Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 24
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT veggirnir færast nær hver öðr- um. Síðan sagði hann: — Eins og þú veizt á ég aldraða móður I Gautaborg, sem tæki það mjög nærri sér ef ég héldi ekki jólin hjá henni. Ég vildi óska að ég gæti tekið þig með. — Við höfum rætt um þetta áður, sagði hún. Uppeídissyst- kini mín keppast við að sjá aum- ur á mér. Og ég er búin að lofa mér íyrir löngu. En ... — En hvað? Aítur þögn. Herbergið var orð- ið að iitium kassa. Hún megn- aði ekki að hreyfa sig. — Það var ekkert. — Grete... Veiztu hvað ég vil? Ég hef verið að hugsa um það vikum saman. Ég myndi viija fara eitthvað burt með þér. Hún iét aftur augun til þess að halda tárunum í skefjum. — Ég ... stamaði hún óskýrri röddu, ég hef... Svo teygði hún höndina eítir handtöskunni, tók upp umslagið og lagði það fyrir framan hann. — Opnaðu það, sagði hún. Þetta er jólagjöfin mín frá fyrir- tækinu. En ég verð að hafa ein- hvern til að njóta hennar með mér. Vilt þú ... ? Hann braut upp gjafakortið og las það yfir. Svo horfði hann á hana alvarlegur. Að því búnu hellti hann meira víni í bæði glösin. 6. KAFLI. Þau fiugu til Zurich og fóru síðan með áætlunarbíl til Gast- hof Niederjoch nálægt sviss- nesk-áusturísku landamærunum. Kvöldið var þurrt og svalt og smáar isnálar svifu í loftinu eins og stjörnumynstur frá ólmum leik vindanna um ósýnilegar Alpahiiðarnar hátt uppi í kvöld- húminu. Blys loguðu meðfram brattri brautinni frá þjóðvegin- um upp að tjargaðri timburbygg- ingu hóteisins með gríðarmikið týróiskt þakskegg. í forsalnum skíðiogaði í risastórum, opnum arni. Þau áftu þrjár vikur fram- undan, en eítir fyrstu vikuna á hóteiinu ætlaði Lars Stenfeldt til Miiano í fáeina daga á lækna- mót. Hann hafði stungið upp á því við Grete að hún kæmi með honum, en hún vildi heldur verða eftir á hótelinu í Alpadalnum, en dveija i viku í súld og rign- ingu sunnan Alpanna. Án þess að þau hefðu fyrir- fram rætt þau mál, hafði verið gengið út frá þvi sem gefnu að þau tækju hvort sitt herbergi á hóteiinu. Gestgjafinn sem sjálf- ur var lyklavörður, taiaði utan að því við þau er þau skrifuðu sig inn í gestabókina, að falleg- asta tveggja manna herbergi hóteisins, með stórum svölum og útsýni yíir alian dalinn, væri laust ef gestunum þóknaðist að skipta. Grete fannst hún verða fyrir rafmagnshöggi. Nokkur orð frá Lars gætu þýtt uppfyllingu allra hennar leyndustu drauma — eða vakið hana miskunnarlaust af þeim. Það olli henni nokkrum sársauka er henni varð ijóst að hún hafði svikið bæði sjálfa sig og Lars með því að trúa honum ekki fyrir hinu erfiða líffræði- lega vandamáii sínu. En ef til vill... Þessi óskýranlega, nærri of- boðskennda skelfing, sem hún hafði ávallt fundið gagnvart karlmönnum, sem reyndu að snerta við henni, hafði aldrei gert vart við sig í sambandi við Lars. Ef eitthvert réttlæti væri til í heiminum, þá væri nú ef til vill komið að henni að draga vinn- ing. Hún mætti feimnislega spurn- araugnaráði hans. Ef þú værir mér ekki svo óendanlega mikils virði, hugsaði hún. Ef þú værir einhver, sem ég gæti annað hvort sleppt eða haldið. Þá myndi ósigur ekki skipta svo miklu máli. En ég get ekki misst þig núna. — Hvað finnst þér? sagði hann á sænsku. — Ég vil að þú ákveðir það, hvíslaði hún að honum aftur. — Við tökum bæði einkaher- bergin, sem beðið var um, sagði hann við gestgjafann. Ég fer til Milano í nokkra daga í næstu viku. Ef tveggja manna her- bergið verður iaust þegar ég kem aftur, þá skiptum við ef til vill um. Vikadrengur bar upp farang- urinn fyrir þau. Þau fylgdu hon- um eítir upp stigann og er þau gengu inn eftir iöngum gangin- um, tók hann hönd hennar í sína. — Við getum ailtaf skipt um herbergi ef við viljum, sagði hann lágt. Andartak fannst henni þetta vera barnaskapur. Tvær full- orðnar manneskjur veltu fyrir sér spurningunni um eins- eða tveggja manna herbergi eins og líf lægi við. — Við búum samt nálægt hvort öðru, hvíslaði hún. — Ég á eflaust eftir að viliast, sagði hann og brosti. Hann fékk aftur lítið bros frá henni og spennunni var aflétt. — Nú ætla ég að snyrta mig dáiítið til eftir ferðina, hvisiaði hún. Eigum við að segja að við hittumst í matsainum eftir hálf- tíma? Hann kyssti hana á ennið og fór inn í herbergi sitt. Lars Stenfeidt fannst sem hann hefðl aldrei séð Grete eins undurfaiiega og þar sem hún sat andspænis honum