Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 23
FRAMHALDSSAGA_________... eftir ERIK HORI.ANDER gagna sem af tilviljun höfðu borizt honum í hendur og vakið forvitni hans. Óvenjulega fram- komu Hoffmanns við Grete Rosenberg. Hina athyglisverðu ljósmynd frá Garmisch, sem gat bent til þess að Hoffmann væri annar er hann þóttist vera. Hingað til hafði þetta allt komið honum fyrir sjónir sem einhvers konar sérvizka sem uppræta ætti til þess að fullnægja" almennum sannleikskröfum. En nú skildi hann allt i einu að hér gat verið um gervalla tilveru Hofmanns að tefla. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Lífsferill hans hafði aldrei gefið nein til- efni til ofsókna né hefnda. Hann mundi óljóst eftir blaðafyrirsögn- um um stríðsglæparéttarhöldin í Þýzkalandi. En hann haíði aldrei kynnt sér efni greinanna til hlítar. Innilokaður í heimi barnshafandi kvenna og ný- fæddra barna hafði honum fund- izt að morð og fangelsisdómar fyrir 25 árum væru sér óvið- komandi. Og nú átti hann í fórum sínum nokkra bita úr myndagátu, sem myndu valda algeru hruni ann- ars manns, ef nákvæm rannsókn færi fram á þeim. Það var sízt að undra að Hoff- mann væri ekki með sjálfum sér. Og það var heldur ekki að furða þótt hann reyndi að kaupa sér öryggi. Hvert yrði nú næsta skref hans? Að baki sér heyrði hann Hoff- mann segja: — Annar okkar mun glata miklu í þessari ónauð- synlegu viðureign, og ég er ekki viss um að það verði ég. Dyrunum var lokað hljóðlega, og Hoffmann var farinn. Nú fann Stenfeldt að svo gífurleg hafði taugaþensla hans verið síð- ustu tíu mínúturnar, að hann verkjaði í kjálkavöðvana. I hend- Inni hélt hann á aðventuljósinu, sem einu sinni hafði verið kveikt á. Án þess að vita af því hafði hann brotið það í þrennt. Hann settist þunglega á legu- bekk Hoffmanns. Herbergið virt- ist fjandsamlegt. Hinir stóru skápar virtust bera utan á sér varnaðarorð á læstum hurðun- um: Hættusvæði. Einhvers staðar í einum þess- ara skápa voru sennilega rönt- genmyndirnar af Grete. Jæja, hvað um það ... Sten- feldt gat séð um að aðrar rönt- genmyndir yrðu teknar. Hann gæti sjálfur hafið nýja rannsókn á Grete eða trúað áreiðanlegum lækni fyrir henni á öðru sjúkar- húsi. Og Hoffmann? Var bezt að hætta við allt saman? Leita sér atvinnu annars staðar. Áframhaldandi samvinna var óhugsanleg. Hoffmann mátti gjarnan líta á það sem sinn sig- ur að Stenfeldt drægi sig í hlé, en burt yrði hann að komast. Að vera læknir var eitt: þar þótti ekki atvinnurógur sérlega kaldrifjaður. En að láta kring- umstæðurnar breyta sér í böð- ul... Nei takk! Stundarfjórðungi seinna var hann kominn heim, tók tvær svefntöflur og lét tjaldið falla eftir erfiðan sólarhring á landa- mærum ástar og haturs, lífs og dauða. 5. KAFLI. Grete Rosenberg stóð bak við afgreiðsluborðið i ferðaskrifstof- unni og seldi Egyptaland og Kanaríeyjar sem jólagjafir. Fé- lagar hennar voru nú orðnir sammála um að Grete hefði loks- ins leyft sér að verða ástfang- in. Hún hafði ávallt borið slíkar tilgátur til baka og haldið fast í sína gömlu afstöðu, að hún ætti marga vini en elskaði engan. Nú var hin ákafa vörn hennar um frelsi og sjálfstæði ekki lengur alveg sönn. En ennþá var hún sú eina sem vissi það. En hvernig var það með Lars? Hún vonaði að hann vissi það ekki ennþá. Hún vildi ekki opin- bera sig fyrr en hann hefði látið í ljósi einhverjar heitari tilfinn- ingar. Hún hefði átt að vera full ást- arkvíða leitandi eftir merkjum frá honum, toga út úr honum orð, nauða á honum til þess að þvinga eitthvað fram sem líktist vissu. En hún fann engan kvíða. Hún hafði enga þörf fyrir að gægjast fyrir horn og sjá hvað morgundagurinn og framtiðin bæru i skauti sínu. Hún var hamingjusamari en nokkru sinni áður á ævinni einungis vegna þess að hún hafði uppgötvað dá- samlegt skurðgoð, sem hún gat dýrkað í hjarta sínu hömlulaust og án þess jafnvel að þurfa ná- lægðar hans við. En — hvernig átti hún annars að geta vitað hvort Lars væri ástfanginn? Hvernig létu karl- menn slíkt í ljósi? Þeir voru oft svo stærilátir. Vildu ekki gefa höggstað á sér í svo viðkvæm- um málum nema vera nokkurn veginn vissir um jákvæða svör- un. En eitthvað hafði komið fyrir hann síðan um kvöldið í byrjun desember er