Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 2
2. Stéttir og stéttabarátta í auðvaldsþjóðf élagi 2.1 Grundvöllur stéttgretningar Við stéttgreiningu hafa marx-lenínist- ar fram að þessu lagt megináherslu á efnislegar forsendur stéttaskiptingar, en gert minna úr því hvernig stéttir myndast og þróast í samfélagi manna. Þannig hefur meginatriðið í stétt- greiningu þeirra verið sú skoðun að stéttir séu stórir mælanlegir hópar sem markast af afstöðu til fram- leiðslutækjanna og af samfélagslegri verkaskiptingu (sbr. Lenín: A Great Beginning. Coll. Works 29, bls. 421, Moskva 1956). í raun er þetta aðeins grundvöllur stéttaskiptingar, sem segir til um hvaða efnislegu forsendur liggja að baki félagslegum hræringum. En í marxískum skilningi verður að skil- greina þjóðfélagsstéttir nánar og taka mið af eftirfarandi skilgreiningu Karls Marx: Einstaklingar mynda aðeins stétt að því marki sem þeir verða að heyja sameiginlega baráttu gegn annarri stéti; að öðru leyti heyja þeir samkeppni hver við annan. (Karl Marx: Þýska hugmyndafræðin, bls. 58, Mál og menning, Reykjavík 1982). 2.2 Stéttarvitund er er þáttur stéttgreiningar Stéttabaráttan, þ.e. barátta einnar stéttar gegn annarri, er afgerandi um tilvist stétta. Sú barátta getur verið ómeðvituð þátttakendum hennar. Stéttabarátta er bæði efnahagsleg og hugmyndaleg, en i mismiklum mæli. Efnahagslegur og hugmyndalegur þátt- ur hennar hafa gagnvirk áhrif hvor á anna, en sá efnahagslegi setur hinum skilyrði. Stéttarvitund verður þannig til í hugmyndabaráttu sem á sér efna- hagslegar forsendur. Þjóðfélagsstétt er samfélagsferli jafnframt því að vera stór hópur ein- Karl Marx. staklinga sem afmarkast af sam- eiginlegri afstöðu til framleiðslutækja og samfélagslegri verkaskiptingu. Megineinkenni þessa ferlis er að stéttin breytist í sífellu úr stétt í sér (stétt sem er til hlutlægt en ómeð- vituð um hlutverk sitt) í stétt fyrir sig (meðvitaða stétt). Gegn slíkri breyt- ingu (aukinni stéttarvitund) vinna ýmis andstæð öfl eða fyrirbæri, t.d. umbætur og eftirgjafir auðstéttar gagnvart sumum hópum verka- lýðsstéttar. Þannig er þjóðfélagsstétt ekki aðeins stærð (megind), heldur og eigind; ekki aðeins einsleitt fyrir- bæri, heldur og fyrirbæri sem er breytingum undirorpið. 2.3 Hindranir í vegi stéttvísi Márgvislegar félagslegar og hug- myndalegar andstæður draga úr eða hindra stéttvísi verkalýðsstéttarinnar. Núverandi verkalýðsflokkar eiga mikilvægan þátt í faglegri vitund verkalýðsstéttarinnar, lítilli skipu- lagningu hennar og varnarbaráttu, en eru samtimis hemill á frekari stéttvísi vegna þess að þeir vinna meðvitað og ómeðvitað gegn almennri virkni verkafólks í þjóðmálum og gegn sós- íalískri þekkingu — byltingarvitund. Helstu móthverfur innan íslenskrar verkalýðsstéttar sem hamla gegn sósí- alískri stéttarvitund hennar eru: Milli faglærðra og ófaglærðra, milii höfuð- borgar- og landsbyggðarverkafólks, milli andlegrar og líkamlegrar vinnu, milli sjómanna og landverkafólks, milli karla og kvenna o.s.frv. Þá má nefna hugmyndalegar mót- hverfur eins og þá viðleitni margra iðnaðarmanna að gerast sjálfstæðir atvinnurekendur. í sömu átt verkar náið samneyti verkafólks og atvinnu- rekenda sem algengt er á jafn- smáum vinnustöðum og hérlendis er að finna. Einnig eru yfirborganir al- gengar og fríðindi valdra starfs- manna hafa eflaust áhrif á viðhorf þeirra. Loks er algengt að maki taki afstöðu með þeirri stétt er „fyrir- vinnan" tilheyrir. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag geta nú um stundir talist einu verka- lýðsflokkarnir á íslandi vegna þess að forverar þeirra höfðu á sínum tíma for- göngu um myndun verkalýðssamtak- anna, vegna stuðnings meirihluta verka- lýðsforystunnar við þessa flokka og vegna þess að þeir hafa verið tæki fram- sækins fólks til umbótabaráttu í stjórn- málum. Meðan fagleg skipulagning er verkalýðsstéttinni nægileg til að and- æfa arðráni auðstéttarinnar og tryggja sér betri kjör nær pólitísk vitund hennar í heild ekki lengra en svo að stjórnmálaflokkar hennar eru umbótasinnaðir félagshyggjuflokkar sem ekki gera kröfur um verkalýðs- völd eða sósíalisma nema í þoku- kenndum slagorðum í rykföllnum stefnuskrám. Þeir standa, eins og áð- ur segir, í vegi fyrir sósíalískri vitund fjöldans og auðvelda auðstéttinni að tefla einum hluta hans gegn öðrum; deila og drottna, en tryggja um leið tilvist sína. Afl umbótastefnunnar er einkum komið til af tvennu: Stórum og vax- andi hópi skriffinna í verkalýðs- hreyfingunni og sjálfu arðráninu í auðvaldsskipulaginu. Sú stefna ræður því að verkalýðshreyfingin er rekin sem stofnun starfsmanna sem hafa yfir- leitt mun hærri laun en umbjóðend-

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.