Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 38
Framh. af bls. 30. fór ég þangað með Magnúsi, og aftur í „Fjörðinn", án þess að hann vildi taka nokkuð fyr- ir það. Vissi ég þó ekki til að hann ætti neitt sérstakt við mig að virða. Hygg ég þetta ekkert einsdæmi verið hafa; a. m. k. var til í Hafnarfirði í minni tíð þar svohljóðandi orðtæki: „Eruð þið með í Fjörð- inn, strákar?“ Alltaf var það framborið i góðlátlegum glettnistón — og eignrð „Manga“ — eins og hin- ir fjölmörgu góðkunningjar hans kölluðu hann oft. Mér þótti alltaf sérlega vænt um hann, og varð þess var, að svo voru margir fleiri. Á þessu stutta yfirliti sést það, að Magnús hefur brotizt í ýmsu — þó ekki sé það allt talið. Samt er það svo, að ekki hefur hann efnazt á þessari þjónustu — þrátt fyrir hófsemd og sparsemi á öllum sviðum, en um riízku held ég að hon- um hafi aldrei verið brugðið. Hygg ég að ég hafi aldrei þekkt neinn mann komast nær því, að „elska náungann eins og sjálfan sig“. Sýnir útkoman, að hann hefur alltaf haldið sínu þjónustugjaldi í lágmarki, mið- uðu aðeins við það, að standa í skilum við alla, án þess að „lifa hátt“. Við erum öðru hvoru að mæt- ast, mér til óblandinnar ánægju því sem sagt, hjólar hann enn um allan bæ, flesta daga, léttur í hreyfingum, hress í máli og lífsglaður, góðfús og greiðugur, eins og hann hefur verið alla ævi. Hygg ég hann vera einn þeirra lánsömu, sem ekki eiga neinn óvildarmann, og getur hann því horft rólcgur móti ókomnum tíma. Óska ég því — og áreiðanlega margir fleiri, allra heilla þessum aldna heið- ursmanni og sanna syni alþýð- unnar. Gefi hamingjan Fróni ætíð marga hans líka! • Undarlegir hlutir Framh. af bls. 15. átta ára var farið með hann til London, til þess að vísinda- mönnum gæfist tækifæri til að rannsaka hann nákvæmlega. Þeir lögðu fyrir hann þungar prófraunir, en undrun þeirra óx aðeins, því að Zerah, sem 38 FÁLKINN kunní ekki eínu sínni undir- stöðuatriði í reikningi, gat sam- stundis gefið þeim svör við ótrúlegustu hlutum, eins og til dæmis að reikna út rótina af 268,336,125 um leið og hann margfaldaði 8 upp í sextánda veldi! Meðan hann dvaldi í London bað hertoginn af Gloucester hann að segja sér hvaða að- ferð hann hefði notað til að margfalda 21,735 með 543, og svaraði unglingurinn einfald- lega: „Ég margfaldaði bara 65,205 með 181!“ Útkoman var rétt, en hann gat ekki fremur en prófessorarnir útskýrt hvernig hann fór að. Þegar stærðfræðingurinn Je- didiah Buxton varð að velta dæmunum fyrir sér svo klukku- stundum, eða mánuðum skipti, kom Johann Martin Dase með svörin eftir nokkrar sekúndur, eða mínútur. Hann fæddist í Hamborg árið 1824 og var álit- inn svo áreiðanlegur reikni- meistari, að vísindamenn leit- uðu oft til hans með stjarn- fræðilegar tölur sínar. Eitt sinn margfaldaði hann hundrað stafa tölu með annarri svipaðri á mínútu, sem er helmingi hraðar en rafeindareiknar nú- tímans geta. Ef þetta sannar eitthvað, er það einfaldlega að mannshug- urinn býr yfir furðulegum eiginleikum, sem eru lítt skilj- anlegir og að mestu leyti óskýrðir. (Þessi kafli og tveir aðrir I þættinum Undarlegir hlutir: Ein- kennilegur staður og Óhappa bíllinn, eru teknir úr bók sem heitir á ensku „Stranger than Science" eftir Frank Edwards, en hún kemur út í haust hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. 