Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 32
ARFDRAN ERFINGJA „Og þér takið fjölskylduskjöl- in með yður?“ „Það skal ég gera.“ „Auf Wiedersehen þá.“ „Auf Wiedersehen." „Þér gleymið ekki skjölun- um?“ „Nei, ég skal ekki gleyma þeim, liðþjálfi." Arthur ók með þau að brúar- rústunum og lofaði að sækja þau þangað aftur kvöldið eftir. Þau komust heilu og höldnu til gamla Renault bílsins og vöktu sofandi bílstjórann, sem ók þeim áleiðis til Florina. Þrátt fyrir það að þau gátu nú í fyrsta sinn siðan þau hittu liðþjálfann rætt saman óhindrað, liðu margar minútur þar til ung- frú Kolin rauf þögnina. „Hvað hafið þér i hyggju að gera?“ „Síma til fyrirtækisins eftir fyrirmælum." „Þér ætlið ekki að fara til lögreglunnar?" „Ekki nema fyrirtækið bjóði mér að gera það. Við höfum held- ur ekkert nema veikan grun að styðjast við.“ „Er þetta einlæg skoðun yðar?“ „Ungfrú Kolin, ég var ekki sendur til Evrónu til þess að leika grískan lögreglonjósnara. Ég er hingað kominn til að finna erfingjann að Sehneider John- son auðæfunum og framvísa honum í Pennsylvania. Og það er nákvæmlega það sem ég er að gera. Hvað hann er, kemur mér ekki við. Mín vegna getur hann verið uppreisnarseggur, stigamaður, sendiherra eða erki- biskupinn í Saloniki! I Phila- delphia er hann lögmætur erf- ingi auðsins og staða hans hér hefur ekki minnstu áhrif á erfða- kröfu hans.“ „Ég myndi nú halda að hún gæti haft töluverð áhrif á gildi hans fyrir réttinum." „Það verður lögfræðingur hans að glíma við en ekki ég! Og hvers vegna eruð þér að hafa áhyggjur af því?“ „Ég hélt að þér hefðuð áhuga á réttlæti." „Það hef ég svo sannarlega líka! Það er þess vegna, sem Franz Schirmer fer til Phila- élelphia, ef ég get fengið hann til þess.“ „Réttlæti.“ Hún rak upp gjall- andi hlátur. George var þegar orðinn þreyttur. Nú fór hann að verða gramur. „Heyrið mig nú, ungfrú Kolin. Þér eruð ráðin sem túlkur, ekki sem lögfræðilegur ráðgjafi. Ekki lieldur til að vera starfssamvizka mín. Sjáið þér um yður, þá sé ég um mitt. Sem stendur skipt- ir það eitt nokkru máli, að þessi maður er Franz Schirmer!" „Hann er einnig Þjóðverji af verstu tegund!" sagði hún reiði- lega. „Ég hef engan áhuga á gerð hans. Starf mitt er bundið við þá staðreynd eina, að hann er til!“ Hún sagði ekkert og hann taldi vist að deilan væri um garð gengin. Þá fór hún að hlæja aftur. '9 „Hann er göfugmenni þessi lið- þjálfi!" sagði hún hæðnislega. „Nú skal ég segja yður nokk- uð, ungfrú Kolin,“ byrjaði hanti >, „Ég hef sætt mig við hvers kon- ar ...“ En hún hlústaði ekki á á hann. „Þetta svín!“ hreytti hún út úr sér. „Þetta viðbjóðslega svín!“ George starði á hana orðlaus. Hún fór að berja sjálfa sig á hnén með krepptum hnefunum og endurtók orðið „viðbjóðslega." „Ungfrú Kolin, haldið þér ekki...“ Hún sneri sér að hon- um með snöggum rykk. „Stúlkan í Saloniki! Þér heyrð- uð hvað hann gerði?“ „Ég heyrði einnig hvað hún gerði.“ „Já, sem hefnd vegna þess að hann hafði dregið hana á tálar. Og hve margar aðrar hefur haml ekki farið eins með?“ „Eruð þér ekki hálf kjána- leg?“ Hún heyrði ekki til hans. „Hve margar aðrar hafa orðið þessum viðbjóði hans að bráð?" Rödd hennar fór hækkandi. „Þeir eru ávallt þannig, þessi skrímsli — myrða og pynda og nauðga hvarvetna sem þeir koma. Hvað þekkja Ameríku- menn og Bretar til þeirra! Herir ykkar berjast aldrei í ykkár eigin landi. Spyrjið Frakka um Þjóðverja í götum þeirra óg húsum. Spyrjið Pólverjana óg Rússana, Tékkana og Júgóslav- ana! Þessir menn eru eins og daunill leðja yfir löndum þeim, sem þjást undir valdi þeirra. Daunill leðja! Þeir lemja og , kvelja, lemja og kvelja allt undir sig með ofbeldi, þangað til þeir. . þangað til þeir...“ Hún hætti og starði sljó fram fyrir sig, eins og hún hefði gleymt hvað hún ætlaði að segja. Allt í einu kreppti hún sig sam- an í skefjalausum gráti. George þrýsti sér aftur í sætinu og hélt eins kyrru fyrir og blygð- un hans og skjögtið í bílnum leyfði. Hann reyndi að gera sér grein fyi'ir hve mörg glös hún hefði drukkið frá því þau fóru frá Florina. Það var eins og hann minnti að glas hennar hefði aldrei verið tómt þennan tíma, sem þau dvöldu í bækistöðvum liðþjálfans, en hann var ekki viss. Sennilega hafði hún fyllt glasið í sífellu. Ef svo var, hlaut hún að hafa drukkið allt að þvi heila flösku af koníaki auk glas- anna, sem þau höfðu fengið eftir 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.