna. Hvers vegna vinnur þú að þvi að eyðileggja mig? Nú fyrst varð Stenfeldt það fyllilega ljóst, hvað það var, sem hann hafði byrjað á. Hann hafði rótað ofur- lítið í fortið Hoffmanns vegna 7. hluti BRMMMERKT FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.