Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 25
— SÁLFRÆÐI DAGLEGA LÍFSIIMS — SÁLFRÆDILEG NOTKUN LITA .... AIVIALÍA LÍIMDAL — f N þess að okkur sé það ljóst notum við sálfræði mikið í daglega lífinu. Eigin- konan sem nefnir ekki verð- ið á nýja hattinum sínum fyrr en hún er búin að gefa manni sínum góðan kvöld- verð er að nota sálfræði. Ef til vill er kaupsýslumaður- inn sem býður viðskiptavini sínum sæti þar sem dags- birtan skín framan í hann meðan hann situr sjálfur undan birtunni í þægilegum stól einnig að nota sálfræði. Við látum sálfræði hafa áhrif á okkur þegar við kaupum sígildar bækur af því að afgreiðslumaðurinn segir, að „gáfað fólk áliti þær ómetanlegar," þegar við kaupum Revlon snyrtivörur af því að falleg stúlka sýnir notkun þeirra, og þegar við kaupum skozkt viskí af því að auglýsingin sýndi mynd af fínum manni. Við kaup- um blekkinguna sem aug- lýsingarnar lofa — gáfur, fegurð o. s. fry. — og um leið kaupum við hið nauð- synlega sjálfstraust sem kann að gera blekkinguna að raunveruleika. Við notum sálfræði þegar við veðjum við strákhnokk- ann, að hann geti ekki lokið matnum af diskinum sínum í fimm bitum, og ungi kaup- sýslumaðurinn notar sál- fræði þegar hann gengur með gleraugu sem hann þarf ekki á að halda til að reyna að sýnast eldri og meira traustvekjandi. Sál- fræði hvetur okkur oft til að gera hitt og þetta sem við myndum annars láta vera, og eins getur hún feng- ið okkur til að gera það sem okkur ber. Þessi greinaflokkur um sálfræði daglega lífsins mun sýna dæmi þess hvernig sál- fræðiþekking getur komið að gagni á mörgum sviðum og gefið okkur betri skilning bæði á sjálfum okkur og öðrum. Nú þegar tekk og grátt húsgagnaáklæði er að kom- ast úr tízku — þessi óper- sónulegi velmegunarstíll r— fara fleiri og fleiri að vilja nota liti í híbýlaskreytingu. Fyrir nokkrum árum voru gerðar djarfar tilraunir í litavali þegar íbúðir voru málaðar eða veggfóðraðar, en árangurinn var ekki alltaf sem bezt heppnaður. Smám saman hefur litaskyn fólks orðið næmara, og nú er farið að nota liti til að tjá persónuleika heimilismann- anna og einstaklingsein- kenni, en það voguðu sér fáir að reyna áður fyrr. Lit- ir eru notaðir til að skapa visst andi-úmsloft, til að stækka herbergi eða minnka, til að breytá útlínum. Litaval hefur áhrif á fólk um leið og það stígur fæti sínum inn fyrir þröskuld hússins. Ef til vill tökum við ekkert sérstaklega eftir lit- unum í sjálfu sér, en við finnum hvort okkur er tekið hlýlega, fjandsamlega eða aðeins ópersónulega, og það er ekki háð kveðju húsráð- andans. Forstofan þarf að vera björt eða vel upplýst, því að það er hagkvæmara, að við sjáum gesti okkar Hún er herbergi sem gengið er í gegnum en ekki staðnæmzt lengi I, svo að litirnir eiga ekki að vera of hlýir. Þetta er kynningarherberg- ið, þarna kynnist gesturinn húsráðandanum og heimili hans, og eins og aðrar kynn- ingar gefur hún góð fyrir- heit án þess að segja of mikið undir eins. í forstofunni er lítið af húsgögnum, svo að litavalið miðast við Veggina, glugga- tjöld ef um þau er að ræða, og smáhluti sem bezt er, að séu ekki of margir. Oftast er ytri forstofan lítil, svo að við getum látið hana sýnast stærri, þægilegri og bjartari