Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 40
Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlcga. KORSÍIDJAN H.F. Skúlagötu 57 — Sími 23200. r\ fr^n SKARTGRIPIR UWUW^U^ Urz,L!zr] trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚIOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER oulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ borð verður kannski erfitt að losna við gestina. Ef þið haf- ið blöð, tímarit og prjónadótið ykkar á sófanum bjóðið þið fólki upp á að slappa vel af. Ef þið hafið allt fullt af skraut- munum og agnarlitlum ösku- bökkum tylla gestirnir sér rétt í stólana. Setustofan tjáir persónuleika ykkar. Ef forstofan er andlit- ið sem þið sýnið umheiminum er setustófan hugsanir ykkar og áhugamál. í næsta blaði: LYSTAUKANDI LITIR (borðstofan og eldhúsið) • Breimimerkt Framh. af bls. 24. búinn til vetrarferðar í Ölpun- um. Kona gestgjafans var við af- greiðsluborðið og afhenti her- bergislyklana. Hún sagði nokkur uppörvandi orð um að veður- spáin hefði lofað heiðskíru veðri daginn eftir, sömuleiðis gat hún greint frá því að skíðalyftan yrði opnuð á sunnudag og að gestir Gasthaus Niederjoch fengju 50 prósent afslátt af miðum. Lars Stenfeldt hlustaði með öðru eyranu. Fyrir framan hann lá gestabók hótelsins opin. Undir nafni hans og Grete hafði ókunni maðurinn í sportbílnum innritað sig. Hann hét Manuel Prochega og var argentískur ríkisborgari, en sem fæðingarstað hafði hann ritað Budapest. Ungverji sem var argentínskur ríkisborgari og lifði lúxuslífi við frönsku rivi- eruna — það voru harla ein- kennileg örlög manns eftir síð- ustu heimsstyrjöld. Stenfeldt og Grete Rosenberg gengu upp stigann. Fyrir utan herbergisdyr hennar tók hann höfuð hennar milli handa sinna og kyssti hana. Hún vafði hand- leggjunum um hann og hjúfraði sig að honum. Síðasta klukku- tímann hafði hún verið all spennt. Hún vissi ekki hvers Lars myndi krefjast af henni. Enn var allt á huldu um hvort annað herbergið ætti að standa autt um nóttina. En í kossum hans og blíðlegu fáðmlagi fann hún að hann krafðist einskis. Ef til vill lá ekki allt ljóst fyrir honum heldur. Hún minntist orða hans er þau höfðu ákveðið að fara burt saman: Ég vildi að ég gæti komizt að því hvers vegna við tvö erum farin að hitt- ast svo oft... Sjálf þurfti hún ekki að leita sannleikans. Hún vissi hann þegar. En rétta augnablikið var ekki komið enn. öryggið sem hún fann til í nærveru hans var mikið, en ekki nóg til þess að það gæti með öllu rekið á flótta hræðslu hennar við að mistak- ast og valda honum vonbrigðum. — Sofðu vel, hvislaði hann og snart eyra hennar með vörun- um. Ég ætla að hugsa um þig áður en ég sofna. Hún kyssti hann á bæði augu, renndi höndunum um höfuð hans og hnakka og faldi andlit- ið við brjóst hans. Það var svo dásamlegt að koma við hann. Og hún bað þess í hljóði að atlot hans sem hún þráði svo mjög myndu einhvern tima leysa af henni fjötra þessa óeðlis hennar og opna henni hið auðuga líf elskandi konu. Hún rann úr faðmi hans með lágu andvarpi. Nokkrar sekúnd- ur stóð hún á þröskuldinum að herbergi sínu og horfði á hann. Og hann réyndi að ímynda sér hvort ljóminn í augum hennar væri tár. Svo lokaði hún að sér. Hafði hún ætlazt til að hann svæfi hjá henni? Var hún of blygðunarsöm til að bjóða hon- um það beinlínis? Hafði hún nú orðið vonsvikin? Hljóður gistihúsgangurinn virt- ist hlusta á hugsanir hans. Nei, hann ætlaði ekki að gera þessa daga að námskeiði í sálfræði. Hann var ástfanginn af henni upp fyrir bæði eyru. Og bráð- lega, á morgun, hinn daginn eftir viku, myndi hann vita vissu sína um hvort hún endurgalt til- finningar hans. Ef þau gátu mætzt á þessu sviði — þá var ekkert annað sem skipti máli. Hann heyrði fótatak í stigan- um og flýtti sér að herbergis- dyrum sínum. Grunur hans var réttur. Senor Manuel Prochega kom í ljós, kinkaði kumpán- lega kplli og virtist ætla að hefja samræður. Stenfeldt smeygði sér í snatri inn í her- bergi sitt og læsti. Ef Senor Prochega fyndist sænski gestur- inn óheflaður, þá varð svo að vera. 7. KAFLI. Fimm daga í röð hvelfdist blár silkihiminn yfir snjóglitr- andi fjallatindunum. 