Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Síða 1

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Síða 1
Verte‘M*d'laðið Landsbókasafnið 1. tbl. 14. árg. Janúar 1985 Ábm. Ari T. Guðmundsson Fjórir þættir til stefnumótunar kommúnista LAsriaif- .' ■ 1.Inngangur ' - Kommúnistasamtökin urðu til við samruna Einingarsam- taka kommúnista (marx-lenínista) og Kommúnistaflokks íslands (marxista-lenínista) upp úr 1980. Starf þeirra hef- ur einkennst af samdrætti og tilraunum til endurmats á þeirri heildarstefnu sem íslenskir marx-lenínistar (oft kall- aðir maóistar) höfðu á 8. áratugnum. Á árinu 1984 er starfandi litill hópur kommúnista inn- an KS, bundinn við Reykjavík. Markmið hans hefur verið nám í marxisma og umræður um stefnu og starfs- hætti. Undanfarin 2 — 3 ár hefur lítið til hans sést opin- berlega en hann hefur engu að síður hist reglulega. Samtökin hafa lagt aðaláherslu á að fjalla um efni fyrir útgáfu bókar eða greinasafns um meginþætti sósíal- isma og kommúnisma, og sér brátt fyrir enda þeirrar vinnu. Samtímis ákvað aðalfundur samtakanna 1983 að samið skyldi uppkast að sameiginlegri grundvallarstefnu félaganna er tæki m.a. til almennrar pólitískrar stefnu kommúnista, sósíalískrar stjórnlistar og ýmissa atriða kommúnísks starfs. Á fyrri aðalfundi KS voru fyrstu drög samþykktarinnar rædd og afgreidd til nefndar sem hefur unnið að endanlegu uppkasti um nokkurra mánaða skeið. Afraksturinn fer hér á eftir, eins og síðari aðal- fundur samtakanna afgreiddi hann haustið 1984. Markmiðið með útgáfu samþykktarinnar er tvíþætt. í einn stað vilja samtökin setja fram sjónarmið sín um sósíalisma á íslandi til þess að endurvekja hugmynda- baráttu meðal vinstri manna. í annan stað vilja þau leggja fram sinn skerf til þess að halda á lofti byltingar- sinnaðri stefnu á tímum undanhalds eins og verið hefur um skeið og ítreka nauðsynina á nýjum kommúnískum verkalýðsflokki. Ýmis ný viðhorf koma fram í samþykktinni og víða er áhersla aukin á atriði sem ekki hefur verið hugað að sem skyldi. Auðvitað eru félagar samtakanna í vafa um rétt- mæti margra stefnuatriða og ekki er eining þeirra á með- al um þau öll. Og samtökin ítreka ennfremur þá stað- reynd, að hér fer ekki fullburða stefnuskrá pólitískra bar- áttusamtaka. Segja má að meginatriðið sem tengir alla kafla sam- þykktarinnar sé lýðræði; stéttarvitund, virkni og samvinna fjöldans á öllum stigum sósíalískrar baráttu. Röng fjölda- stefna og gallað lýðræði eiga stóran þátt í öfugþróun hreyfinga og ríkja sem kennt hafa sig við sósíalisma og kommúnisma. Til lesenda Kommúnistasamtökin hafa áhuga á að fá álit þitt á þessari samþykkt. Án viðbragða frá lesendum eiga samtökin erfitt með að bæta úr ágöllum stefnu sinnar, gera góða þætti betri eða hefja stefnumótun á fleiri sviðum. Þú getur komið skoðunum þínum á framfæri með ýmsu móti: Skrifað KS (Pósthólf 5186, 125 Rvk), hringt í forystumenn KS, skrifað í blöð og tímarit eða hitt fulltrúa samtakanna að máli. Samtökin biðja þig einnig um aðstoð við að dreifa samþykktinni til sem flestra. Þú getur fengið send aukaeintök, þér að kostn- aðarlausu. Stjórn Kommúnistasamtakanna

x

Verkalýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.