Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 36
CHECKER OG FRL Þegar rokkið gekk yfir í öllu sínu veldi var Bill Haley skrifaður fyrir því „æði“, sem greip unga fólkið. Þeir, sem nú eru um og yfir tvítugt eiga góðar minning- ar við lögin frá þessu annálaða rokk-tímabili, eins og t. d. Rock around the clock, Guitar boogie shuttle, See you later aligator o. fl. Á eftir rokkinu kom twistið og auðvitað þurfti að krýria twistkonung, annars væri ekkert púður í dansin- um. Ungur blökkumaður, Ernst Evans, varð fyrir valinu. Það voru höfð snör handtök, pilturinn var skírður að nýju og hét nú Chubby Checker. Síðan eftir að hann hafði slegið í gegn með laginu Let’s twist again voru þau boð látin út ganga að hann væri höfundur twistsins, en auðvitað var það 100% skáldskapur. Hvað um það, Chubby náut fádæma vinsaslda og það leið ekki sú vika, að hann ætti ekki lög á vinsældalistanum. En brátt leið twistið undir lok og þar með vinsældir Chubby’s. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Cathrine Looders, en stúlkan er handhafi titilsins „ungfrú Alheim- ur 1962“. FONTELLA Það eru ekki allir, sem geta státað af því að hafa sungið inn á hljómplötu, sem selzt hefur á fyrsta degi í 4000 eintökum, en það er einmitt Fontella Bass, sem á heiðurinn af því, en lagið var Rescue me. Það er mjög erfitt að samlagast brezku beatmúsíkinni, segir Fontella. Þess vegna var ég mjög undrandi, þegar Rescue me komst á vinsældalistann í Englandi, því þetta lag er svo frábrugðið þeim lögum, sem mestum vinsældum eiga að fagna í þessu landi „beat“- músíkurinnar, en ég hef heyrt lag, sem er töluvert lí.kt því, en það var á L.P. hljómplötu og flytjendur voru Beach Boys. Fyrstu tilsögn í söng fékk Fontella frá móður sinni, en hún var í kirkjukór í heimaborg þeirra, Missouri í Bandaríkjunum. Ég lærði mikið af sálmasöngnum, segir Fontella, og mun alltaf unna honum. Hverjir skyldu svo vera uppáhaldssöngvarar ungfrúarinnar? Jú, það eru The Beatles, The Rolling Stones og Wayne Fontana. BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FOLKIÐ BASS r ALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.