Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 33
kvöldverðinn. Hann hafði haft of mikið að gera til' þess að hafa gætur á henni. Nú grét hún hljóðlega. Gamli maðurinn við stýrið hafði aðeins snúið sér við einu sinni og ekki tekið neitt mark á henni. Að lík- indum var hann vanur ofsa- fengnum konum. Það var George ekki. Hann kenndi í brjósti um þana en hann mundi einnig eftir greinilegri velþóknun hennar á írásögnum Chrysantos ofursta — mannsins, sem vissi hvernig fara átti með Þjóðverja ... Að nokkurri stundu liðinni sofnaði hún með andlitið falið í örmum sér upp við bakið á sætinu. Það var farið að birta þegar hún vaknaði. Hún sat stundarkorn og starði út á veg- inn. Svo tók hún upp sígarettu og fitlaði við kveikjarann sinn. En það var of hvasst inni í bíln- um svo George kveikti í fyrir hana með glóðinni á sinni eigin sígarettu. Hún þakkaði fyrir með róiegri eðlilegri rödd. Hún minnt- ist ekki á hegðun sina áður. Hún hafði vafalaust gleymt henni... Hvað henni viðkom, gat hann átt von á hverju sem var'. Það hafði hann nú gert sér Ijóst! Hann lauk við skýrsluna til herra Sistroms og lakkaði um- slagið. Nú hlaut póstafgreiðslan að vera opin. Hann tók bréfið og símskeytið og gekk niður. Sér til undrunar sá hann ung- frú Kolin sitja í kaffistofunni yfir morgunverði. Hún hafði skipt um föt og leit út eins og t hún hefði sofið alla nóttina. ,,Ég hélt, að þér ætluðuð að fara að sofa,“ sagði hann. „Þér sögðuzt ætla að senda skeyti til skrifstofu yðar. Ég beið til þess að geta farið með það, svo það kæmist óbrenglað til skila. Það sjást svo fá sím- skeyti hérna og starfsfólkið ger- ir alltaí heilmikið veður út af þeim...“ „Það var mjög fallegt af yður, ungfrú Kolin. Hérna er það. Ég hef eirinig skrifað skýrslu mína. Viljið þér senda hana með flug- pósti fyrir mig?“ „Já, að sjálfsögðu." Hún iagði greiðsluna fyrir morgunverðinn á borðið og var á jeið gegnum forsalinn, þegar dyravörðurinn fór á eftir henni og sagði eitthvað á frönsku. George gat heyrt orðið . „télép- hone“. Hún kinkaði til hans koili og brosti til Georges — hálf vandræðaleg fannst honum. „Samtal við París,“ sagði hún. „Ég var búin að senda vinum minum símskeyti um að ég væri á leið heim. Ég vildi gjarnan láta þá vita af því, að mér hefði seinkað. Hve lengi haldið þér að það verði?" „Tvo-þrjá daga býst ég við.“ Hann sneri sér við til að fara. „Það var annars fljót afgreiðsla að fá samband við París héðan á einum klukkutima!" „Já, það var fljótt." Hann sá hana ganga inn í klefann og taka upp simaáhald- ið um leið og hann fór upp til þess að sofa. Klukkan átta um kvöldið hittu þau aftur öldunginn með Renault bílinn og óku af stað í aðra ferð sína til aðalbækistöðva liðþjálf- ans. George hafði sofið vel ftiestan hluta dagsins en hann var samt undarlega þreyttur. í von um svar frá herra Sistrom, hafði hann farið á fætur er langt var liðið á daginn og fór niður til þess að gá að því En þar beið hans ekkert. Hann varð fyrir vonbrigðum, en á hinn bóginn þurfti herra Sistrom að átta sig á ýmsu áður en hann gæti sent viðhlítandi fyrirmæli. Ungfrú Kolin hafði farið út, og þegar hann sá axlatösku hennar sem virtist úttroðnari en venjulega, gat hann sér þess til, að hún hefði keypt sér koníaksflösku til þess að hressa sig á á leiðinni. Hann vonaði innilega, að hún tæki ekki allt of freklega til vínfanganna ... Arthur beið þeirra á sama stað og lokaði þau aftur inni, undir segldúknum. Það var enn heit- ara í veðri en kvöldið áður og George andmælti. „Er þetta nú alveg nauðsyn- legt?“ „Mér þykir fyrir því, kunp- ingi. Við neyðumst til þess.“ „Það er skynsamleg varúðar- ráðstöfun," sagði ungfrú Kolin óvænt. „Já, það er öldungis rétt, ung- frú,“ sagði Arthur. Málrómur hans bar vott um sömu undrun- ina og George fann til sjálfur. „Tókstu skjöl liðþjálfans með þér, herra Carey?" ,;Já.