með því að velja á hana ljósan, svalan lit — til dæmis grábleikan. Glugga- tjöldin geta þá verið með gráu og bleiku mynstri. (Bleikt er að vísu kvenleg- ur litur, en við veljum gróft efni og stórgert mynstur — grófgerð efni verka karl- mannlegri en mjúk eða gljá- andi efni, þótt litirnir séu þeir sömu, og röndótt og köflótt efni hafa karlmann- legri blæ en blómamynstur). Einfalt skraut í forstofu getur verkað mjög vel t. d. tvær leiklistargrimur, stór planta, málverk eða lista- verk af einhverju tagi sem ekki þarf að skoða úr fjar- lægð. Gólfið ætti ekki að vera svo dökkt, að hvert rykkorn sjáist á því, en heldur ekki ljósara en vegg- irnir, því að þá ruglast jafn- vægisskyn okkar. Ef ekki þarf að lýsa forstofuna upp með hvítu lofti verkar hún vistlegri þegar loft og vegg- ir eru í sama lit. Nú kemur gesturinn inn í setustofuna. Oftast leggj- um við höfuðáherzlu á út- lit hennar, þótt við notum hana kannski minnst af öll- um herbergjum hússins; það fer eftir því hvort við höf- um hana fyrir fjölskyldu- herbergi eða aðeins fyrir gesti. Varið ykkur á of dramatísku litavali, snjó- hvítum eða kolsvörtum veggjum, nema þið séuð viss í ykkar sök. Hvítt er hreinn litur, en kaldur. Svartir veggir minnka herbergi, eins og það dragist saman. Velj- ið einn eða tvo aðalliti, og gleymið því ekki, að viður hefur líka lit. Ætlið þið að nota stofuna mest fyrir fjörug samkvæmi eða kyrrlátar samræður? Ef hún á að vera létt og glað- leg skuluð þið velja rauða, appelsínugula, gula, græna, bláa eða fjólubláa liti til skreytingar. Ef hún á að vera kyrrlát skuluð þið nota daufa liti sem verka ekki truflandi. Rautt og grænt saman er jólalegt, en fagurgrænt fer vel við bleikt og gulrautt eða rúbínrautt við ljósgrænt. Rautt og blátt verkar of sterkt saman, en gráblátt fer ágætlega við appelsínugult. Oft getur verið mjög fallegt að nota fleiri en eitt blæ- brigði af sama lit eða ein- göngu einn lit, en til þess að hann verði ekki of ein- hæfur verðum við að lífga hann upp með t. d. plönt- um, blómum, málverkum, skrautlegum púðum o. s. frv. Hlýir litir eins og rautt, appelsínugult, gult og gul- grænt minnka stofuna, svo að þið skuluð ekki nota of mikið af þeim í herbergi sem ykkur finnst í minna lagi. Svalir litir eins og blá- grænt, blátt og fjólublátt stækka herbergið aftur á móti. Stór stofa með bláum veggjum, teppi og húsgagna- áklæði verkar kuldalega* jafnvel þótt heitt sé inni. Yfirleitt eru karlmenn hrifn- ir af svölum, dökkum lit- um, en kvenfólk af hlýjum, ljósum litum, en þar sem fáir menn eru algerlega karl- mannlegir í eðli sínu og fáar konur algerlega kvenlegar, getur verið prýðilegt að blanda saman svölum og hlýjum litum í heimiiis- skreytingu. Einu sinni var maður, meðalhár maður, sem fannst hann ekki eiga heima í húsi sínu. Einkum kunni hann illa við sig í setustofunni. Þar fannst honum hann eitt- hvað svo lítilsigldúr án þess '■ að gera sér grein fyrir ástæðunni. Það var hátt undir loft, en þegar búið var að mála loftið með sama lit og veggina, þannig að það virtist lægra, og dekkra áklæði var sett á húsgögn- in fannst honum hann sjálf- ur verka hávaxnari, stærri og mynduglegri. Frh. bls. 38. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.