1 fimm sólarhringa lifðu þau í tærum og gegnsæjum heimi sólar og snævar, arinelds og lágróma trúnaðar. Þau héldu öllum á- hyggjum utan við þessa kristals- skæru tilveru. Lars Stenfeldt gleymdi því næstum að hann átti svarinn óvin, Hoffmann að nafni, heima i Stokkhólmi. Grete Rosenbefg hneig mótþróalaust inn í nútíðina, augnablikið, hugs- aði aldrei um fortíð eða fram- tíð. Eina nóttina fékk hún eitt af verkjaköstum sínum, en hún minntist ekki á það við Lars og gleymdi því sjálf áður en næsti dagur var á enda. Þau urðu stöðugt nátengdari hvort öðru. Milli þeirra lá ósýni- legur geisli — ljós og ylur, sem þau fundu tvö ein. Og ef til vill gestgjafinn á Gasthaus Niederjoch, sem eitt kvöldið vék að því mjög nærgætnislega, að enn væri óleigt tveggja manna herbergið með útsýni yfír da!4 inn. -4 Nei, fyrst um sinn var allt gott eins og það var. Stenfeldt ætlaði á læknamótið í Milano eftir tvo daga og því væri ástæðulaust að skipta um her- bergi. En þegar hann kæmi aft- ur eftir viku — þá myndu þau gjarna vilja fá tveggja manna herbergið. Það var hann sem fyrirmælin- gaf og Grete leit á hann og hlýn- aði innan brjósts af gleði. Eina viku saman, en í þeirri fjarlægð, sem aðskilin einkaherbergi veita. Síðan eina viku fjarri hvort öðru til þess að gera sér grein fyrir hvað væri réttast. Og loks — ef þeim fyndist það rétt — að rifa niður síðustu hindran- irnar. Senor Manuel Prochega gerði smáatlögur að hinum lokaða heimi þeirra. En þau héldu hon- um í hæfilegri fjarlægð, og, úr því varð ekkert annað en nokk- ur stutt og innihaldslaus kurteis- issamtöl í samkomusalnum. Ef, til vill skildi Manuel Prochega afstöðu þeirra. Hann dró sig æ meira í hlé, en af stuttum setn- ingum sem hentar voru á lofti um leið og þau hittust, varð þó ráðið að hann hafði mikinn áhuga á Svíunum. Meðal annars hafði hann, senniléga hjá gest- gjafanum, fengið að vita að Stenfeldt ætlaði að vera í Miiano í vikutíma. — Komdu með mér þangað, sagði Stenfeldt. Ég þori ekki að skilja þig eftir hérna meðan þessi stigamaður leikur lausum hala. — Ég ræð ábyggilega við hann, sagði Grete brosandi. Ef ekkert annað dugir þá verð ég að hneigja mig fallega fyrir hon- um og spyrja hvort afi geti sagt mér hvað klukkan er. Ég skal koma honum til að finnast hann vera hundrað ára. — Hve gömul finnst þér þú sjálf vera? — Nýorðin sautján. Það er dásamlegt. Og þú ... — Ég næ lögaldri í næstu viku. Nei. vertu ekki að hlæja. Mér finnst eins og ég sé að verða fullorðinn. Það er ef til vill dálítið seint — en betra seint en aldrei. >. Morguninn sem hún fylgdi Lars að áætlunarbílnum, fann hún sárt til skilnaðarins. Hún brýndi fyrir sjálfri sér að vera skynsöm og róleg — þetta var, þó aðeins viku skilnaður, sem um var að ræða. En henni fannst eins og þau hefðu átt langt og hamingjuríkt lif saman og væru nú að skilja fyrir fullt og allt. — Gættu vel að sjálfri þér, hvíslaði hann og kyssti hana. Ég hringi til þín að minnsta kosti annan hvern dag. . s > Hún gat ekki svarað honum með orðum. Hana langaði ofsa- lega til að vefja hann örmum og halda honum hjá sér. Hann mátti ekki fara núna. Þá myndi 40 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.