“ „Það var gött. Hann hefur verið hálf hræddur um, að þú myndir gleyma þeim. Harin get- ur varla beðið eftir að fá meira að heyra um hann nafna sinn!" „Ég tók einnig með mér eftir- prentun af gömlu ljósmyndinni." „Þú ert viss með heiðurs- merki!" „Hvaða ákvörðun hefur hann tekið?" „Það veit ég ekki. Við ræddum lítið eitt um það í gærkvöldi, eftir að þið voruð farin, en .., Nú, þú getur sjálfur taiað við hann um það. Svona — nú er lokað. Ég skal taka það rólega i þetta skipti!“ Bíllinn lagði af stað upp hlykkjóttan, grýttan veginn og þau urðu að viðhafa sömu siða- reglur og kvöldið áður. Liðþjálfinn tók á móti þeim i ganginum. Hann brosti en var auðsjáanlega ekki rótt innan- brjósts. George til mikils léttis var ungfrú Kolin í sinu venju- lega tómlætisskapi. Liðþjálfinn visaði þeim inn í borðstofuna, hellti i glös fyrir þau og gaf skjalatösku George auga. „Hafið þér skjölin með yður?“ „Já.“ George opnaði töskuna. „Ég er einnig með mynd af ridd- araliðsmanninum." „Er það sannleikur?" „Það er hérna allt saman." George tók fram umslagið, sem hann hafði flutt með sér alla leið frá Philadelphia. „Undirlið- þjálfanum gafst ekki tími til að skoða allt, þegar hann var að róta í föggum mínum,“ bætti hann við með breiðu brosi. „Þarna fékk ég það,“ sagði Arthur og lét sér hvergi bregða. Liðþjálfinn settist við borðið með ljómandi augu, eins og hann væri að setjast að dýrindis krás- um. George fór að breiða úr skjölunum fyrir framan hann, einu af öðru og skýrði jafnóð- um fyrir honum uppruna þeirra og merkingu. Liðþjálfinn kink- aði kolli eða sneri sér að ung- frú Kolin til þess að fá þýðingu. En George uppgötvaði fljótlega, að það voru alveg sérstök skjöl, sem hann einkum hafði áhuga á — þau, sem beinlínis vörðuðu hinn gamla Franz Schirmer. Ljósprentunina af frásögn Hans Schneider las hann upphátt fyrir sjálfan sig. Myndina af gamla Franz tók hann með lotningu eins og hún væri helgur dómur. Langa stund sat hann þögull og starði á hana. Svo sneri hann sér að Arthur. „Sérðu það? Ég líkist honum, finnst þér það ekki?" „Taktu af honum skeggið og þú ert lifandi eftirmynd hans!" f rauninni voru þessir tveir menn áberandi líkir — sama svipsterka andlitið, sami ákveðni munnsvipurinn, sama keika vaxt- arlagið... Það var barið að dyrum og vörðurinn stakk höfðinu inníyr- ir. Hann kinkaði kolli til Arth- urs, sem andvarnaði óþolinmóð- ur. „Ég verð vist að fara og at- huga hvað hann vill,“ sagði hann og g<?kk út. Liðþiálfinn skeytti því engu. Hann brosti þegar hanrí las skýrslu yfirvaldanna um liðhlaup riddaraliðsforingj- ans, sem virtist veita honum sérstaka ánægju. George hugs- aði með sér að liðþjálfinn nyti hinnar róandi fullyrðingar frá fjarlægri fortíð, um að syndug- um sálum væri ekki — þvert ofan í barnaiærdóm hans — ailt- af gert að örmagnast í helvíti og að liðhlaupar og útlagar gætu vel fengið að lifa hamingiusam- ir til æviloka. „Hafið þér tekið nokkra ákvörðun?" spurði George. Lið- þjálfinn leit upp og kinkaði koili. „Já, það held ég, herra Carey. En fyrst vildi ég fá að leggjá fyrir yður nokkrar spurningar." „Ég skal gera mitt bezta til að...“ byrjaði hann. En hann komst aldrei að því, um hvað liðþjálfinn ætlaði að spyrja hann. 1 sama bili rauk hurðin upp og Arthur kom æðandi inn, Hann skellti aftur hurðinni að baki sér, gekk að borðinu og starði hvössum augum á George og ungfrú Kolin. Hann vár ná- fölur af bræði. Skyndilega fleygði hann þremur litlum, gulum rörbútum á borðið fyrir framan þau. „Ot með það!“ hvæsti hann. „Hvort ykkar er það? Eða eruð það þið bæði?“ Smáhlutirnir voru um það bil fimm sentímetra langir og einn sentímetri á þykkt. Þeir virtust vera skornir út úr bambus og málaðir í sterkum, gulum li'. Þrenningin við borðið starði á þá og síðan aftur á Arthur. „Hvað er þetta?“ spurði lið- þjálfinn hvatskeytlega. Arthur skýrði það fyrir hon- um í snarhasti á grísku. George leit á ungfrú Kolin. Andlit lienn- ar var enn svipbreytingalaust. en hún var mjög föl. Arthur hætti að tala og það varð óheilla- vænleg þögn. Liðþjálfinn tók einn bútinn og leit af honum á George og ungfrú Kolin. Kjálka- vöðvar hans tútnuðu. Hann kink- aði kolli til Arthurs. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.