Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 28
HJOLID SNÝST EFTIR GUÐMUND ÞORSTEINSSON EGAR ég kom til Hafnarfjarðar í ársbyrjun 1928, var Magnús Guðjónsson einn hinna fyrstu manna sem ég kynntist þar — og ávallt að öllu góðu. Magnús er fæddur í Stóra-Lambhaga í Hraunum (sem þá tilheyrðu Garðahreppi) 21. september 1891 Hann ólst upp við að starfa að hverju sem til féll, eins og þá var títt, og var þá smali m. a. Þá var á Straumi drengur sem nefndur var Stefán, og var kært með honum og Manga. Þessi drengur varð síðar nokkuð kunnur undir nafninu „Stjáni blái“ — einkum eftir að Örn Arnarson gjörði hann nær ódauðlegan með kvæði sínu; en það átti á vissan hátt rætur allt aftur í samveru þeirra smalanna suður í Hraununum. 1910 fluttist Magnús að Langeyri við Hafnarfjörð, og þó hann væri þar ekki nema þrjú ár, var hann oft kenndur við staðinn síðar. Eftir það fluttist hann inn í þorpið, byggði sér hús við Austurgötu 10 og átti þar heima síðan, til 1947. Sjómennsku hafði Magnús byrjað ungur á opnum skipum suður i Hraunum — og átti hún nokkur ítök í honum síðan, þó aðalstarfssvið hans yrði alltaf á landi. í Hafnarfirði réðist hann fyrst á kútter Elínu“, sem Aðalbjörn Bjarnason var þá með, en hætti þar eftir tvær vertíðir. En 1917 verða stefnuhvörf í lífi hans; þá fékk Ágúst Flygenring Ford-vörubíl, —annan af tveimur sem komu nær samtímis. Magnús tók að sér stjórn á honum, og ók honum sumurin 1917 og 1918, en 1919 eignaðist hann sjálfur slíkan bíl, og hóf á honum sitt aðalævistarf. Þá voru byrjaðir fólksflutningar á litlum bílum, og í smá- um stíl; en í viðlögum var líka fljótlega farið að flytja fólk á palli vörubíla, á trébekkjum sem tyllt var niður. Þá hug- kvæmdist Magnúsi, að láta smiða kassa á vörubílinn sinn, og fékk „Kristin vagnasmið“ í lið með sér. Enga reynslu var þá við að styðjast í þessu efni, og varð Magnús að segja sjálfur fyrir smiðinni; er það víst hans eina afrek í byggingum. Efnið var að mestu „panel“ — og ekki hefði sá farkostur þótt glæsilegur nú — en þá var fólk ekki orðið mjög vand- fýsið. Kristinn smíðaði kassann af sinni kunnu vandvirkni, kass- inn tók 13 farþega — og var starað stórum augum á það furðuverk. Bíllinn, — svo búinn, varð brautryðjandi kassa- bílanna, sem skipuðu sómasamlega sinn sess í þjóðlífinu, við eðlilega þróun þess, þó nú sé saga þeirra öll, — og að mestu týnd tveim kynslóðum. Þegar þessi bíll tók að flytja fólk á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, kostaði farið fram og aftur þessa leið 7 kr. með litlu fólksbílunum sem þá voru til; í kassa Magnúsar slapp fólk með 5 kr. Fór því varla hjá, að kassabíllinn væri litinn hornauga af þeim sem kepptu um flutningana. En alþýðuna munaði um hverja krónuna þá, svo kassinn varð vinsæll — og eigandinn einnig. Brátt sagði til sín reynsluleysið í smíðinni; kassinn liðað- ist mjög, því í honum voru engir skrúfboltar, en vegir harðir og holóttir í þá tíð þegar varla var um aðra orku að ræða til vegaviðhalds en handaflið eitt, og verkfæri lítið meira Magnús hjá síðasta bílnum, sem hann átti. Ilinar myndirn- ar eru úr skemmtiferðum, sem Magnús fór fyrrum á opn- um bíl og á kassabíL FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.