Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 41
þessi bjarta kristalsveröld, sem þau höfðu lifaö í undanfarna viku, myrkvast eins og útbrunn- in ijósapera. Hún hafði verið svo fjarri einverunni þessa daga, að afturkoma í þá tilveru þar sem hún hafði engum að svara nema bergmáli sinna eigin hugs- ana, virtist ömurlegra en alit annað. En henni tókst að halda ang- ist sinni í skefjum og gat meira að segja brosað við honum, þeg- ar hann steig upp í áætiunar- bíiinn. Síðan lokuðust dyrnar og hún gat ekki greint hann gegn- um móðuna á rúðunum. Diesel- vélin hóstaði upp nokkrum biá um gasskýjum og bíllinn lagði urrandi af stað aftur. Langa- lengi stóð hún ein eftir og fannst hún vera síðasta lifandi mann- veran á jörðinni. Siðan lagði hún af stað upp að hótelinu, og brekkan þangað var svo brött og löng að hún varð að nema staðar og hvíla sig á miðri leið. Framan við innganginn stóð Senor Prochega og lagfærði bind- ingana á glæsilegum og auðsjá- anlega glænýjum svigskíðum. Skíðabuxurnar voru að líkindum klæðskerasaumaðar og þykk og íagurlega munstruð ullarpeysan hafði áreiðanlega kostað drjúgan skilding í fyrsta flokks verzlun. Hann rétti sig upp og heilsaði þegar hún kom. Fimmtiu ár höfðu markað djúp spor í and- lit hans, en líkamsvöxturinn var óaðfinnanlegur. — Guten Morgen, Fraulein Rosenberg. Hvilíkur dagur til skíðaferða! Hann leit með velþóknun upp i morgunblátt glerhvoifið yíir dalnum. ' Eða — hún hélt að hann gerði það. Það sem eigin- legá gerðist bak við dökk og stó'r sólgieraugun var ómögulegt að sjá. Ef til vill var það aðeins imyndun þegar henni fannst hann stara á sig. — Ég ætla ekki á skíði, sagði hún stutt í spuna. — Það var leitt, sagði Manuel Prochega dálítið þyrkingslega. Ég hafði gert mér vonir um þann mikla munað að fá að njóta íélagsskapar yðar nokkrar ógleymanlegar stundir í dag — þar sem doktor Stenfeldt er upp- tekinn við starfsáhugamál sín. Hún hristi höfuðið og gekk inn í hótelið. Húp neyddi sig til að ganga rólega en senor Proc- hega vakti hjá henni óskýran legt ógeð; og hún hefði helzt Viljáð hlauþa frá honum. 1 nokkrar klukkustundir dvaldi hún i hérbergi sínu. Hún sat við' gluggann og horfði út á hvítan ósnortinn fjallahringinn og reyndi að hugsa ekki um Prochega. 1 rauninni var hann aðeins lítilfjörlegur ásteytings- steinn sem hún átti að geta lokað augunum fyrir. En hann var orðinn að eins konar imynd- uðum þyrni sem hún gat ekki Sosnað við. DOMESTOS Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt að vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baöherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMl/lCE 7241 FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.