Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 34
„Skýrðu þetta fyrir herra Carey.“ „Eins og honum sé það ekki vel ljóst.“ Arthur herpti saman varirnar. „Gott og vel! Einhver hefur skilið eflir slóð af þessum smáhlutum neðan frá brúarrúst- unum. Einn bútur með 45—50 metra millibili svo að aðrir geti ratað hingað. Einn strákanna sá þá af tilviljun, vegna þess að hann hafði ljósker með sér.“ Lið- bjálfinn sagði eitthvað á þýzku, Arthur kinkaði kolli. „Ég lét hina fara að tína þá upp, áður en ég kom hingað inn.“ Hann leit á George. „Hefur þú nokkra hugmynd um, hver geti hafa fleygt þeim, herra Carey?“ Ég fann einn þeirra, sem sat fastur á milli tjaldskar- arinnar og pallsins á bílnum svo þú skalt ekki vera með nein ólíkindalæti!" „Ólíkindalæti eða ekki,“ sagði George og stóð á fætur, „þá er mér alveg ókunnugt um þá. Hvaða hlutir eru þetta?" Liðþjálfinn rétti seinlega úr sér. George sá slagæðarnar tútna á hálsi hans, þegar hann tók opna skjalatösku Georges og leit í hana. Síðan lokaði hann henni. „Ef til vill ættum við að spyrja ungfrúna," sagði hann. Ungfrú Kolin sat stíf og tein- rétt á stólnum og starði beint fram fyrir sig. Allt í einu teygði hann sig niður og greip axla- tösku hennar upp af gólfinu við hliðina á stólnum. „Leyfist mér?“ sagði hann, stakk hendinni niður í töskuna og dró upp mjóa snúru. Hann togaði í snúruna. Gulur hlutur kom i ljós. Síðan annar — þeir voru margir, gulir rauð- ir og bláir... Þetta voru tré- perlur þræddar á band eins og notað er í dyratjöld. George varð ljóst, að það var ekki koníaks- flaska, sem fyllt hafði töskuna. Hann fann ákaft ógeð. Liðþjálf- inn fleygði perlunum á borðið. „Var yður kunnugt um þetta, herra Carey?" „Nei.“ „Það er satt hjá honum," skaut Arthur allt í einu inn í. „Það var hún litla jómfrú María þarna, sem endi.'egá vildi láta binda tjaldið fyrir. Hann átti ekki að sjá hvað hún Lefði fyrir stafni." „í guðanna bænum, ungfrú Kolin!“ sagði George reiður. „Hver er tilgangurinn með þessu?“ Hún stóð upp einbeitt á svip og sneri sér að George. Hina tvo virti hún ekki viðlits. „Ég verð víst að gefa skýr- ingu,“ sagði hún kuldalega, „í nafni réttlætisins og með tilliti til tregðu yðar við að aðhafast neitt að í málinu áleit ég það skyldu mína að sima til Chryst- antos ofursta og tilkynna honum fyrir yðar hönd, að ræningjarn- ir frá Eurasian Creditbankanum héldu til hérna. 1 samræmi við fyrirmæli hans merkti ég leiðina frá gilinu til þess að flokkur hans gæti.. Hnefi liðþjálfans hitti hana beint á munninn og hún hentist niður í horn stofunnar meðal tómu flasknanna. George spratt upp. Samstund- is þrýsti Arthur marghleypu sinni í síðu hans. „Rólegur, kunningi, annars gerist eitthvað!" urraði Arthur. „Hún varð sér úti um það sjálf, og nú fær hún það sem hún hefur gott af!“ Ungfrú Kolin var komin á hnén — blóðið vætlaði úr sprungnum vörum hennar. Þeir gáfu henni allir gætur meðan hún staulaðist á fætur. Allt í einu þreif hún eina flösku og grýtti henni að liðþjálfanum. Hann hreyfði sig ekki. Flaskan straukst fram hjá honum og mölbrotnaði á veggnum. Hann gekk til hennar og sló hana í andlitið með handarbakinu. Hún hneig niður hljóðalaust. Stuttu seinna reyndi hún aftur að koma undir sig fótunum. „Nú verðum við að binda enda á þetta!" sagði George reiði- lega og hreyfði sig. Marghleypan grófst inn i síðu hans. „Reyndu það bara, kunningi, og þá færðu kúlu í magann! Þetta kemur þér ekkert við, svo þú skalt halda þér saman!“ Ungfrú Kolin tók nýja flösku. Nú lagaði blóðið einnig úr nefi hennar. Hún sneri sér aftur að liðþjálfanum. „Din Sehuft!" stundi hún og réðst á hann. Hann sópaði flösk- unni til hliðar og sló hana aftur í andlitið. 