Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 39
FEGURÐ - LlFSCiLEDI - HAMINGJA ERU OSKIR ALLRA STULKNA — OG FAGURT OTLIT STYÐUR AÐ UPPFYLLINGU ÞEIRRA. snyrtivörurnar ásamt góðri umhyggju, er öruggasta hjálpin til aukins kvenlegs þokka. V A L H tÍLLf Lauffavegi 25. sími 22 138. ari af sterkum litum, þurfti þessi drengur ekki á örvandi rauðum lit að halda — dauiari litur hentaði honum betur. (Hafið þið tekið eftir þvi. að þið akið hraðar i bíi sem er rauður að innan en ef hann er blár? Og að ykkur finnst þið vera létt eins og laufblað í hvítum eða rjómagulum bíl — og kannski er ykkur hálfkalt um leið — en það er þunglama- legra að aka svörtum bíl. Það er enn sálfræðin sem kemur til greina. Fólk varar sig líka fremur á rauðum bílum, af því að rautt merkir hættu. Maður getur gengið enn lengra í þessu og sagt, að þegar bíll sem er rauður bæði að utan og innan lendi í árekstri sé það sök bíb1 stjórans i honum en ekki hin- um bílnum.) En nú skulum við snúa okk- ur aftur að setustofunni. Það má aldrei vera of mikið af neinu ef áhrifin eiga ekki að minnka. Eitt málverk á vegg vekur mikla athygli, tvö nokk- uð mikla, en röð af myndum verkar aðeins eins og litarönd sem skiptir veggnum í tvennt, ekki eins og listaverk. Ef þið viljið láta málverkin ykkar njóta sín þurfið þið að haga því þannig til, að allt annað í stofunni verki sem bakgrunn- ur fyrir þau. Sama er að segja um höggmyndir — ef þær eru of margar saman missa þær fremur marks en ein sér. Það er betra að hafa fáa hluti í einu og skipta um á nokkurra mánaða fresti en að hlaða öllu sem þið eigið á borðið til sýnis. (Líka fljótlegra að þurrka af því þannig.) Það hefur verið siður að hafa aðeins eina viðartegund í hverju herbergi, en það getur verið mjög skemmtilegt að sjá viðarlitum fallega blandað saman og minnka þá aðra liti í stofunni. Ef teppið er einlitt getið þið haft mynstruð gluggatjöld og húsgagnaáklæði — og öfugt. Ef gluggatjöld og teppi eru með stórgerðu mynstri verkar stof- an ofhlaðin áður en húsgögn, lampar, myndir og fólk bætist við. Ef gluggatjöld og teppi eru einlit hafa skrautmunirnir miklu meiri áhrif. Ef þið hafið stóia og sófa í stofunni með háum fótum og borðin með mjóum, háum fót- um dveljast gestir ykkar ekki lengi hjá ykkur (og það viljið þið kannski helzt). Ef þið haf- ið trausta og þægilega stóla og FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.