Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 47
FRJALST ER í FJALLASAL EFTIR ÓLÖFU JÓIMSDÓTTUR II. HLUTI I hjarta drengsins vaknaði und- arleg tilfinning. Hann fann, að bak við alla þessa miklu fegurð bjó voldugur bugur, og óendanlegur kærleikur. Honum fannst sem guð talaði þar til sín í þögn mannanna og sól- aruppkomunni. Alls staðar var bann að tala: í jökulstraumnum gráa og hrikalegum fjöllum, í gol- unni, sem söng við trjátoppana, í ropi rjúpunnar og í flugi fálk- anna, sem bmtuðu bnnga yfir þverbníptum klettum, og svo fór náttúran að vakna. Fuglarnir byrj- uðu að syngja morgunlagið sitt, og flugurnar að suða. Þeir voru komnir upp úr byggð- inni og fram undan blasti við beið- in með alla sína víðáttu og gróður. Hér var sumarland ánna og lamb- anna. Og nú var liðinu skipt. Nokkrir fóru meðfram austurbrún- inni, en binir meðfram vesturbrún- inni. Ásgrímur lenti með síðari bópnum. Eins og áður var farið í ein- faldn röð. Gatan lá utan í fjalls- öxlmni, sem stöðugt hækkaði og varð hrikalegri, er lengra dró. Hvílíka hnkafegurð hafði bann ekki dreymt um. Fyrir neðan var gljúfur, á vinstri hönd var djúpur dalur, allbreiður, og eftir honum blykkjaðist bergvatnsá í ótal bugð- um. Það glitraði á vatnið í sólskin- inu. Og í hlíðum beggja vegna óx skógur, leifar af hinum forna skógi, sem eitt sinn klæddi allt landið. Á einum stað ghtti í grænt auga, sem horfði til himins. Það var gamall gígur fylltur vatni. Hann bafði heyrt, að í þessu vatni byggi nykur, sem sæti um að narra menn ofan í vatnið til sín. Það voru til margar sögur um það, að menn höfðu verið einir á ferð og böfðu þá séð gráan best á beit. Og ef þeir voru svo heimskir, að ætla sér að flýta ferð sinni með því að fá best lánaðan, spurðist aldrei til þeirra meir, því að jafnskjótt og þeir böfðu bnýtt upp í hann og voru komnir á bak, tók nykurinn á rás með þá niður að vatninu og þá var úti um þá, því að þeir voru grónir við bakið á bonum og bann stakk sér á kaf ofan í hyldýpið. Aðrir, sem voru gætnari, aðgættu hófana og ef hófarnir sneru öfugt, þurfti ekki frekar vitnanna við. Þá var nóg að fara með faðirvorið og nykurinn lagði á flótta. En þið skuluð nú samt ekki taka þetta of bókstallega, frekar en -<vo margt annað í gömlum þjóðsÖg'tm. Þessi kynjaskepna hefur flúið >af- magnsljósin. Þó var það dé''tið emkennilegt, sem kom fyrir hónd- ann hérnci,. ekki alls fyrir löngu. Hann var einn á ferð um vetur ná- lægt þessu vatni, og þar sem mvrk- ur var að skella á og hann var hræddur um að villast, ætlaði hann að stytta sm- leið þvert yfir vatnið. Hann lagði af stað alveg ótrauður, því að hann var hið mesta hraust- menni. Þegar hann var kominn nokkuð frá landi. beyrði bann að banð var í ísmn undir fótum hans. Honum varð ekki um sel og datt óðara nykurinn í bug, tók á rás og hljóp svo bratt sem bann megnaði. Hann heyrði að ísinn brotnaði allt- af aftan við hann, en yfir komst hann og þegar hann bafði fast land undir fótum og þorði loks að líta við, sá bann, að allur ís var brot- ínn af vatninu. Til mun einbver náttúruskvr- mg á þessu fyrirbrigði, en þessi bóndi trúir því síðan statt og stöð- ugt, að þetta hafi verið nykurinn og enginn annar og engin vísmdi megna að brevta bel^'-’ «h^ðun bans. Framh. i næsta blaði. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Bófinn Tonío tók ínyndina af veggnum og sneri sér sigrihrósandi að Bangsa. „Nú erum við búnir að krækja í AUGA KÝKLÓPSINS fyrir ekki neittsagði hann storkandi. „Magnifico bragð að detta í hug að leika sóthreinsara, já, já?“ (magnifico þýðir glæsilegur eða stórfínn) „Já já,“ samsinnti Bangsi í flýti. Hann sá, að Tonío stóð innan í lykkjunni sem Marío hafði bundið á kaðalinn. Og Bangsi sneri sér snöggt að eldstæðinu og hróoaði upp í skor- steininn: ..Upp með hann, Mario!“ Eins og Bangsi hafði *verið að vona, rykkti Marío strax í kaðalinn eins og þegar hann dró Dódó upp áður. Tonio hvarf upp í skorsteininn öskrandi af bræði. „Maenifico bragð, já já?“ kall- aði Bangsi hlæjandi á eftir honum. FALKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.