Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 52

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 52
Vinsælar og ódýrar utanlandsferðir Með fyrstu leig'uflug'iim okkar á sumrinu getum við boðið vinsælar utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum í júlí- mánuði með áður óþekktum kostakjörum. I mörg ár hefur ferðaskrif- stofan SUNNA gengist fyrir utanlandsferðum með íslenzk- um fararstjórum. Hafa ferðir þessar orðið vinsælli með hverju ári, enda vel til þeirra vandað. Á síðasta ári var svo komið, að um 800 manns tóku þátt i skipulögðum hópferð- um á vegum SUNNU til út- landa. Er það meiri farþega- fjöldi í utanlandsferðum en hjá öllum öðrum islenzkum ferðaskrifstofum til samans árið 1965. Þessar miklu vin- sældir á SUNNA því fyrst og fremst að þakka, að ferðir skrifstofunnar hafa likað vel og fólk, sem reynt hefur, get- ur mælt með þeim við kunn- ingja sína. VÍNARBORG — BÚDAPEST — JÚGÓSLAVÍA — SVISS Brottför 26. júlí. 17 daga ferð. Verð kr. 18.700,00. Þetta er nýstárleg ferð, sem ekki hefur verið á boðstólum áður. Hún veitir fólki tækifæri til að kynnast náttúrufegurð og skemmtanalífi í þeim löndum Mið-Evrópu, þar sem lands- lagsfegurð er einna mest. JÓNSMESSUFERÐ TIL NORÐURLANDA OG SKOTLANDS Brottför 21. júní. 15 daga ferð. Verð kr. 14.800,00. Þessi Norðurlanda- og Skotlandsferð er með dálítið öðru sniði en aðrar hliðstæðar ferðir skrifstofunnar. Flogið fyrst til Bergen og siðan farið um fjallahéruð og firði til Otló og verið við bálin frægu í Harðangursfirði á Jónsmessunni. Síðan er dvalið í Osló, en lengst í Kaupmannahöfn, 6 daga. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 19. ágúst. 17 daga ferð. Verð kr. 17.650,00. Þessi vinsæla ferð hefur verið farin svo til óbreytt í sjö ár og jafnan við miklar vinsældir. Flogið til Parísar með við- dvöl þar, síðan flogið til Zúrich og ekið þaðan um fögur fjallahéruð Alpanna til Luzern, þar sem dvalið er. Flogið til Rínarlanda og dvalið í Rúdesheim um „Vinhátíðina". LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN. Brottfarardagar: 3. júlí, 17. júli, 31. júlí, 14. ágúst 4. sept- ember. 12 dagar. Verð kr. 11.8000,00. Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem allar eru þó mjög ólíkar. Milljónaborgin London, tilkomumikil og sögu- fræg höfuðborg heimsveldis. Amsterdam, heillandi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í lund. Og þá „Borgin við sundið", Kaupmannahöfn, þar sem Islendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. EDINBORGARHÁTÍÐIN Brottför 27. ágúst. 7 daga ferð. Verð kr. 7.210,00. Þessi vinsæla ferð hefur verið farin á hverju ári i sex ár og jafnan fullskipuð. ÍTALÍA í SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september. 21 dagur. Verð kr. 21.300,00. Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir Italíu með 3—4 daga viðdvöl í Feneyjum, Flórenz og Róm. Frá Róm liggur leiðin suður um Napoli, Pompei til Sorrento hinnar undurfögru borgar við Capriflóann. Þvi næst er siglt með einu glæsilegasta hafskipi heims, risaskipinu Michelangelo, norður með ströndum Italíu og Frakklands og gengið á land í Cannes á frönsku Rivierunni og ekið þaðan í bíl til Nizza, þar sem dvalið er síðustu daga ferðarinnar. Flogið heim um London. ÍTALÍA OG SPÁNN Brottför 23. september. 21 dagur. Verð kr. 24.860,00. Þessi óvenjulega og glæsilega ferð var farin í fyrsta sinn í fyrra, fullskipuð og komust færxú en vildu. Flogið til Feneyja og Rómar. Frá Róm er ekið til Napoli og Sorrento. Siglt frá Napoli með hinu glæsilega nýja hafskipi, Michelangelo, til Gibraltar á syðsta odda Spánar. Þaðan ekið til Torremolinos, þar sem dvalið er á baðströnd. Flogið heim með viðkomu i Madrid og London. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA Brottför 7. október. 21 dagur. Verð frá 22.700,00. Þeir mörgu, sem tekið hafa þátt í þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýraslóðir Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og fui’ðum, sem fyrir augun ber. Flogið er til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalið er í þi’já daga. Flogið til Beirut. Ekið yfir Libanosfjöll til Baalbek og Damaskus. Flogið til Kaíró. Siglt á Níl. Skoðaðar merkar fornminjar hins gamla menningarlands. Flogið til Jerúsalem. Skoðaðir sögustaðir Biblíunnar. Flogið til London með tveggja daga viðdvöl á heimleið. Sleppið ekki þessu einstæða tækifæri til að notfæra ykkur kostakjörin um ódýrustu utanlandsferðir sumarsins til vinsælustu staðanna með íslenzkum fararstjórum. — Athug-ið: Plássið er takmarkað, og það komast aldrei allir, sem vilja í hinar vinsælu SUNNU-ferðir. Á síðasta ári fengum við um 800 farþega, alla ánægða, lieim úr liópferðum okkar til útlanda. FERÐASKRIFSTOFAN BANKASTRÆTI7 SÍMAR 16400 og 12070

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.