Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 48
• Brensiimerkt Framh al bls. 45. og verðið þvi að gefa mér fimm tíu metra forskot. — Sjálfsagt, sagði hún. Prochega lagði af stað. Hann stóð með bogin hné, en allt of gleiður og liktist í raun og veru byi'janda. Þegar hann hafði far- ið fimmtíu metra, ýtti Grete sér af stað með stöfunum. Það brak- aði lágt í sniónum undan skíð- unum, og léttur hraðinn hafði eggjandi áhrif. Hana langaði þrátt fyrir allt að halda uppi skiðaheiðri Norðuriandabúa, og jók hraðann ofurlítið með stöf- unum. Eftir nokkur hundruð métra var hún komin á hlið við Próchega. Hreyfingar hans á skíðunum voru stifar og krampakenndar. Þegar hún renndi sér upp að hlið hans, hristi hann höfuðið aðvarandi. — Ekki koma nærri mér. Þá verð ég óstyrkur og dett. Hann var alit að því óttasleg inn á svipinn. Grete sveigði frá honum þar til hún var í hér um bil tuttugu metra fjarlægð. Enn renndi hún sér hraðar en Prochega og brátt var hún kom- in fram úr honum. Hún rétti sig upp augnablik og veifaði glað- lega til hans. Þá hallaði hann sér enn meira fram á við og jók hraðann með stöfunum unz hann var kominn jafnhliða henni á ný. Grete jók einnig hraðann. Nú var kominn sæmilegur skriður á þau. Það var sérkenniieg nautn í því að renna áfram gegn- um kyrrðina og þurfa aðeins að gæta þess að haida jafnvæg- inu. Prochega gaut við og við horn- auga til Grete. Honum féli út- lit hennar vel í geð. Verkefnið vakti hjá honum nokkra angur- værð, en hann hafði alltaf vitað að þetta myndi koma. 1 grá- leitri morgunskimu horfinnar tíðar, þegar hann hafði verið foringi aftökusveitar, hafðí hann fundið fyrir sams konar angur- værð yfir fólki sem varð að deyja. En af þessari óljósu sam- úð með fórnardýrunum sem stóðu í röðum upp við steinvegg- inn hafði alltaf vaxið voldug og stolt gleði yfir því að vera ekki veiklundaður, yfir að eiga þann innri styrk sem þurfti til að upp- fylla trúnaðar- og hlýðnisloforð eiðsins. Það var vissulega öðruvísi i þá tíð. Þá var áfeng hamingju- tilfinning í því fólgin að hlýða. Þá var Ernst Winkler með í að byggja upp nýjan heim, hann tilheyrði úrvali mannkynsins í Evrópu framtíðarinnar. Þegar kúlnahríðin frá hinum þremur véibyssum skotsveitarinnar dundi á steinveggnum, þá hafði skip- un hans gert Evrópu hreinni .. . Sem Manuel Prochega gat 48 FÁLKINN hann ekki barizt í von um að sigur ynnist á meðan hann lifði. En ennþá gat hann fyllzt fögn- uði yfir því að vera eiðnum trúr. Þeir sem prédikuðu um lýðræði og frelsi, þekktu ekkert til hinn- ar sönnu hamingju hins sterka manns — að framkvæma. Og eins iengi og Ernst Winkler Manuel Prochega væri á lífi, myndi hann vera maður fram- kvæmdanna. Á meðan einhver fornvina hans og félaga yrði fyr- ir svivirðilegum aðdróttunum af hendi hins spillta umheims, var vingazt við skíðin sín. sín. Grete Rosenberg fannst vera skorað á sig að halda uppi heiðri Norður- landabúa og ýtti sér enn betur áfram með stöfunum. Hún fór að draga á Prochega, komst á hlið við hann og rann fram úr honum. Hraðinn var svo mikill, að hún þorði ekki að líta aftur fyrir sig. Nú kom hún aftur auga á Prochega útundan sér. Hann beitti stöfunum til þess að ná henni og hún sá að hann renridi sér með fjaðurmögnuðum skriði — Ó, afsakið, herra íorstjóri, við héldum, að þér yrðuð lengur í burtu... hann reiðubúinn til djarflegra og snarpra, aðgerða, gömlum vinum til varnar. Hann virti fyrir sér snævi- þakta fjallshlíðina framundan. Hann vorkenndi Hans. En Hans hafði ætið verið svo ófyrirleit- inn, haft unun af að tefla djarft. Það var eflaust þess vegna, sem hann kaus að kalla sig Hoff- mann og^lytjast til Stokkhólms eftir hrunið, enda þótt öll Suður- Ameríka stæði honum opin. Það var nærri því hlægilegt, að austurrisk stelpukind, sem enga þýðingu hafði, skyldi verða á vegi hans og gera honum heitt undir fótum. En hann þyrfti ekki að vera órólegur. Vopna- bræður yrðu að geta lagt hvor öðrum lið, annars væri úti um þá. Stúlkan skyldi ekki snúa aftur úr þessari skiðaferð. Hann leit á hana. Vesalingur, hún hafði gengið allt of fyrir- hafnarlaust í gildruna. Hann hafði verið viðbúinn því ef illa færi, að þurfa að beita ofbeldi, en það virtist ekki ætla að verða nauðsynlegt. Hún