1 þessari bók er heilmikill fjöldi greina um furðuleg fyrirbæri.) • Chaplin Framh. af bls. 20. fögur, svo lifandi og tilfinn- ingarík, svo hávaxin, já svo dá samlega hávaxin. Hann sem er sjálfur svo lítill hefur alltaf verið veikur fyrir hávöxnum konum. Og þessi fagra, há- vaxna kona var gift nafntog- aðum kvikmyndaframleiðanda sem hann kannaðist við. Það var lítill vandi að ná tali af þeim, Sofia tók boði hans með ánægju, eg eftir níu ára hlé byrjaði Chaplin aftur á kvik- myndagerð. VINUM hans og aðdáendum leizt ekki meira en svo á þetta tiltæki. Chaplin er orð- inn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, helgur gripur, ódauðlegur listamaður á sviði kvikmynd- anna, goð á stalli. Rykfallið goð kannski, en goð engu að síður. Hvers vegna þarf nær áttræður öldungurinn að vera að hætta sinni klassísku frægð sem listskapandi með því að leggja út í samkeppni við sér yngri menn og reyndari í ný- tízku kvikmyndagerð? Tækni hans er úrelt og gamaldags, og hvað hefur hann til málanna að leggja í dag? Hversdagslegt ástarævintýri með Sofiu Loren og Marlon Brando? Hamingjan góða! Andstæðingar hans hlakka hins vegar yfir þessu. Þeir halda því fram, að Chaplin hafi aldrei verið annað og meira en skemmtilegur trúður, góður skrípaleikari, en að öðru leyti yfirborðslegur og væm- inn. Nú sé hann orðinn gamall og staðnaður, lifi enn í liðinni tíð og haldi sér við tækni, til- — Nei, þegar ég hugsa mig betur um held ég, að ég vilji bara hafa stofuna einlita. finningar og persónur sem verki hlálega á nútímafólk. En Chaplin fer sínu fram. Hann les ekki blöðin, og hann lætur fortölur eins og vind um eyrun þjóta. Hvað veit hann um vísindaskáldsögur og fram- úrstefnu? Ekki neitt, og hann langar ekki til að vita það. Chaplin segir og hefur oft sagt áður, að heimurinn breytist aldrei og hafi aldrei breytzt, hinn eini veruleiki sé manns- hjartað, og hvert er hlutverk þess? Að elska. Hann leggur áherzlu á hjartað og ástina, hinar sígildu mannlegu tilfinn- ingar, bros og tár, auðæfi og fátækt, kossa og kinnhesta, hatur og ást, mann og konu. Hann er ekki með neinar vangaveltur. „Þeir héldu, að ég væri hættur,“ segir hann. „Búinn að leggja árar í bát. Gleymdur og grafinn. Nei, ég er ekki hættur. Ég beið míns tíma. Ég er þjónn listagyðjunn- ar. Þegar hún kallar er ég reiðubúinn." EF til vill er gyðjan hans gamaldags, ef til vill þekk- ir hún enga framúrstefnu, ef til vill hefur hún engan boð- skap að flytja ... en hún þekk- ir hjörtu mannanna, og hún ratar leiðina sem til þeirra ligg- ur. ★ ★ • Sálfræfóm Framh. af bls. 25. Svo var kona sem alltaf fann til dapurleika í setustofunni sinni. Hún gat ekki slappað af þar, meira að segja þegar hún var þreytt. Loks varð henni ljóst, að þótt herbergið væri smekklega útbúið, var enginn stóll í því nógu þægilegur til að sitja lengur en fimm mín- útur í honum, og bláir veggirn- ir (samt var hún hrifin af blá- um lit) verkuðu kuldalega og niðurdragandi á hana. Hún hefði getað látið mála stofuna með öðrum lit, en þess í stað lífgaði hún upp á bláa litinn með grænum plöntum, mál- verkum sem mikið gult var í, og stórum, skrautlegum látúns- bakka. Öllum á heimilinu leið betur eftir það, vegna þess að hún var ánægð, og stofan var áfram blá þegar allt kom til alls. Það voru líka hjón sem létu duglega strákinn sinn fá rautt herbergi og skildu svo ekki af hverju hann átti erfitt með svefn. Þótt flest börn séu hrifn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.