Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 27
mjR IMS 0€ JARÐAR Með vísindalegum aðferðum er nú hægt að reikna aldur , steina og berglaga, og kemur þá í ljós, að aldur þeirra loft- steina, sem fundizt hafa, er allt frá 100 milijónum til 3000 milljón ár. Um uppruna þeirra hallast margir vísindamenn að þeirri skoðun, að sé fallhraði þeirra innan gufuhvolfsins yfir 42 km á sekúndu, sé gild ástæða til að ætla — þótt engan veginn megi fullvíst teljast — að uppruni þeirra sé utan sól- kerfisins. En hafi hraðinn reynzt minni, sé jafngild ástæða til að ætla, að þessir steinar séu ættaðir úr sólkerfinu sjálfu, Qg sú er raunin á um flesta vígahnetti. ARIZONA - CÍCDWIMM LOFTSTEINAGÍGUR sá, sem myndin sýnir, er í Arizona- fylki í Bandaríkjunum. Hann er yfir 1 km í þvermál, 180 m á dýpt og gígbarmurinn er um 50 m á hæð. Aldur þessa gígs er áætlaður einhvers staðar milli 5000—50,000 ár, og þungi þess kletts, sem myndaði hann, 2—3 milljónir lesta. Af honum sjálfum finnst nú ekki nokkur arða í gígnum, og mun hann hafa leystst gjörsamlega upp í gufumökk við árekstur- inn, en honum munu hafa fylgt ægilegar náttúruhamfarir, bæði á landi og þó einkum í lofti. En svo vill til að svipaður atburður hefur orðið á okkar tímum, svo sem nú verður lýst. TOMCIJSKA - STEIMIMIIMM 30. júní, 1908 varð vart undarlegra loftfyrirbæra um alla Evrópu. Það varð ekki fulldimmt um nóttina og var mikið rætt hvað valda mundi. Ef til vill hefðu hinum efri loft- lögum bætzt einhver viðbótarefni, kannski eldstöðvaryk, sem myndaði einhvers konar lýsandi náttský. Jarðskjálftamælar • sýndu að meðalharður jarðskjálfti hefði orðið einhvers stað- ar í Siberíu. En það var ekki um venjulegan jarðskjálfta að ræða, og eldgos ekki heldur. Geysilegur loftsteinn hafði fallið niður ■' í Tonguska héraði í Síberíu, en það var fyrst löngu siðar sem það varð kunnugt. Sem betur fór var þetta óbyggt hérað, mjög skógivaxið og mörg hundruð kilómetrar til næstu manna- byggða. Faliinu fylgdi þrumugnýr sem heyrðist í 1000 km fjarlægð, skógurinn varð alelda og reykurinn sást í 400 km fjarlægð. ÖIl tré í nágrenninu féllu og sneru krónum í átt frá fallstaðn- um. Þessi fallni skógur myndaði hringflöt um 40—50 km í þvermál. En loftþrýstingurinn, sem felldi trén náði þó miklu lengra, því hann velti mönnum og hestum í mörg hundruð km fjarlægð og kom fram á viðkvæmum loftþrýstimælum um alla jörð. Reynt hefur verið að reikna úr þyngd og fallhraða steinsins af öllum verksummerkjum, og er áætlað að hann hafi vegið um 1 milljón lesta og að fallhraðinn hafi verið um 60 km á sekúndu. Steinsins sjálfs hefur verið leitað án árangurs. Örlög hans munu því sennilega hafa orðið hin sömu og frænda hans í Arizona. ^bankett yfir Hrcint cg hressandi. Það cr gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hugmyndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hár- ið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting. Með Bahco Bankett fáið þéi raunverulega ioft ræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum Soggetan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett.. HljóS. Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum. Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfn- ast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bankett hefur engar slíkar, en heidur alltaf fullum af- köstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryiSfríu stáli. Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varan- legar fitusíur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna því, að fita setiist innan f útblástursstokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæS, innbyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett skapar ó- þvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega lýs- ingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls staSar vel. Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, reyndustu og ný- tízkulegustu Ioftræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRl. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslu- stofnana nágrannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfald- lega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJVNG: Bahco raSstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunvcrulega loftræstingu og heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið Bahco Bankett. eldavéllna Komið, skrifið eða útfyllið úr- klippuna og fáið allar upplýs- ingar um Balico Bankctt, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. FÍÍAIA SÍMI 2442D. SUÐURBÖTU !□ Scndið nndirrit. Bahco Bankett mypdálista með öllum upplýsingum: Nafn: .......................................................... Hcimilisfang: .................................................. Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. F 2Í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.