Ijómaði af keppnisáhuga. Og hvað myndi kantónulögreglan svo geta gert, annað en að ganga úr skugga um það, að minnsta kosti tíu metr- ar voru á milli skiðafaranna. Annað en að lýsa því yfir, að þetta hefði verið slys ... Harðfennið á yfirborðinu brak- aði undir skíðum hans. Senor Prochega var nú nærri tuttugu metrum á undan. Hinn ungversk- fæddi Argentínumaður, sem lifði í vellystingum við Rivíer- una, virtist skyndilega hafa og virtist engan veginn eins óvanur og kiaufalegur og í fyrstu. Hann átti auðvelt með að læra. En enn átti hún eftir nokkurn varaforða til að herða á sér. Hún beitti stöfunum óspart og enn skaut hún Prochega aftur fyrir sig. Hún fékk dynjandi hjartslátt af spenningi. Hún vildi vera færari en Prochega. Vind- urinn sveið hana í augun og hún átti erfitt með að sjá fram- fyrir sig, varð að kipra augun samán. Hún einbeitti sjóninni að oddum skíðanna sem geyst- ust fram yfir hvíta auðnina. En skyndilega hvarf henni all- ur spenningur. Það var eins og hún hefði allt í einu vaknað af svefni. Henni virtist þessi keppni svo tilgangslaus, svo fáránleg. Hvernig gat hún farið að keppa við ókunnugan mann, sem þar að auki hafði alltaf vakið ógeð hjá henni? En á sama augna- biiki og hún vaknaði af keppnis- óráðinu og ætlaði að fara að stöðva sig, lýsti eitt orð upp í heila hennar eins og bláhvít eld- ing: Gljúfrið! Gestgjafinn niðri á hótelinu hafði varað gesti sina við hættu- legu gljúfri einmitt á þessum slóðum. Prochega hafði afneitað tilveru þess. Hann kvaðst hafa farið um þetta svæði þvert og endilangt og hvergi hafa séð neitt hættulegt. Hvor hafði rétt fyrir sér? Það var miklu fremur skelf- ingin en viljandi athöfn, sem hratt Grete Rosenberg um koll i hinu æðislega bruni. Hún hring- snerist, rann yfir vindfáða svell- bungu, sá skíði sín bera við himin, fékk snjógusu í andlitið. Á broti úr sekúndu sá hún einn- ig Prochega bregða fyrir, þar sem hann spyrnti á móti af öll- um kröftum og rann fram hjá með skiðin þvert fyrir. Svo lá hún loks kyrr með andlitið niðri í snjónum og hlustaði á más- andi andardrátt sinn og dunandi hjartsláttinn. Hún settist upp, ringluð en fegin því, að ekki skyldi hafa farið illa. Hún hafði búizt við því, að Prochega myndi koma henni til hjálpar, en hann var horfinn. Tuttugu metrum fyrir neðan hurfu skíðaför hans fram af lágum skafli. Grete spennti af sér skiðin og reis á fætur með erfiðismunum. fæturnir báru hana en hún skalf öll, og nötraði. Hún studdist við annan skíðastafinn og gekk hægt áfram. Hún vonaði að Prochega sæti heill á húfi bak við snjó- skaflinn. Ef hann væri þar ekki... Hún gekk upp á skaflinn og hrökklaðist síðan aftur á bak. Aðeins örfáa metra fyrir framan fætur hennar opnaðist gljúírið eins og risavaxinn skurður yfir þvera fjallshlíðina. Það var ekki sérlega breitt, varla meira en tíu metrar, en hliðar þess virtust liggja lóðrétt niður í botnlaust hyldýpi. Niður í þessa opnu gröf lágu skíðaför Prochega. Hún hrópaði nafn hans. Ekk- ert svar. Hún herti upp, hugann og gekk nær brúninni. En hún þorði ekki að fara svo náiægt að hún gæti horft beint niður. Spölkorn til vinstri var klettasylla, sem henni virtist hægt að klifra niður á. Grete lagði af stað niður. Snjór- inn og ísinn virtist traust undir fæti. Hún þrýsti sér upp að bjargveggnum og fikraði sig,, áfram fet fyrir fet. Það var eins og gijúfrið vildi soga hana til sín og hún varð að snúa and-. litinu að klettinum til þess að sviminn næði ekki tökum á henni. Nú kom hún auga á Prochega. Hann lá á klettasyllu tiu metr- um innar. Hann hafði lent á lít- illi snös, sem var nokkurra metra breið, en til þess að komast þangað yrði hún að þrengja sér gegnum bil sem ekki var meira en metri á breidd. Henni fannst ekki að taugar hennar myndu þola slíkt hættuspil, Prochega gaf frá sér nokkrar sársaukafullar stunur. Væri ekki skynsamlegast að flýta sér til bæjarins og sækja hjálp? Ef hann var slasaður myndi henni hvort eð væri aldrei takast að koma honum upp á jafnsléttu. En hann var i mikilli hættu staddur. Ef hann var ringlaður eftir fallið og hreyfði sig ógæti- lega, átti hann á hættu að hrapa niður af mjórri klettasyllunni. Hún yrði að komast íil hans og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.