hann hafði borðað kvöldverð hjá henni og verið kailaður snögglega til sjúkra- hússins. Hún hafði einskis spurt og hann hafði ekkert sagt. En það var komin yfir hann einhver innri ró. Hann vakti hjá henni nýja tilfinningu öryggis og hlýju sem orðin var henni dýrmætari en sjálft andrúmsloftið. Og hann kyssti hana i hvert skipti, sem þau hittust. Hann bjó yfir einkennilegu samblandi af blíðu og einlægni, sem hún hefði aldrei trúað að væri til. Hann var fullþroskaður maður en virtist hafa unun af að leika piltur-hittir-stúlku-leikinn í hinni rómantislcari hlið tilhugalífsins. Grete seldi enn tvær Kanarí- eyjar og eitt Egyptaland fyrir lokun. Síðan hraðaði hún sér heim, lagði á sér hárið í skyndi og sat í þurrkunni í stundar- fjórðung. Augu hennar hvörfl- uðu frá klukkunni til handtösk- unnar. Klukkan hálfátta ætlaði Lars að sækja hana til að fara í leikhúsið. 1 handtöskunni geymdi hún leyndarmálið mikla. Hún hafði nú unnið fimm ár hjá ferðaskrifstofunni og í fyrsla sinn fengið fimm-ára jólagjöfina. Hjarta hennar sló örar við til- hugsunina eina um það sem i vændum var. Myndi hann taka boðinu? Bara að hún gæti nú stappað í sig stálinu og fært þetta i tal! Hann sótti hana í sínum eigin bil, en það var Volvo-bifreið sem komin var til ára sinna. Hún hnipraði sig saman í fram- sætinu, að sitja þarna hjá hon- um var eins og að vera inni- lokaður i öryggi í notalegum klefa, og það var tilfinning sem gæddi augnablikið dýrmætum ljóma... Hún hugsaði til umslagsins í handtöskunni, og hana hitaði í kinnarnar af spenningi. Ég verð útlits eins og feimin skólastelpa þegar við komum inn í leikhús- ið, hugsaði hún. — Þú ert svo þögul, sagði hann. Heldurðu einhverju leyndu fyrir mér? — Þú ert forvitinn, svaraði hún. Hann þagði nokkra stund en síðan kom alvöruhreimur í rödd hans: — Ég reyni að venja mig af því að vera forvitinn. Ég berst harðri baráttu við að til- einka mér stóiskan hugsunar- hátt. Það sem verður að vera... Þau gátu rétt náð að losa sig við yfirhafnirnar og kaupa sér leikskrá áður en hringt var. Leikhúsbjallan reif hana sem snöggvast upp úr draumum hennar. Hún hljómaði nákvæm- lega eins og simahringingarn- ar... Ætti hún að segja honum frá því? — að hún hefði tvívegis - verið vakin upp um miðja nótt af símahringingu? Að hún hefði í fyrsta skiptið þotið fram úr rúminu í þeirri trú að þetta væri hann. Og þá aðeins heyrt þennan andardrátt í heyrnartólinu. Og síðan aftur það sama næstu nótt. Hásan andardrátt en ekkert orð. Það hafði verið í fyrrinótt. Síðasta nóttin hafði verið við- burðalaus. Nei, hún ætlaði ekki að segja honum það. Ekki segja neitt sem gæti kastað skugga á þessa bjöi'tu kvöldstund. Meðan á sýningunni stóð gaf hún honum við og við hornauga í ljósinu frá leiksviðinu. Hár hans virtist vera gróft og strítt við eyrun og í hnakkanum. Hún velti því fyrir sér hvort gneista myndi af því ef hún stryki yfir það með vísifingrinum. Væri hann bara hálft eins rafmagn- aður og henni fannst hún vera, þá ætti það að verða sannkölluð flugeldasýning! Á eftir ætlaði hann að bjóða henni í veitingahús, en hún varð að framfylgja áætlun sinni. Hún vildi því ekki borða úti. Hún ætti dálítið af góðum osti og humar og svolítið vín heima. Vildi hann kannski... ? — Gjarnan, sagði hann, og hún andvarpaði af létti. Fyrsta skrefið var stigið. Þau borðuðu humarinn og drukku vínið, og allt hefði átt að vera fallið í Ijúfa löð. Þrátt fyrir það virtist eins og ský væri að draga fyrir sólu. Hún hugsaði um umslagið í handtösku sinni og fann greinilega að hún myndi aldrei fá kjark til að minnast á það. Og Lars varð þegjandalegri með hverri mínútu sem leið. — Nú koma jólin bráðum, sagði hann með erfiðismunum eins og þetta hefði verið virki- lega djúpsæ og vandmótuð hug? un. — Ja-á, samsinnti hún. Síðan varð nokkur þögn. Her- bergið virtist skreppa saman og Allt í einu var sem einhver dulin spenna Iæsti sig um allt í móttökustolu yfirlæknisins. Læknirinn starði eins og steingervingur á nokkra stafi sem voru tattóveraðir á handlegg hinnar meðvitundarlausu stúlku. Hann hafði komið frá Þýzkalandi rétt eftir stríðið og hann þekkti sjúklinginn. Hún hafði verið í fangabúðunum ..... FÁLKINN 23 L

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.