Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 42
SÓFASETT VANDAÐ. STERKI OG STÍLHREINT SÓFAR TVEGGJA- ÞRIGGJA OG FJÖGRASÆTA VERÐ ER SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT GÓÐ GREIÐSLUKJÖR HWOTAIV HÚSGAGNAVERZLUN ÞÓRSGÖTU 1 S Mi 20820 Hön drö skíðafalússuna yfir höfuð sér og reimaði á sig stíg vélin og fór út til þess að fá sér gönguferð fyrir hádegisverðinn. Til þess að vinna bug á eirðar- leysi sínu byrjaði hún að klifra upp fjallshlíðina. Snjórinn var laus i sér en ekki sérlega djúp ur, og hundrað metrum ofar rakst hún á litinn hliðarstíg sem lá í mjúkum sveig kringum eina af lægri hæðunum. Hún beygði inn á stíginn sem hailaði nokk- uð upp á við. Dalurinn fyrir neðan hana breiddi betur úr sér, og í tæru loftinu gat hún séð alla leið að skarðinu sem þjóð- vegurinn lá út um eins og lif- æð frá umheiminum. Út gegnum þetta skarð hafði Lars ekið i morgun. Inn gegn- um sama skarðið myndi hann koma aftur eftir viku og hún myndi bíða hans, sjúk af þrá. En það var einnig dásamlegt að þrá. Það var dýrðlegt að eiga einhvern langt í burtu, sem hugur og hjarta gátu flogið til. Það var undursamlegt að eiga drauma sem bæði höfðu innihald og takmark og báru í sér lof- orð um uppfyllingu. — Ungfrú Rosenberg ... Senor Prochega sat á kletta- snös, sem vindurinn hafði sópað snjónum af. Skíðunum hafði hann stungið niður í snjóinn. Hann var að borða appelsínu og hafði stráð berkinum í kring- um sig. — Gerði ég yður bilt við? sagði hann. Ef svo er, þá var það ekki ætlun mín. Ég bara sat hérna og var að hugsa um að eiginleg^ væri sólin nú fyrir- taks uppfinning. Og svo komuð þér. Langar yður í appelsínu? Hún ætlaði að afþakka og flýta sér aftur til hótelsins, en hann virtist engan veginn óþægi- legur eða hættulegur þar sem hann sat þarna, því kinkaði hún stuttlega kolli og settist niður eins langt frá honum og hún gat. Hann gróf fram appelsínu úr lítilli axlatösku, fletti gæti- lega silkipappírnum utan af henni, skar nokkrar raufar í börkinn með pennahníf og rétti henni gullinn ávöxtinn. Hún bjóst við hinum hefð- bundna kurteisisorðaflaumi. En henni til mikillar undrunar sat hann þögull. Það var ekki fyrr en hún hafði borðað hálfa appel- sínuna, sem hann sneri höfðinu og leit á hana. Svo nálægt virtist andlit hans ekki ógeðfellt, en grá augun, sem rifaði i milli augnalokanna, voru köld. — Getið þér skilið það, sagði hann eins og við sjálfan sig. Alls staðar þar sem vetraríþrótt- ir eru iðkaðar hafa menn appel- sínuna með sér til þess að setja ofurlítið krydd í tilveruna. 1 heimalandi mínu vita þeir ekki hvað snjór er, og þar er appel- sínan fátækrafæða. Hann var hættur við þýzkuna og farinn að tala ensku. Heim- spekilegar vangaveltur hans kröfðust ekki svars. En eftir dálitla stund hélt hann áfram: — Ég hef verið að rannsaka umhverfið á skíðum. Hér eru fyrirtaksgóðar skíðabrekkui fyr- ir suðurlandamann eins og mig. Eruð þér dugleg á skiðum? Þið hafið víst vetur hálft árið í Svíþjóð, — Ég get haldið mér upp- réttri ef ég fer ekki of hratt. Svar hennar var vikjandi og annars hugar. — Munduð þér ekki vilja koma með mér í skíðaferð i dag? sagði hanr) biðjandi. Einveran er hálf ömurleg hérna uppi á fjöll- um nema maður hafi aðra mann- lega rödd til að hlusta á. — Þér yrðuð fyrir vonbrigð- um með mig, sagði hún. Kunn- átta mín á skiðum nær ekki mjög langt. — En ég veit hvar byrjendur geta æft sig. Þarna, hinum meg- in við lága fjallshrygginn er kílómetra löng brekka, sem hæf- ir okkur þessum óæfðu. Hún horfði upp í fjallið og minntist einhvers sem gestgjaf- inn í Gasthaus Niederjoch hafði varað þau við. — Er það ekki þarna, sem skriða hefur skorið sundur hlíðina? Senor Prochega hristi höfuðið. — Þá myndi ég hafa séð hana. Ég gekk þarna fram og aftur þrisvar sinnum í gær. Grete Rosenberg reis á fætur: — Það er liðið að hádegisverði og því bezt að ég fari að klifra niður aftur. Prochega spratt á fætur og tók að binda saman skiðin sín, auð- sjáanlega til þess að bera þau á öxlinni og fylgjast' með Grete niður eftir. Hún aftraði honum með handhreyfingu: — Gjörið svo vel að renna yður niður herra... — Prochega, Emanuelo Proc-. hega, verkfræðingur. Þér kjós- ið heldur að ganga einsömul heim, ungfrú Rosenberg? — Ég er í þannig skapi í dag — ég vona að yður misliki ekki. Glettnisglampi kom í augu hans, og hann fór að spenna á sig skiðin. — Lofið mér að minnsta kosti að þér komið með mér þarna upp á hásléttuna einhvern daginn, sagði hann og stakk höndunum í ólarnar á skiðastöfunum. — Ég skal hugsa málið, sagði- hún. Prochega kinkaði kolli eins og hann væri að staðfesta leynilegt samkomulag. Síðan hjó hann stöfunum niður í snjóinn og rann af stað niður brekkuna. Hægt í fyrstu en síðan hraðar. Grete Rosenberg horfði á eftir honum og hugsaði með sér að til allrar hamingju væri hann ekki eins ógeðfelldur og hún hafði búizt við. En það sem hún leiddi ekki hugann að var að sá senor Prochega, sem flaug af stað niður hallann að hótelinu í djarf- legu svigi, gat ekki verið neinn byrjándi á skiðum. Hann var alvanur skiðamaður, sem hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.