Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 30
en rekur og haka. Þurfti því oft að bæta í kassann nagla hér, og öðrum þar. Gekk svo til 1924. Magnús fékk sér fljótlega stærri bíl (Chevrolet) og smið- aði sér kassa á hann. sem tók 18 menn í sæti. 1928 fékk hann sér stærri bíl (Stewart) og færði kassann yfir á hann; sem oftast hafði Magnús bílstjóra á þessum bíl, sem gekk stöðugt til 1930. Þegar þessi kassi var srríðaður, hafði Magnúsi orðið sú skyssa, að hann varð 6 sm. breiðari en lög leyfðu þá. Var sú átylla óspart notuð af keppinautum hans, til að tor- velda Magnúsi flutningana. En með lipurð og alþýðuhylli Magnúsar gekk þetta þó árekstralítið, fram á sumar 1930 — en þá var hann stöðvaður. Fólkið hafði brosað að þeim hnippingum sem út af þessu urðu og nefndi þær „sentímetrastríðið", — sem Magnús tapaði þó að lokum. En þó hann tapaði stríðinu, var hann ekki þar með af baki dottinn. Þá keypti hann sér frambyggðan Chevro- let sem Kristinn vagnasmiður byggði ofan á fyrir hann, og var þar rúm íyrir 22 í sæti; flutti hann fólk sem fyrr, til 1944. Þá hætti hann þessum fólksflutningum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, en keypti stóran langferðabíl ofan af Akra- nesi og notaði í hópferðir fram til 1955, en hætti þá bílaútgerð. Þegar farið var að flytja fólk milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur á sjö manna bílum lækkaði farið fram og aftur úr 7 kr. ofan í 5. Þá flutti Magnús í kassa sínum fyrir 4 kr. Næst færðu hinir sig í 4 kr. en hann í 3 kr. Hinir komu á eftir í 3 kr. — en Magnús færði sig ofan í 2 kr. Þá ætlaði öflugasti keppinautur hans að segja honum skák og mát, með því að flytja fólkið fyrir sama á sínum bílum — 1 kr. sætið. En alþýðan bar fyrir „skákina: Hún hélt tryggð við „sinn mann“, og ferðaðist með kassanum eins og ekkert hefði í skorizt! Þá komust hinir ekki neðar, — en Magnús launaði fólkinu með því að færa sig niður í 75 aura með sætið. Þessi taxti var kominn á 1928, og hélzt óbreyttur þau þrjú ár sem ég var hér. Þetta er í stórum dráttum bílaútgerðarsaga Magnúsar — en fleira hefur hann borið við: 1934 hóf hann útgerð, með þvi’ að kaupa, við fjórða mann, gamlan bát sem „Njáll“ hét, og talinn var 36 lestir. Hann reyndist hin mesta happa-fleyta; einu sinni tók út af honum mann, — en honum skolaði inn aftur! Endaði „Njáll“ svo þjónustu sína, að ekkert slys varð af honum, og telur Magnús að hann muni enn vera að mestu heill, inni við Gelgjutanga. Hann var grunnbyggður og grunnskreiður, afburða sjó- skip; varð hann fyrstur skipa af sinni stærð til þess að geta lagzt að bakka upp undir Hvanneyri, og fór nokkrar ferðir þangað. Þótti Hvanneyringum það hæg uppskipun, hjá því sem þeir áttu að venjast. Þeir félagar áttu „Njál“ í sjö ár til 1941. „Morgunstjörn- una“, 44ra lesta skip, keypti Magnús, við 5. mann, 1944, og átti í eitt ár — en venti þá kvæði sínu í kross, og fór að verzla, rétt neðan við Hraunsholt við Hafnarfjörð, 1945. Þá átti hann að sjálfsögðu bíla í sambandi við verzlunina. En 1961 hætti hann því, og réðst til Nathans & Ólsens, til inn- heimtustarfa. Þá átti hann enn heima í Hafnarfirði, og keypti sér því bíl til að færa sig á milli, en hjólaði sem oftast í starfi. Þetta var 6 manna Chevrolet og varð hans síðasti bíll. En sl. haust flutti hann sig inn í Reykjavík, seldi bílinn — og hjólar svo alla daga, jafnvel í „Fjörðinn“ ef svo ber undir — þó hann sé að verða hálfáttræður! Hér hef ég rakið í mjög stórum dráttum athafnasögu þessa hógværa manns; væci þá ekki úr vegi að minnast nokkrum orðum á manninn sjálfan. Eiginlega hófust kynni okkar með því, að ég sveif að honum, nær ókunnugum, og bað hann að lána mér 30 krónur — sem hann gjörði alveg orðalaust, —■ mér til nokkurrar undrunar. Menn eru nú orðnir svo vanir að nefna háar tölur og stórar upphæðir, að flestir brosa líklega að svona smáræði nú. En hvorttveggja var að fæstir gengu þá með fulla vasa af peningum, og að gengi þeirra var allt annað þá en nú er. Eftir því sem næst verður komizt, gætu þessar 30 krónur þá, jafn- gilt 10—1200 krónum nú, og þó menn séu orðnir vanir háum tölum og þykkum seðlabunkum, mun varla hver maður rétta þá upphæð alveg orðalaust að ókunnugum manni — þó hann líti ekki beinlínis glæfralega út. Að vísu stóð ég í skilum með þetta smáræði, en ég hef aldrei gleymt þessu atviki samt. Grun hef ég um að ekki hafi Magnús innheimt stranglega öll sín fargjöld, eða aðra reikninga. Þess minnist ég, að þegar vígður var £ Sandgerði björgunarbáturinn „Þorsteinn“, þá Framh. á bls 38. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.