Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 26
FUR HIM STJÖRNUHRÖP OG VÍGAHNETTIR A LLIR kannast við stjörnuhröp, eins og fyrirbærin kallast í dagiegu tali þótt vonandi séu þeir fáir nú orðið sem láta sér til hugar koma, að það séu stjörnur festingarinnar, sem séu að falla til jarðar. Hins vegar gera menn sér þó oft lítt grein íyrir, hve örsmáir þeir svonefndu loftsteinar eru, sem valda hinni skínandi björtu en skammæju Ijósrák á |næturhimninum. „Stjarna" sú sem hrapar er venjulega ekki jstærri en lítil baun eða sandkorn eitt sem blossar upp svo |glæsilega við fall sitt inn í lofthjúp jarðar. Fallhraðinn er ívenjulega frá 35—60 km á sekúndu og núningsmótstaða lofts- ins við slikan hraða veldur því að ögnin snarhitnar svo, að hún leysist upp í skært lýsandi gufu. Liggur þá fyrir að spyrja, hvaðan þeir komi þessir litlu loftsteinar, sem í sífellu dynja á lofthjúpi jarðar með sh'kum iofsahraða. Heyra þeir, þótt smáir séu, sólkerfinu til, í sama skilningi og pláneturnar, eða hafa þeir verið að berast um igeimrúmið í ótalin ár og aldir, unz þeir á ómælis ferðum sín- um berast inn í aðdráttarsvið jarðar eða annarra pláneta sólkerfisins og enda ævi sína þar í andartaks geislarák? Marg- víslegar rannsóknir á stjörnuhröpum benda til þess, að enda þótt húgsanlegt sé, að margir þessara loftsteina komi aðvíf- andi utan úr ómælisrúmi muni mikill meiri hluti þeirra vera ;í eins nánum tengslum við sólkerfið og pláneturnar sjálfar. LEOIVIllAIIMIil. EINKUM og sér í lagi getur ekki leikið neinn vafi á heim- kynnum hins mikla loftsteinamors með tilheyrandi stjörnu- hrapaskúr, sem sem Leonidar kallast og birtast milli 13. og 16. nóvember. Þetta loftsteinager virðist vera hluti af miklu stærra loftsteinasafni, sem í rauninni er halastjarna sú sem jkennd er við Tempel og rennur kringum sólu á aflangri spor- braut á 33 og V& úr ári, og er þá ályktað, að Leonidarnir séu loftsteinar þeir, sem hafi sloppið undan hinum veiku að- dráttaráhrifum meginhluta halastjörnunnar. (Um halastjörn- ur var rætt í síðasta tölublaði Fálkans, og vísast því til jþeirrar greinar til frekari skýringa). 33. hvert ár hittir jörðin megingerið, og gefur þá að Jíta hina dýrlegustu skrautljósasýningu, er þúsundir loftsteina ifara leiftrum um næturhvolfið í fáeinar klukkustundir. Þann- ig birtust Leonidarnir árið 1866 eins og oft áður. En árin 1899 og 1932 varð vonum minna úr þessari Ijósadýrð. Ef til viJl vegna þess að jörðin befur ekki hitt á meginþyrpiiigu loftsteinanna í þessari halastjörnu Tempels, eða þá að mergð þessara loftsteina, sem enn fylgja hinni gömlu braut um sólu, hafi dvínað mjög vegna fyrri funda við jarðarhnöttinn. VkAMNETTEBI EGAR um stjörnuhröp er að ræða, eru þar á ferð mjög smáar steinagnir, sem tendrast upp í glóandi gufu áður en þær ná til jarðar. eins og fyrr segir. En stundum ber það Loftsteinsgígurinn í Arizona. við, að miklu stærri klumpar, og jafnvel heilir klettar ber- ast utan úr geimnum og skella á yfirborði jarðar. Kallast þeir þá vígahnettir á gömlu máli. Slíkir steinar hafa fundizt víða um heim, allt frá forneskju, og er álitið að fyrstu járn- munir mannkyns séu frá þeim komnir, það er að segja áður en mönnum lærðist að grafa eftir járni. í höndum hinna allra elztu menningarþjóða var þá járnið heilagur og goð- borinn málmur, þar sem hann var af himni kominn. Vígahnöttur verður auðveldlega greindur frá venjulegu stjörnuhrapi vegna miklu meira geislamagns og sést ekki heldur nema í 2—3 sekúndur. Þegar slíkur klumpur berst inn í gufuhvolfið á hinni geysi- legu ferð sinni, verður loftmótstaðan svo hörð og skyndileg að venjulega sundrast hann í smáhluta. Núningsmótstaðan er svo gífurleg, að þessir himinbornu hnullungar eru stund- um með glerkenndu yfirborðslagi, en þessi glerungur hefur myndazt við ofsabráðnun yfirborðsins í gufuhvolfinu. Þegar stórir klettar falla til jarðar, myndazt stærri eða minni gígar, allt eftir stærð og fallhraða klettsins. Slikir gig- ar, sem myndazt hafa á forsögulegum tíma, geta verið svo stórir, að þeir hafa lengi verið álitnir útbrunnar jarðelda- stöðvar, sbr. Arizonagíginn, sem síðar er getið Brotstykki úr klettinum má þó oft finna í nágrenni gígsins. EFMI tlt; AEHBJHSH14T. EFNI þessara miklu loftsteina er í flestum tilvikum blanda af nikkel og járni, en einstaka steinar eru þó mestmegnis úr hörðu bergi. En allir loftsteinar eða vígahnettir eiga það þó sameiginlegt, að sýnt er, að upprunalega hafa þeir verið í bráðnu ástandi og hlutar af miklu stærri himinhnöttum — sennilega á stærð við hinar minni plánetur sólkerfisins — sem hafa sundrazt. Slíkar ályktanir eru dregnar af þeim kristallamyndunum, sem í þeim eru. ......................' .. :■..............^ ....... 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.