Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 49
reynp að draga hann lengra upp á sylluna, úr allri hættu. Hún mjakaði sér áíram þuml- ung fyrir þumlung. Þegar hún var komin gegnum þrengslin, lét hún failast á kné. Prochega lá um það bil tvo metra fyrir framan hana. Skíðablússan hans og treyjan sem hann var í undir henni, voru rifnar í sundur á ská yfir brjóst- ið upp að hálsinum. Hún sá skina í blóðidrifna skyrtuna og nakta húð. Hún skreið í áttina til hans. Hann kveinkaði sér þegar hún velti honum um hrygg svo að hann lægi nær bjarg- veggnum. Annað skiði hans var brotið rétt við bindinginn. Hún leysti af honum stúfinn, sem eftir var og sömuleiðis hitt skíð- ið og renndi stafaólunum fram af úlniiðum hans. Er hún hafði lokið við þetta allt, opnaði hann ailt í einu augun og virtist vera með fuilri meðvitund. Hann vóg sig upp á höndunum, þar til hann sat uppréttur með bakið upp við klettavegginn. Síðan gerði hann tilraun með að vinda upp á líkamann og gretti sig af sársauka. — Djöfullinn sjálfur! sagði hann. Hægri fóturinn hlýðir ekki. Hafið þér séð þetta — hann myndar horn milli mjaðm- ar og hnés. Lærleggurinn er brotinn. — Finnið þér mjög mikið til? spurði Grete með samúð. — Finn ég til! hrópaði hann gremjuiega. Kæra ungfrú Rosen- SPAIR i stjörnurnar Kæri Astró! Ég er ein af þeim mörgu, sem langar til að vita eitthvað um framtíðina og þá helzt um ástamálin, hvort ég giftist og hvort það verður seint eða snemma. Hvort ég eigi eftir að eignast mörg börn og hvort ég eigi eftir að lenda í mörgum ástarævintýrum. Ég er 16 ára og hef bara verið með einum strák og ekki mikið. Ég er mjög hlédræg og á erfitt með að umgangast fólk. Ég á tvær agalega góðar vinkonur. sem alltaf eru að reyna að fá mig með sér á skemmtanir, en ég fer helzt aldrei. Segðu mér, hvort þetta breytist ekki til batnað- ar, því mig langar með þeim en kem mér ekki að því. Vonast eftir svari fljótt. Júlla Snúlla. Svar til Júllu Snúllu: Það er mjög algengt að þeir, sfem eru fæddir í þínu sólmerki, séu framan af ævi, og þá sér- staklega á unglingsárunum, féimnir og hlédrægir, en oftast nær breytist þetta mjög, þegar á ævina líður. Svo verður einn- ig með þig. Það er alveg ástæðulaust fyrir þig að draga þig algjörlega í hlé hvað skemmtanir snertir, en einu ætla ég sérstaklega að vara þig við og það er að snerta áfenga drykki, því að þér eru allir vegir færir á meðan þú gerir það ekki. Þú hefur frem- ur: viðkvæmt taugakerfi og þolir ekki mikla spennu. Nú veit ég ekki, hversu nákvæman fæðingartíma þú hefur gefið mér upp, en þetta stjörnukort béndir til að, þú giftist frekar seint, en manni í góðri stöðu líklega töluvert eldri en þú ert, en líkur eru á, að hjóna- bandið verði gott. Merki það, Donni gefur vinsæiustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem liann velur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæravcrzlun Sigríðar Hclga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum lausnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Kristina fran Vilhelmina — Sven Ingvars 2. Where Am I Going? — Petulla CJark 3. 19th Nerv'ous Brakedown — Rolling Stones 4. I Don’t Wanna Say Good Night — Gary Lewis 5. Nessuno mi puö giudicare — Gene Pitney Platan er á blaðsíðu Nafn:................ Heimili: ............................... Ég vel mér nr............. Til vara nr. Verðlaun úr 17. tölublaði: Þuríður Þorsteinsdóttir, Kjartansgötu 8, Reykjavík. VINNINGS MA VITJA A SKRIFSTOFU FÁLKANS. sem ræður fimmta húsi, bendir ekki til margra barna, en það fer einnig töluvert eftir þvi, hvernig fimmta hús makans verður. Sólmerki þitt gerir þig metnaðargjarna og áhuga- sama um að komast áfram i lífinu. Þar af leiðandi verður mikilvægt fyrir þig að kvæn- ast manni í góðri stöðu. Þú getur verið anzi skapmikil en um leið tilfinninganæm, og ég held að þú sért töluvert list- ræn í þér. Þú ættir að reyna að kynna þér bæði leiklist og tónlist, ekki endilega til að gera það að lífsstarfi þínu held- ur vegna þess að það yrði þér til sérstakrar ánægju. Þú þarft að hafa eitthvað fyrir stafni, sem veitir þér ánægju. Þú hef- ur einnig ríkt ímyndunarafl, en láttu það samt ekki hafa of mikil áhrif á ástamálin, reyndu heldur að notfæra þér það. Árin 1967 og 1968 eru sérstaklega hagstæð fyrir þig. berg, líkamlegur sársauki heíur aldrei skipt neinu máli fyrir mig. En það er hábölvanlegt til þess að vita, að maður geti ekki hreyft sig eftir eigin geðþótta. Þér voruð heppin að komast lífs af. Hún heyrði orð hans eins og óm úr fjarska. Gegnum sundur- tætt föt hans sá hún grilla í húð- ina undir handarkrika hans. Og þar var merkið. Heiðursmerki mannsins með ljáinn. Það leit út eins og tvær svartar elding- ar. Prochega leit á hana og sá hvert augnaráð hennar beindist. Hann vafði rólegur rifnum föt- unum þéttar að sér. — Líður yður eitthvað iila, ungfrú Rosenberg? Málrómurinn var fuliur hroka og það var erfitt að ímynda sér að hann kæmi frá manni, sem um björgun var í einu og öllu háður velvilja hennar. Grete fann hvílíkt rót var komið á hugsanir hennar og ákvað að láta hann ekki draga sig inn í samtal. Hún sá enn svarta SS-merkið fyrir hugskots- sjónum sínum. Merki hans og hennar. Böðuls- ins og fórnardýrsins. Tölurnar, sem hún var brennimerkt með höfðu fölnað ofurlítið með árun um, liturinn var ekki eins skær- blár og þegar hún var barn. En þær voru þar og myndu alltaf verða þar. Merki hans hafði haldið hin- um skýra svarta lit. Hann hafði ekki verið dreginn með valdi inn í óþrifalegan bragga og fundið stungur húðflúrsnálarinnar eins og nístandi brennimark á sálina. Nei, hann hafði látið merkja sig af fúsum og frjálsum vilja, að undangenginni hátíðlegri athöfn og eiðstöfum og sennilega hafði þvi verið fylgt eftir með mikl- um gleðskap i hópi þeirra manna, sem hann kallaði félaga sína og vopnabræður. Þeir höfðu sótzt eftir að fá sín merki, lagt sig í lima til að verða þessa heiðurs aðnjótandi. Þeir höfðu afsalað sér samvizku og ábyrgð- artilfinningu og staðfest með eiði skilyrðislausa hlýðni sína við menn, sem höfðu gert fjölda- morð að sínum trúarbrögðum. Já. Grete Rosenberg vissi hvaða skyldur SS-merkið lagði mönrs um á herðar. Samt átti hún í huga sínum skýra mynd af aðeins einum SS- manni. Hann hafði staðið á brautarpallinum hinn drunga- lega morgun þegar flutningalest- in nam loksins staðar, hurðinni var skotið frá og hörkuiegar raddir skipuðu þeim sem inni voru að flýta sér út Hann hafði staðið í svarta ein- kennisbúningnum með silfur- röndunum og hauskúpumerkinu, með krosslagða arma og hnrft FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.