1 þetta skipti reyndi hún ekki að standa á fætur en lá kyrr með andköfum. Liðþjálfinn gekk að dyrunum og opnaði þær. Vörðurinn stóð rétt fyrir utan. Liðþjálfinn gaf honum merki um að koma inn, benti á ungfrú Kolin og gaf stutta fyrirskipun á grísku. Mað- urinn glotti og hengdi riffilinn yfir öxlina. Hann gekk til ung- frú Kolin og togaði hana á fæt- ur. Hún stóð og vaggaði stund- arkorn og þurrkaði blóðið framan úr sér með erminni. Orða laust og án þess að líta við nein- um þeirra lagði hún af stað til dyra. „Ungfrú Kolin ...“ byrjaði George og gekk skref í áttina til hennar. Hún varð hans ekki vör. Vörð- urinn hratt honum til hliðar og fylgdi henni út. Dyrnar lokuðust að baki þeim. Miður sín og skjálfandi sneri George sér aftur að liðþjálfan- um. „Svona, varlega nú, góðurinn," sagði Arthur aðvarandi. „Enga hetjuprédikun hér!“ hana?“ spurði George. Liðþjálfinn sleikti blóðið af hnúum sér. Hann leit lauslega á George og settist við borðið og tók vegabréf ungfrú Kolin upp úr töskunni. „Maria Kolin ... Frönsk." „Ég spurði hvert yrði farið með hana?“ Arthur stóð enn fyrir aftan hann. „Ég myndi ekki reyna neinar brellur, herra Carey“, sagði hann. „Gleymdu ekki, að það varst þú, sem tókst hana með þér.“ Liðþjálfinn blaðaði í vega- bréfinu. „Fædd í Belgrad," sagði hann. „Af slavneskum uppruna." Hann lokaði vegabréfinu með smelli. „Nú skulum við tala ofurlítið saman.“ George beið. Liðþjálf- inn starði rannsakandi á hann. „Hvernig komuzt þér að því, herra Carey?“ George hikaði. „Ut með sprokið, kunningi!" Það voru fölsku númeraskilt- in á bílnum, sem okkur ver ekið hingað í. Það var sama númerið og getið var um í Saloniki-blöð- unum.“ Arthur bölvaði. „Þér hafið þá vitað það i gær- kvöldi?“ „Já.“ „En þér fóruð ekki til lög- reglunnar í dag?“ „Ég sendi símskeyti til fyrir- tækis míns á dulmáli um að komast að því hvaða samþykktir giltu um framsölu milli USA og Grikklands með tilliti til banka- ráns.“ „Hvað þá?“ Arthur skýrði það fyrir honum á grísku. Liðþjálf- inn kinkaði kolli. „Gott. Vissi hún um það?“ „Já.“ „Hvers vegna fer hún þá til Chrysantos?" „Henni er illa við Þjóðverja." „Ach so!“ George leit þýðingarmiklu augnaráði á hendur liðþjálfans. „Ég skil tilfinningar hennar til fullnustu." „Ekki orðhvatur, kunningi." Liðþjálfinn brosti leyndar- dómsfullur. „Þér skiljið tilfinningar henn- ar? Það held ég ekki!“ Vörðurinn kom inn, fékk lið- þjálfanum lykil og fór út aftur. Liðþjálfinn stakk lyklinum í vasann og hellti koníaki í glas. „Og nú verðum við að koma okkur saman um, hvað hægt sé að gera. Hún vinkona yðar er örugg uppi. Ég held að við verð- um einnig að biðja yður að staldra við um sinn. Það er ekki vegna þess að ég treysti yður ekki en í augnablikinu gerir skilningsskortur yður óvinveitt- an mér og undirliðþjálfanum. Eftir nokkra daga, þegar við höfum lokið nauðsynlegum undirbúningi, sleppum við yður aftur.“ „Hafið þér i hyggju að halda mér hér með valdi?“ „Því aðeins að þér neitið að vera kyrr af fúsum vilja." „Þér hafið líklega ekki gleymt, til hvers er ég hérna?“ „Nei, þér skuluð heyra ákvörð- un mína innan tveggja daga, herra Caréy. Þangað til verðið þér að vera hér.“ „Hefur yður dottið í hug að Chrysantos ofursta verður ekki skotaskuld úr því að rata hingað núna? Hann getur verið búinn að umkringja staðinn eftir tvær- þrjár klukkustundir." Arthur hló. Liðþjálfinn brosti hörku- lega. „Ef það ætti sér stað, myndi ofurstinn koma sér út úr húsi hjá rikisstjórn sinni. En hafið engar áhyggjur. Ef Ijóti ofurst- inn skyldi koma þá verndum við yður. Glas af vini? Koníak, kannski? Jæja, ef þér eruð þreyttur þá getur undirliðþjálf- inn vísað yður til herbergis yðar. Góða nótt.“ Hann kinkaði kolli og tók aftur til við skjölin. „Þessa leið, góðurinn." „Eitt andartak. Hvað . verður um ungfrú Kolin, liðþjáífi?" „Hana þurfið þér ekki að Arthur gekk á undan upp stig- ann. Varðmaðurinn rak lestina. Þeir komu inn í skuggalegt her- bergi með hálmdýnu á gólfinu. Þar var einnig vatnsfata. Varð- ■ maðurinn kom inn með olíu- lampa. Framh. f næsta blaði. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.