Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 44
Það nýjasta á gólfin kemur frá Krommenie Linoleum, gólíílísar og vinylgólfdúkur með áföstu korki eða filti allt hollenzkar gœðavörur frá stœrstu framleiðendum Evrópu á þessu sviSi. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. IUALARINN Bankastræti 7 — sími 22866. — Mér hefur líka leiðzt eftir þér. Þegar bíllinn fór í morgun, sá ég eftir að hafa farið. Ég var kominn á fremsta hlunn með að fara út á stæðinu við kirkjuna og ganga heim aftur... Heim aftur, hugsaði hún. Hann finnur það sama og ég. — Hvernig er veðrið? spurði hún. Hann svaraði að þar væri slag- veðursrigning. Síðan spurði hann hvort snjókoman væri mikil uppi hjá Niederjoch og hún sagði að þetta væri smávægilegt, um storm væri ekki að ræða. Og hversdagsleg orðin titruðu af ieyndardómsfullri spennu. — Ég hlakka til á föstudag- inn, sagði hann loksins. Þessi vika verður óendanlega löng. — Ég hlakka einnig til á föstu- daginn, hvislaði hún. Ég skal standa niðri við veginn og bíða eftir að billinn komi. — Ég hringi annað kvöld aftur, sagði hann. Farðu varlega með þig svo ekkert verði að þér. Lofaðu mér því. — Hér gerist ekki neitt, sagði hún. — Farðu samt varlega, sagði hann. Ætlarðu að fara að hátta núna? — Já... — Þá ætla ég að bjóða þér góða nótt. Sofðu vært. Hún lagði frá sér heyrnartól- ið og hallaði sér aftur á bak í stóinum. Ég elska þig, hugsaði hún. Ég elska þig heitar en nokkur kona hefur nokkurn tíma elskað karlmann. Allt sem ég þrái er að fá að þykja vænt um þig og gera allt sem í minu valdi stendur til þess að þú megir verða hamingjusamur. Leyfðu mér að gera það ... Daginn eftir var þungt í lofti og hún hélt sig mikið inni við. Lars hringdi aftur um kvöldið, og enn báru orð þeirra óm heitra tilfinninga yfir fjöll og dali. — Aðeins fimm dagar eftir, sagði hann. — Já, ég vildi óska að þeir liðu fljótt. — Grete ... — Já. — Ég hef verið að hugsa um eitt. Hvernig væri það að þú bæðir gestgjafann um að fá að flytja í stærra herbergið okkar nú þegar? Þá verður allt ein- hvern veginn einfaldara þegar ég kem á föstudaginn. Viltu það? — Ég vil það svo innilega gjarnan, hvíslaði hú/'i. Þá nótt lá hún lengi vakandi og hugsaði um Lars. í myrkr- inu átti hún við hann löng, ástriðuþrungin samtöl. Ég elska þig, hvíslaði hún út í kyrrðina. Ég þrái þig. Mig þyrstir eftir hlýju þinni og blíðu. Já, komdu til mín núna, vefðu mig örmum þínum, nú finn ég að allt er ljúft og kyrrt, og í faðmi þín- um lyftist ég upp í logandi bjartar hæðir — Komdu, komdu nú! Svefninn yfirbugaði hana en síðar um nóttina vaknaði hún við brennandi kvalir í holinu. Hún hríðskalf af kulda og samt var enni hennar vott af svita. Nokkra stund lá hún og beit tönnunum um svæfilshornið, þar til verstu þrautirnar voru liðnar hjá. Síðan reis hún á fætur, tók róandi töflu og drakk glas af vatni. Hún sat stundarkorn á rúm- brikinni í uppgjöf og örvílnun. Hver var þessi miskunnarlausa martröð, sem ávallt læsti í hana klónum? Það var alltaf sama sagan: hún átti stund ákafrar ástríðu og löngunar — en síðan var eins og líkami hennar vildi refsa henni fyrir þessar tilfinn- ingar með óbærilegum kvölum. Hún yrði að. ræða hrei.nskilnis- iega um þetta við Lars. Ef til vill myndi hann Iíta á þetta sem hreina smámuni. En fyrir henni voru þetta síyfirvofandi vítis- þjáningar líkamiega, og á milli kastanna var það sálræn byrði, sem hún gæti varla borið miklu lengur. Hún vildi ekki koma til mannsins, sem hún elskaði svo mikið og segja: Ég er ekki nema hálfur kvenmaður. Ég er van- sköpuð á einhvern hátt. Hjarta mitt er barmafullt af ást til þín, en hlýr lifandi líkaminn sem ég vildi einnig geta gefið þér, gegn- ir ekki hlutverki sínu sem skyldi. Hún skreið aftur upp i rúmið og hnipraði sig saman. Þung- lyndið settist að henni eins og alltaf eftir verkjaköstin. Ég ætia að minnsta kosti að koma heiðarlega fram gagnvart þér, sagði hún hálfupphátt út i auðnina og myrkrið. Ég skal segja þér allt af létta. Hvað um mig verður eftir það, verður þú að ákveða. 8. KAFLI Hún vaknaði seint um morgun- inn og dró gluggatjöldin frá. Úti var glampandi vetrarsól. Ný skíðaslóð lá í krákustígum upp eftir fjallshlíðinni. Yfir fjarlæg- um tindi Jungfrúarinnar lá geislabaugur, sem hvirfilbyljir höfðu búið henni úr ísnálum. Eftir morgunverðinn sótti hún skíði sín í geymsluna bak við bílskúrinn. Einmanakenndin virt- ist öllu hræðilegri í lokuðu hótel- herberginu, en uppi á háslétt- um fjallsins. Ákveðin í því að reka af sér þunglyndið með því að ganga sig þreytta, lagði hún af stað á brattann upp að fyrstu sléttunni. Að drjúgum . klukku- tíma liðnum var hún komin upp á aflíðandi bjargbrúnina. Hinum megin lá ný slétta í mjúkum, hvítum öldum, sem virtist teygja úr sér kílómetrum saman þar til hún að lokum lyftist upp í snarbratt klettabelti. Hún stóð kyrr nokkrar mínútur, hékk á skíðastöfunum og lét skært sól- arljósið gæla við andlit sitt. — Þér komuð þá loksins, ung- frú Rosenberg! Hún hrökk upp með andfæl- um við að heyra röddina. Aðeins tiu metra frá henni stóð senor Prochega á skiðum sínum. — Ó, hvað þú gerðir mér bílt við, sagði hún andstutt. Ég bjóst ekki við... Hún lauk ekki við setninguna. Prochega brosti. — Það var ekki ætlun mín að hræða yður, ungfrú . Rosen- berg. Ég hefði auðvitað getað rennt mér burt án þess að segja neitt. En ef þér hefðuð orðið min vör eða séð skíðaför mín ARSHATÍÐIK BRGflKAUPSVEIZLUB FERIVIINIiARVEIZLUR TJARNARBUÐ SÍMl 19000 ODDFEI.I ■OWIIUSIIVI. SIMI 19100 StÐDEGISl) R V KK.IUR FUNDARHÖLD Fftl. A OSSHIÍM M'IANIR FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.