við kvöld- verðarborðið. Andlit hennar um- girt dökku hárinu hafði yfir sér ró og heiðríkju, sem var aiveg ný hjá henni. Þau höfðu borð við gluggann og útsýni yfir dalinn. Að kvöld- iagi virtist hann eins og enda- laus svört víðátta með dreifð- um Ijósblettum frá afskekktum Ijóskerum. Og eftir langan dag í flugvélinni og áætlunarbílnum var kyrrðin eins og biíðuhót. Hann horfði í laumi á hendur hennar og þráði að finna þær láta blítt að sér. Kaffið drukku þau við arin- eldinn í samkomusainum. Ein- hvers staðar í rökkrinu kringum þau var slangur af öðrum gest- um og allir létu sér annt um að viðhalda hinni kyrriátu stemmn- ingu. — Þetta er eins og að vera komin í annan heim, hvisiaði hún. Flöktandi eldbjarminn lék um andlit hans og gerði það síbreyti- legt — aðra stundina virtist hann glaður og reifur, hina likt- ist hann mest striðnislegum skólastrák. — Þú situr og horfir á mig, sagði hann lágum rómi. Ég finn það um allan likamann. — Mér fellur vel að horfa á þig- Auk þess hugsaði hún með sjálfri sér, fellur mér dásamlega vel við þig á hvern þann hátt, sem hægt er að falla við aðra manneskju. Ég hafði aldrei látið mig dreyma um mann sem iíkt- ist þér. En svo varstu þarna allt í einu. Þegar allt virtist sem von- lausast og tómleikinn í brjóst- inu var eins og botnlaus gröf — þá kynntist ég þér. Hann sneri höíðinu og ieit á hana. — Ég vildi gefa mikið fyrir að geta lesið hugsanir þín- ar, hvislaði hann. — Einhvern tíma seinna skal ég lesa þær upphátt fyrir þig, svaraði hún. En ekki núna. — Eigum við að fara í kvöld- göngu? — Gjarnan. Þau gengu eftir ójöfnum veg- inum niður í bæinn og leiddust. Svo skömmu eftir áramótin voru ferðamenn ekki enn íarnir að flykkjast í dalinn og bæjarbúar héldu sig innan dyra. Það eina sem þau mættu var snjóplógur sem ruddi þjóðveginn. En strax og hann var farinn fram hjá, klufu tveir nýir ljósgeislar myrkrið og nálguðust þau með ofsahraða. Þau viku til hiiðar og leituðu hæiis uppi á snjóskaíl- inum en bíllinn hemlaði með snöggum rykkjum og nam stað- ar. Maður á fimmtugsaldri spurði til vegar að GasthausNiederjoch. Þau bentu. honum á hvar hann ætti að Víkja til hægri tií þess að komast upp að hótelinu. — Þið búið ef til vill sjálf á Gast- haus Niederjoch? spurði hanti. Er það gott hótel? Kyrrt og ró- legt? Lars Stenfeldt skýrði honum frá að þau hefðu aðeins komið fyrir örfáum klukkustundum og vissu ekki mikið um hótelið. Reynsla þeirra hingað til myndi þó iofa góðu fyrir þann sem leitaði kyrrðar og hvíldar. — Er það rangt til getið hjá mér, að þið séuð Svíar? héit ókunni maðurinn áfram. Ég héf komið til lands ykkar oft og mörgum sinnum. Þið viljið e'f til vill aka með mér aftur til gistihússins? Grete kreisti hönd Steníeldts, og hann afþakkaði boðið. Að- komumaðurinn lýsti vingjarri- iega yfir óánægju sinni með að þau skyidu ætla að þráast við og fara fótgangandi upp hina löngu brekku að hótelinu. Síðan bauð hann kurteislega góða nótt. Og bíllinn þaut af stað á fleygi ferð og með drunum miklum. Þau sáu framljós hans sópa veg- inn upp að gistihúsinu og nema staðar við aðalinnganginn. Lars og Grete fóru alla leið að þorpskirkjunni áður en þau sneru aftur heim á leið. Hjartan- ieg ágengni aðkomumannsins hafði vakið einhvern óhug hjá þeim. Hún var eins og aðvörun um að jafnvel kyrrlátustu og afskekktustu staðir væru ekki óhultir fyrir friðarspillum. — Hann verður varia nemá nóttina, sagði Lars Stenfeldt. Og við þurfum allavega ekki að skipta okkur af honum. Hann hefði getað sagt meira, en hann vildi ekki valda Grete áhyggjum. Ókunnugur maðuf, sem nemur staðar og spyr til vegar er ekkert óvenjulegt. En ókunnugur maður, sem í sömu andrá fastákveður þjóðerni fólks sem er honum algerlega fram- andi og útmálar þar næst fyri'r því hve erfið brekkan sé upþ að gistihúsinu sem verið er að vísa honum á —- þarna var eitt- hvað sem ekki kom alveg heim. Þegar Lars Stenfeldt og Grete komu aftur til hótelsins hálftíma síðar hafði sportbíl ókunna mannsins verið iagt undir snjó- þakinu, en það varð ekki skilið á annan veg, en að hann ætiaði sér að gista. Hefði hann aðeins ætiað að vera yfir nóttina myndi hann sennilega hafa tekið boði gestgjafans um að geyma bílinn í upphituðum bilskúrnum. Bíllinn hafði franskar númera- plötur og var skráður í Cannes. En hann var með stálnegldá hjólbarða og var greinilega út- Framh. á bis. 40. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.